Mexíkó kjúklingasalat með kínversku ívafi

höf: maria

-Samstarf-

Fyrir c.a 8 árum síðan var ég vön að fá mér mexíkóskt kjúklingasalat á veitingastað hér í Reykjavík. Salatið er hætt á matseðlinum hjá þeim en ég hef oft gert það sjálf heima og tekist vel til.

það sem er kannski smá sérstakt við þetta salat er að í því eru hráefni sem maður tengir við Mexíkó, allt nema eitt, sem maður myndi frekar tengja við kínverskan mat eða sweet chili sósa frá Blue Dragon.

Ef þið vissuð það ekki þá er alveg merkilega gott að nota hana með nachos og salsa sósu og sýrðum rjóma eða í alls kyns mexíkó mat, en það er akkurat það sem ég og Gabríela dóttir mín gerum ansi oft.

Ég mæli með þessu salati þegar þig langar í eitthvað ferskt og létt og því er það alveg tilvalið í sumar sem hádegismatur eða jafnvel í vinkonuhittinginn.

Hér notaði ég nýja nachoið frá Maarud og það kom vel út enda vel kryddað og gaf salatinu kikk með góða ostabragðinu sínu.

Mexíkóskt kjúklingasalat með kínversku ívafi

-Samstarf- Fyrir c.a 8 árum síðan var ég vön að fá mér mexíkóskt kjúklingasalat á veitingastað hér í Reykjavík. Salatið er hætt… Lítið og létt Mexíkó kjúklingasalat með kínversku ívafi European Prenta
Serves: 2 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1/2 iceberg haus 
 • 1 dl gular baunir
 • 2 kjúklingabringur 
 • 1 dl fetaostur í olíu 
 • 1 dl salsa sósa 
 • 1 dl sýrður rjómi 
 • 1-2 dl Blue Dragon sweet chili sósa 
 • 1 avocado 
 • Nachos eftir smekk 
 • salt, pipar og kjúklingakrydd 

Aðferð

 1. Það er hægt að gera salatið á einn stóran disk eða á sitthvorn diskinn 
 2. Byrjið á að steikja bringurnar þunnt skornar í  bitum upp úr ólífuolíu og saltið piprið og kryddið með ykkar uppáhalds kjúklingakryddi 
 3. Rífið svo þvegið iceberg á disk eða sitthvorn diskinn og setjið nýsteiktar bringurnar ofan á kálið 
 4. Setjið svo gular baunir, avókadó og fetaost yfir og inn á milli kjúklingsins 
 5. Dreifið svo salsasósu yfir allt og setjið sýrðan rjóma inn á milli í doppum 
 6. Hellið svo Sweet chili sósunni yfir að lokum og myljið nacho snakki yfir allt heila klabbið

Punktar

Ég mæli með að þið gerið salatið um leið og á að borða það og best er að gera salat á einn stóran disk eða á hvern disk fyrir sig en ég lagskipti því. Svo er möst að hafa auka sýrðan, salsa sósu og sweet chili sósu á borðinu ef ykkur langar að bæta á salatið.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here