Einfalt og ferskt fiski taco með Jalapenjó-avocado majósósu

höf: maria

-Samstarf-

Hér er afar einfalt en svo ofsalega gott fiski taco að þið eiginlega verðið að prófa.

Það þarf ekki mikið af hráefnum en hér geri ég sérstaka kryddblöndu á fiskinn sem er samansett úr kryddum sem flestir eiga til inní skáp.

Ég lofa að þetta er svo einfalt að gera og tekur ekki nema stutta stund og eiginlega eina sem maður þarf að hafa eitthvað smá fyrir er að steikja fiskinn.

Hér er sósan aðalmálið en hún gerir þetta taco alveg sérstaklega Gourmet gott og spicy. Uppistaðan í henni er avókadó, majónes og jalapenjó Tabasco sósa.

Það kom mér virkilega á óvart að matvanda dóttir mín alveg elskaði þetta taco og sagði það vera veitingarstaðagæði nema bara betra.

Ég á allavega klárlega eftir að gera þessa uppskrift aftur og mæli með að þið prófið ! Það mun koma ykkur á óvart hversu gott er að hafa fisk í taco.

Auk þess er þetta taco afar ferskt en þar leikur limebörkurinn sterkt hlutverk en hann raspa ég út í salatið.

Einfalt og ferskt fiski taco með Jalapenjó-avocado majó

-Samstarf- Hér er afar einfalt en svo ofsalega gott fiski taco að þið eiginlega verðið að prófa. Það þarf ekki mikið af… Aðalréttir Einfalt og ferskt fiski taco með Jalapenjó-avocado majósósu European Prenta
Serves: 3-4 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Hrásalatið

  • 90 gr smátt skorið kínakál 
  • 100 gr smátt skorið rauðkál 
  • 140 gr smátt skornir smátómatar 
  • 1 smátt skorið avókadó 
  • 70 gr smátt skorinn rauðlaukur 
  • 2 tsk sykur 
  • Raspaður börkur af einu lime 
  • 4 tsk nýkreistur limesafi 

Jalapenjó-avocado majó

  • 1-2 stk marin hvítlauksrif 
  • 1 dl majónes (ég notaði Heinz en mér finnst það besta majónesið í svona sósur)
  • 1/2 þroskað avókadó 
  • 25 dropar Tabasco sósa með jalapenjóbragði 

Kryddhjúpur á fiskinn 

  • 1 tsk hvítlauksduft (garlic powder, ath ekki hvítlaukssalt)
  • 1 tsk laukduft (onion powder)
  • 1,5 tsk fínt borðsalt (ath hafið það fínt salt ekki gróft)
  • 1 tsk cumin (ekki Kúmen eins og í kringlum) 
  • 1 tsk sykur 
  • 1 tsk paprikuduft 
  • 1 tsk timian þurrkað 
  • 2 egg 
  • 1 dl hveiti eða jafnvel ögn meira 

Annað 

  • 350 gr hvítur fiskur en ég notaði ýsu 
  • 1-2 pakkar mjúkar taco kökur en mér finnst Mission street tacos vera þær allra bestu 
  • Sriracha sósa en mér finnst frá merkinu Tabasco vera best 
  • 1 líter af grænmetisolíu eða sólblómaolíu eða canolaolíu 

Aðferð

Hrásalatið

  1. Skerið kálið í mjóar lengjur og restina af grænmetinu mjög smátt og setjið saman í eina skál 
  2. Raspið lime börkinn út á og bætið við sykrinum og limesafanum
  3. hrærið öllu vel saman 

Jalapenjó-avocado majó

  1. Merjið hvítlauk út í blandara og bætið restinni af innihaldi sósunnar út í 
  2. Blandið í blandara þar til verður að silkimjúkri kjekkjalausri sósu 

Kryddhjúpur á fiskinn 

  1. Blandið öllum kryddunum saman í litla skál 
  2. Brjótið næst 2 egg á djúpan disk og bætið kryddunum útí og hrærið vel saman með gaffli eða písk þar til kryddið er vel blandað saman við egginn 
  3. Setjið svo hveiti á annan disk 
  4. Þerrið fiskinn á eldhúspappír svo mesti rakinn fari úr honum og skerið hann svo í litla ferninga á stærð við stóran tening 
  5. Hitið alla olíuna á pönnu og veltið fiskinum upp úr hveiti og hristið allt umframhveiti af 
  6. Veltið svo beint upp úr egginu og setjið út í heita olíuna þar til bitarnir verða fallega gylltir 
  7. Setjið svo bitana á disk með elhúspappír á til að umframolía fari af
  8. Svo er bara að setja salat á taco köku, fiskinn ofan á og sósurnar yfir og njóta 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here