Ofureinföld Mexíkósúpa

höf: maria

Þessi súpa er núna búin að fylgja mér í heil 8 ár en hana hef ég í matinn örugglega annan hvern mánuð og alltaf slær hún í gegn, líka hjá litlu krökkunum.

Mér finnst bara svo ferlega þægilegt að geta gert eitthvað sem er eins einfalt og þessi súpa sem tekur ekki nema um 20 mínútur að gera og samt svo gott.

Ég hef ýmist kjúkling eða hakk með súpunni og stundum hef ég hana bara alveg kjötlausa, fer bara eftir stuðinu sem við erum í og veðri og vindum.

Hér hins vegar nota ég nautahakk til að bera fram með henni og það klikkar aldrei.

Ofureinföld Mexíkósúpa

Þessi súpa er núna búin að fylgja mér í heil 8 ár en hana hef ég í matinn örugglega annan hvern mánuð… Súpur Ofureinföld Mexíkósúpa European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 pakka af Toro Mexíkósúpu
 • 1 krukku af salsa sósu (þeirri sem ykkur finnst best)
 • 1 gulrót
 • 1/2 rauð papríka
 • 8 dl vatn
 • 2 dl matreiðlsurjómi eða nýmjólk
 • 500 gr nautahakk
 • 1 msk Bezt á nautið
 • 2 tsk cumin (ekki kúmen eins og í kringlum)
 • 1 tsk timian
 • Hýði af einni límónu
 • 1 tsk salt
 • 1/2 tsk cayenne pipar (má sleppa)

Borið fram með:

 • Sýrðum rjóma
 • Avókado
 • Nachos með salti
 • Gulum baunum
 • Rifnum osti
 • Hakkinu

Aðferð

 1. Afhýðið gulrótina og skerið í skífur
 2. Skerið niður papríkuna smátt
 3. Setjið 8 dl af vatni, 2 dl matreiðslurjóma og súpupakkann í pott og kveikið undir
 4. Bætið svo við papríkunni, gulrótinni og salsasósunni og látið byrja að sjóða
 5. Sjóðið í 15 mínútur
 6. Steikið hakkið á meðan á pönnu
 7. Kryddið hakkið með saltinu, Bezt á kryddinu, Cumin, timian, cayenne pipar og raspið límónuberkinum út á
 8. Setjið Avókado smátt skorið, rifinn ost, sýrðan, gular baunir, snakk og hakkið í skálar og berið fram með súpunni
 9. Mér finnst langbest að setja allt þetta út á súpuna og mylja snakkið yfir og hræra létt saman, klikkar ekki !

Auðveld, góð og skemmtileg máltíð

Verði ykkur að góðu

María 

Endilega fylgið mér á Instagram 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here