Kjötlausir tacobátar sem slóu í gegn

höf: maria

-Samstarf-

Ég er að reyna að taka mig á og koma inn með meira úrval af hollum og góðum uppskriftum sem eru kjötlausar. Ég fékk að smakka svo geggjaða vöru sem er forsoðið quinoa frá merki sem kallast Quinola.

Það voru ekkert allir á heimilinu hrifnir af hugmyndinni að sleppa hakkinu í Taco, en ég lét það sem vind um eyru þjóta um leið og ég hafði smakkað þetta quinoa, enda er quinoa stútfullt af próteini.

Mér hefur hins vegar alltaf fundist alveg hundleiðinlegt að sjóða quinoa enda tekur það sinn tíma sem gerir það að verkum að ég sleppi því oft að hafa það.

Þess vegna er þessi nýja vara á markaði algjör snilld þar sem það þarf ekkert að gera nema borða það beint kalt úr pokanum eða hita það í 2 mínútúr í örbanum. Til eru 4 bragðtegundir af þessari snilldarvöru.

Hér er fullt af öðru gúmmelaði fyllt í tacobátana, heimagert guacamole, heimagerð cheddarostasósa, steiktur rauðlaukur með hunangi og balsamik edik svo fátt eitt sé nefnt.

Ég lofa ykkur því að þetta er samt afar einfalt að gera og tekur ekki langan tíma, ekki láta hráefnislistann hræða ykkur þetta er mestmegnis grænmeti og baunir og þið bara verðið að prófa.

Eins og ég sagði ykkur lagðist það ekki vel í sumt heimilisfólkið að hafa kjötlaust taco en þegar ég var búin að útbúa það, og þau borðuðu non stop af þessu vissi ég að þetta væri negla.

Því get ég ekki annað en hvatt ykkur til að prófa og ég lofa þetta er ekki vesen að útbúa né tímafrekt, algjörlega þvert á móti.

Ef þið nennið ekki að gera ostasósu og guacamole frá grunni þá er líka bara í góðu lagi að kaupa það tilbúið, en alls ekki sleppa að gera rauðlaukinn því hann gerir svoooo mikið.

Kjötlausir tacobátar sem slóu í gegn

-Samstarf- Ég er að reyna að taka mig á og koma inn með meira úrval af hollum og góðum uppskriftum sem eru… Lítið og létt Kjötlausir tacobátar sem slóu í gegn European Prenta
Serves: 6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Sætur rauðlaukur með balsamikediki og hunangi

 • 2 rauðlaukar 
 • 15 gr smjör 
 • 1 msk balsamikedik
 • 1 msk hunang
 • 1/2 tsk fínt borðsalt

Guacamole 

 • 1 stórt eða 2 lítil avócado
 • 1 rauðan ferskan belgpipar
 • salt og pipar
 • limesafa ef vill
 • 100 gr sýrður rjómi með graslauk 

Cheddarostarsósa 

 • 30 gr ósaltað smjör
 • 25 gr hveiti
 • 1 bolli nýmjólk
 • 1 bolli cheddarostur rifinn
 • 1/2 msk chilisósa, ég notaði Sriracha sósu
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • Nóg af salti og ögn af pipar
 • 1/2 rauðan belgpipar ef vill en má sleppa 

Tacoið sjálft 

 • 2 pakkar af mjúkum tacobátum 
 • 1 box piccolo tómatar
 • 1/2 gúrka 
 • 1/2 haus kínakál það er langbesta kálið í þetta 
 • 1 box sýrður rjómi með graslauk eða með habanero 
 • 1 poki forsoðið quinoa með mexíkóbragði frá Quinola
 • 1 dós gular baunir 
 • salsa sósa að eigin vali 
 • svartar baunir í dós og skola í sigti 
 • jalapaeno í krukku 
 • ferskt kóríander 
 • 1 dós sýrður rjómi með graslauk eða habanero 

Aðferð

Sætur rauðlaukur með balsamikedik og hunangi

 1. Skerið laukinn í langar ræmur 
 2. Bræðið smjörið á pönnu 
 3. Steikið laukinn á pönnu við vægan hita svo hann soðni meira og verði mjúkur og saltið létt yfir 
 4. Bætið við hunanginu og balsamikedikinu þar til allt er orðið mjúkt 

Guacamole 

 1. Skerið belgpiparinn í tvennt og fræhreinsið ef þið viljið ekki loga í munninum.Skerið hann svo næst í örsmáa bita
 2. Stappið avócadóið með gaffli en mér finnst það ekki þurfa að vera alveg maukað, finnst gott að hafa það gróft
 3. Hrærið næst þessu tvennu saman og saltið og piprið eftir smekk
 4. Setjið nokkra dropa af limesafa ef vill og hrærið öllu saman með sýrða rjómanum 

Cheddarostarsósa 

 1. Bræðið smjörið í potti yfir miðlungshita. Sáldrið svo hveitinu yfir og hrærið stöðugt í þar til verður þykkt í c.a 1-2 mínútur.
 2. Bætið svo smátt og smátt mjólkinnni við í pottinn og hrærið stöðugt í á meðan þar til blandan verður þykk, u.þ.b 5 mínútur. Ætti að vera frekar þykk en samt hræranleg
 3. Bætið nú rifna cheddar ostinum í og hrærið stöðugt þar til hann er alveg bráðnaður. Bætið þá í chilisósunni og cayenne piparnum.
 4. Smakkið til og bætið við vel af salti og ögn af pipar og rauða belgpiparnum ef þið notið hann. 
 5. Sósan þykknar síðan mjög við að kólna en hana er hægt að hita svo upp í potti eða örbylgju

Samsetning á tacoinu

 1. Hitið tacobátana í ofni eftir leiðbeiningum 
 2. Skerið niður kínakál, tómata og gúrku 
 3. Setjið allar sósur í skál og skolið baunir í sigti 
 4. Fyllið svo hvern bát með káli, tómötum, gúrku, baunum, jalapeno, salsa sósu,ostasósu og guacamole
 5. Ekki gleyma rauðlauknum 
 6. Setjið quionoa og sýrðan rjóma 
 7. Og fyrir þá sem elska kóríander um að gera að nota það

Punktar

Ég mæli með að þið notið allt sem ég gef upp á tacoið því þessi samsetning var alveg ofboðslega góð. Ef þið nennið ekki að gera guacamole og ostasósu frá grunni er vel hægt að kaupa það tilbúið í krukkum.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Laufey February 1, 2023 - 9:36 am

Hvar er hægt að kaupa þetta forsoðna kíóna með bragði?

Svara
maria February 2, 2023 - 1:05 pm

Hæ Layfey

á sínum tíma var þetta alltaf til bæði í Krónunni og Bónus sem og víðar, veit ekki hvort þetta sé hreinlega hætt yfir höfuð eða fáist mögulega bara í Krónunni núna 🙂

kv María

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here