Organic Human engifer og turmerik skot

höf: maria

samstarf-

Hvað er betra en að byrja daginn á hollu og næringarríku engifer eða turmerikskoti sem eykur orku í amstri dagsins ?

Engiferrót inniheldur mjög öflug andoxunarefni sem stuðla að verndun frumna ásamt því að virka sefandi á meltingarveginn og vera bólgueyðandi.

Organic Human orkuskotin eru 100% lífræn og í þeim er ekki að finna nein aukefni, rotvarnarefni, litarefni eða viðbættan sykur. 

Lífrænt engiferskot frá Organic Human fæst í bæði 100ml og 500ml flöskum en ráðlagt er að taka inn 50 ml að morgni eða 1/2 dl á dag.

Túrmerik inniheldur curcumin sem er afar öflugt andoxunarefni sem vinnur á bólgum í líkamanum og örvar líkamann til að framleiða andoxandi ensím.

Þessi blanda af túrmerik, engifer, hafþyrniberjum, appelsínum og eplum er einstaklega öflug blanda með fersku appelsínubragði, og fæst í bæði 100ml og 500ml flöskum.

Mikil vinna fór í að þróa þessi lífrænu orkuskot sem eru hvorki of sterk né súr en þau skilja bæði eftir sig vellíðan og einstakt bragð.

Skotin eru í dökkum glerflöskum sem draga úr áhrifum útfjólublárra geisla og varðveitir alla þá góðu eiginleika sem innihaldið hefur að bera.

Vörurnar eru þróaðar í þeirri trú að uppsprettu jafnvægis og orku sé að finna innra með okkur, þess vegna innihalda þær allar nákvæma blöndu af sérvöldum og lífrænum innihaldsefnum.

Organic Human vörurnar eru góð viðbót við heilbrigðan lífsstíl og fjölbreytt mataræði og get ég heilshugar mælt með þessum bragðgóðu skotum alla morgna.

Ef þið eigið erfitt með að koma skotum í kroppinn má vel nota þau líka í Smoothies sem dæmi.

Organic Human skotin fást meðal annars í Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Heilsuhúsinu og víðar.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here