Hollir og góðir míní pizzahálfmánar

höf: maria

-Samstarf-

Krakkarnir mínir elska pizzu, en hvaða barn gerir það svo sem ekki ? Hér er því uppskrift af hálfmánum sem krakkar elska.

Oft finnst mér erfitt að finna til nesti fyrir krakkana og á það til að gera oft það sama aftur og aftur.

Því finnst mér tilvalið að eiga eitthvað svona sniðugt í frystir sem ég get potað í bitaboxið svona spari eins og á föstudögum.

Þessir hálfmánar eru í hollari kantinum, hér notast ég við lífrænt ræktað hráefni frá MUNA sem eins og þið kannski vitið ég elska.

Bæði því það er aðgengilegt og ódýrt fyrir lífrænar hágæða vörur. Hér nota ég spelt og gríska jógúrt í deigið, ofureinfalt og hollt.

Hér er ekkert ger né tími til að hefast og því hægt að útbúa á stuttum tíma, eins og ég segi bara henda í hálfmána.

Fyllinguna hræri ég svo saman í eina skál, en í henni er bara lífræn tómatpúrra, agavesíróp, ostur, krydd og pepperóní.

Það þarf ekkert að flækja þetta neitt meir, en hálfmánarnir eru unnir út frá þessari geggjuðu pizzauppsrift hér og krakkarnir mínir voru sjúkir í þá.

Hollir og góðir míní pizzahálfmánar

-Samstarf- Krakkarnir mínir elska pizzu, en hvaða barn gerir það svo sem ekki ? Hér er því uppskrift af hálfmánum sem krakkar… Lítið og létt Hollir og góðir míní pizzahálfmánar European Prenta
Serves: 22-25 stk Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Deig 

  • 300 gr fínt Spelt frá MUNA 
  • 1 tsk fínt salt 
  • 1 msk vínsteinslyftiduft 
  • 350 gr grísk jógúrt 

Fylling 

  • 3 msk Tómatpúrra frá MUNA 
  • 3 msk heitt vatn 
  • 1/2 tsk fínt salt 
  • 1 msk MUNA agave síróp 
  • 1 tsk þurrkað oregano 
  • 2 dl rifinn mozzarella ostur 
  • 10 sneiðar pepperóní 

Aðferð

Deig 

  1. Blandið saman spelti, salti og vísnteinslyftidufti og hrærið með skeið saman 
  2. Bætið svo jógúrtinni út í og hnoðið í kúlu 
  3. Fletjið svo deigið út í þunnan ferning og skerið út hringi með hringskera eða glasi,  ég notaði hringskera sem var 8 cm í þvermál 
  4. Takið svo allt umframdeig sem verður eftir á milli hringjanna og fletjið það út og skerið fleiri hringi úr því þar til allt deigið er búið
  5. Mér fannst síðan gott að fara aðeins yfir hringina aftur með kökukeflinu til að fá þá aðeins þynnri og ögn stærri 

Fylling 

  1. Byrjið á að sjóða vatn og setja tómatpúrru í stóra skál 
  2. Hellið svo heita vatninu út í tómatpúrruna og hrærið vel saman og bætið svo agave, salti og oregano saman við og hrærið vel saman 
  3. Setjið næst ostinn og klippið pepperóní út í og hrærið öllu vel saman í skálinni 

Samsetning og bakstur 

  1. Stillið ofninn á 190 C°blástur eða 200 C°ef þið eigið ekki blástursofn 
  2. Setjið svo 1 tsk af fyllingu á miðjan deighring og brjótið svo hringinn saman í tvennt og klemmið á endunum annað hvort með puttunum eða getið líka notað gaffal 
  3. Passið að hver hálfmáni sé vel lokaður á endunum svo það leki ekki fyllingin úr
  4. Raðið svo á bökunarplötu með smjörpappa og stingið í ofninn í 12-15 mínútur eða þar til hálfmánarnir eru orðnir fallega gylltir 

Punktar

Ef þið viljið frekar gera pizzasnúða úr þessari uppskrift er það vel hægt líka en ykkar er valið. Mér finnst gott að eiga svona hálfmána í frystir og taka svo bara út eftir þörfum en gott er að stinga þeim í rista vel til að fá þá aftur heita og eins og nýbakaða.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here