Hafraklatta kökur með karamellusúkkulaði sem Alba elskar

höf: maria

-Samstarf-

Þessar hittu alveg í mark þá sérstaklega hjá Ölbu minni sem beið allan daginn eftir að komast heim úr skóla til að fá sér ekki eina heldur nokkrar hafrakökur.

Það er til margt óhollara en þessar kökur en ég reyndi að hafa hráefnið sem hollast með dásamlegu vörunum frá Rapunzel.

Rapunzel er leiðandi framleiðandi á lífrænt ræktuðum vörum. Hráefnið er keypt frá lífrænum bændum í 36 löndum og flutt út til jafn margra landa.

Auk framleiðslu á hágæðavörum stendur Rapunzel fyrir uppbyggingu á þeim landsvæðum sem hráefnið kemur frá og bætir lífskjör þeirra sem þar lifa og starfa.

Mitt allra uppáhald frá Rapuzel eru smyrjurnar þeirra og súkkulaðin en ég nota smyrjurnar mikið eins og út á skyrskál og í bakstur.

Þessir hafraklattar eru afar góðir og í hollari kantinum svo þið getið alveg borðað þá og gefið börnunum ykkar þá án nokkurs samviskubits.

Auk þess þá er afar létt að gera þá og ekkert mál að henda í þegar manni langar í eitthvað gotterí eða til að baka með krökkunum.

Kökurnar eru dásamlega mjúkar en seigar í senn en það er akkutar þannig sem ég vil hafa hafrakökur.

Hafraklatta kökur með karamellusúkkulaði sem Alba elskar

-Samstarf- Þessar hittu alveg í mark þá sérstaklega hjá Ölbu minni sem beið allan daginn eftir að komast heim úr skóla til… Hollusta Hafraklatta kökur með karamellusúkkulaði sem Alba elskar European Prenta
Serves: 16-20 klattar Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 125 gr brætt smjör 
 • 1 krukka möndlu tonka smjör frá Rapunzel 
 • 140 gr hrásykur (ég notaði rapunzel)
 • 100 gr púðursykur
 • 1 egg 
 • 2 eggjarauður 
 • 1 tsk vanilludropar 
 • 120 gr fínt spelt 
 • 1/2 tsk salt 
 • 150 gr hafrar (ekki grófa)
 • 100 gr karamellusúkkulaði frá Rapunzel 

Aðferð

 1. setjið brætt smjörið, tonkasmjörið, sykur, egg, eggjarauður og vanilludropa saman í skál og hrærið vel með sleif 
 2. Bætið næst spelti, höfrum og salti út í og hrærið vel saman 
 3. Skerið karamellusúkkulaðið smátt niður og bætið út í skálina og hrærið létt saman 
 4. Setjið bökunarpappír á plötu og mótið kúlur með ísskeið c.a 2-3 msk ef þið eigið ekki ísskeið og mótið kúlu á stærð við borðtennisbolta, hafið gott bil á milli til að þær leki ekki saman í ofninum 
 5. Bakið við 185 °C blástur í 10-13 mínútur, styttri tímann ef þið viljið hafa þær svona seigar inn að miðju 
 6. Athugið að þegar þær koma úr ofninum gætu þær virst hráar en eru það ekki, þær halda áfram að bakast ofan á plötunni en mikilvægt er að láta þær standa á heitri plötunni í eins og um 10 mín áður en þær eru teknar af 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here