Stofa og gangur í nýja húsinu

höf: maria

-Samstarf-

Loks er efri hæðin tilbúin, eða svona alla vega langt á veg komin fyrir utan eina forstofuna og þvottahúsið sem má alveg bíða betri tíma.

Eins og þið sem hafið fylgst með sáuð voru nokkrir veggir teknir niður og bogar sem höfðu verið til staðar, en við fengum Bortækni til að gera það verk fyrir okkur og mæli ég 100 % með þeim.

Hér neðst getið þið séð myndir af því hvernig efri hæðin leit fyrst út þegar við tókum við húsinu. Við létum sem sagt taka alla boga, millivegg úr eldhúsi og stofu og bættum við franskri glerhurð í forstofu.

Einnig settum við upp nýja kverkalista eða svona skraut loftlista sem gera afar mikið fyrir rýmið. Ég kaus að mála allt hvítt, alla vega til að byrja með, en ég kann bara afar vel við hæðina þannig.

Ég var svo heppin að landa samstarfi við Flugger og fékk að prófa alveg nýja vöru frá þeim sem heitir Dekso 1 ultramatt. Málningin er alveg mött en það var akkurat það sem ég var að sækjast eftir.

Ég veit að margir eru voða hræddir við matta málningu því hún hefur haft það orðspor á sér að vera skítsæl og fyrir að vera erfið í þrifum.

Hér hins vegar þurfið þið ekki að óttast það því ég er sko búin að sannreyna það að Dekso 1 ultramatt er afar auðvelt að þrífa eins og er lofað.

Dekso 1 ultramatt málningin er sérstaklega hönnuð með það í huga að vera alveg mött og hana má nota bæði á loft og veggi sem ég gerði. Einnig er hún sérstaklega hönnuð sem auðveld í þrifum sem ég get vottað upp á.

Það eina sem þarf að passa vel upp á er að leyfa henni að ná fullri hörku á 28 dögum og vera ekkert að þrífa af henni á meðan. Eftir það fíkur allt af sem þarf án nokkura ummerkja.

Þar sem ég vil hafa hvítt alveg skjannahvítt lét ég blanda fyrir mig lit sem er meira svona út í grátt en gult en sumir hvítir tónar geta verið gultóna sem minn litur er alls ekki.

Liturinn heitir Paz hvítur og er eins hvítur held ég og hægt er að fá en samt með góðri þekju, en Dekso 1 málningin er vel þykk og þekur því afar vel.

Einnig skiptum við út öllu gólfefni og settum nýja gólflista. Innihurðunum héldum við hins vegar en ákváðum að lakka þær einnig í Paz hvítu með geggjuðu lakki sem er nýtt á markaði og mæli ég 100 % með því.

Lakkið heitir Strong finish og er polyurethane styrkt lakk sem flýtur vel og hefur góða viðloðun. Yfirborðið verður hart og rispuþolið, en það fæst í 20 % gljástigi sem að mínu mati er fullkomið.

Einnig lökkuðum við stigahandriðið með sama lakki en lakkið hentar vel þar sem gerð er krafa um slitþol samhliða fallegri áferð, en efnið flýtur vel saman og gefur góða áferð.

Þið getið séð meira um lakk vinnuna inn á highlights í instagram story undir Lakka hurðir eða farið beint inn á hér.

Þar sem eldhúsið mitt er allt á lengdina og ég er með langa eldhúseyju þá fannst mér ég ekki geta verið með ferkantað langt borðstofuborð við endann.

Þið getið séð færslu um eldhúsið mitt hér. Þegar maður er með svona langa eyju verður það algjör langa vitleysa að setja langt ferkantað borð við endann.

Því ákvað ég að fá mér fallegt stórt hringborð í borðstofuna. Það var ekki hlaupið að því að fá borð sem myndi rúma alla fjölskylduna en við erum 7 í heimili.

Því mætti segja að ég hafi dottið algjörlega í lukkupottinn þegar vinur minn sérsmíðaði borðið fyrir mig og með snúningsdisk upp á sem er algjör snilld.

Þennan fallega kökudisk fékk ég að gjöf frá Myrkstore

Ég viðurkenni að ég átti upprunalega í smá basli með að raða í stofuna og varð alveg blank á tímabili, ég var búin að troða henni smá inn í horn en svo kom góð vinkona í heimsókn.

Þessi yndislega vinkona er Soffía mín í skreytum hús en hún ráðlagði mér að draga stofuna meira fram og færa borðstofuskápinn hinum meginn við sófann.

Það er með ólíkindum hvað þessi tvö litlu smáatriði breyttu miklu, bara ný staðsetning á skáp og færa sófann til um nokkra sentímetra.

Ég var nánast að gefast upp með efri hæðina en við þetta ráð peppaðist ég öll upp og náði að halda svona rækilega áfram og klára í eitt skipti fyrir öll loksins.

Ég held það sé óhætt að segja að ég er ofursátt við útkomuna en ég tók svo margar myndir að ég ætla bara að leyfa þeim að tala sínu máli. Neðst eru svo myndir af rýminu fyrir breytingar.

Forstofan fyrir
Gangurinn, en boginn fyrir ofan stiga var tekinn og hurðaropi lokað, gluggi í stigangi var opnaður.
Báðir bogarnir inn í stofu og borðstofu voru teknir, sem og fataskápur á gangi sem við færðum í fjölskyldu innganginn
Veggurinn milli borðstofu og eldhúss var alveg tekinn og opnað innn í eldhúsið
Stækkuðum þetta gluggaop og settum gler til að hleypa birtu inn í stigaganginn
Núna er arininn meiri miðja alrýmis þar sem bogar og veggur var tekinn niður
Litla forstofuhurðin við hliðina á skáp er nú orðin tvöföld frönsk glerhurð
Hér er búið að opna alveg inn í borðstofu og rífa allt út
Báðir bogarnir farnir
Gangurinn
Hurðarop í forstofu fyrir franska hurð
Séð inn í eldhús
Búið að rífa niður veggi og allt gólfefni farið af
Stofan

Held það sé óhætt að segja að við höfum náð að gera þetta á ansi stuttum tíma með fullri vinnu og fullt hús af börnum, en þetta líka kostaði blóð, svita og tár, en samt líka gaman.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here