-Samstarf-
Mér finnst svo gott að eiga til í frystir eitthvað til að grípa í með kaffibollanum og sem er ekki alveg meinóhollt.
Þessir orkuboltar eru akkurat þannig, hollir, metttandi, mátulega sætir og trefjaríkir í senn.
Hér þarf ekki ótal hráefni til verksins, bara nokkur góð hráefni sem seðja og næra.
Orkuboltarnir eru mjög mettandi enda með hollri fitu og trefjum. Þeir koma manni vel af stað þegar blóðsykurinn er farinn að falla og kalla á óhollustu.
Ég notaði dásamlega So vegan So Nice smyrju sem er ný á markaðinum og sem ég er alveg með á heilanum þessa dagana.
Fyrir utan að nota smyrjuna í þessa orkubolta nota ég hana líka ofan á bananapönnsurnar mínar, á skyrskálina mína og stundum stelst ég bara í hana tóma.
Mér finnst hún líkjast hvítu kókóssúkkulaði og krakkarnir mínir elska hana líka.
Þessa orkubolta er afar einfalt að gera og eru dásamlegir þegar sætindaþörfin læðist að manni, auk þess er þetta góður valkostur fyrir börnin.
Hráefni
- 1,5 dl haframjöl (ekki tröllahafrar)
- 1 dl So Vegan So Fine kókóssmyrja
- 1/2 dl agavesíróp
- 1 tsk vanilludropar
- 1 dl möndlumjöl
- 1/2 dl kókóksmjöl og smá meira svo til að velta upp úr
- klípa af grófu salti
Aðferð
- Ég byrja á að setja haframjöl í matvinnsluvél eða blandara og mala það smátt
- Næst set ég restina af innihaldsefnum saman við haframjölið í blandaranum eða matvinnsluvélinni
- Hafið í gangi þar til allt er vel blandað saman og klístrast saman, forðist samt að hafa allt of lengi í gangi þá verður þetta að olíu
- Takið nú maukið úr vélinni og formið 18 kúlur c.a á stærð við litla skopparabolta
- Veltið að lokum upp úr kókósmjöli og kælið áður en borið er fram
- Mér finnst best að eiga þessa bolta/kúlur í frystir og taka mér svo einn og einn út og láta standa í eins og 5 mínútur á borði
Verði ykkur að góðu
María