Alvöru eldbakaðar Napoletana Pizzur eins og þær gerast bestar

höf: maria

-Samstarf-

Ég viðurkenni að ég var ekki mikil pizza kona þar til fyrir stuttu síðan. Málið er að mér finnst þessar hefðbundnu heimsendu pizzur alls ekki svo góðar.

Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum mánuðum síðan að ég fékk mér Flatey pizzu í fyrsta sinn sem að opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér.

Ég bara varð ástfangin og þar sem ég er búin að kaupa svo margar Flatey pizzur fannst mér ekki annað hægt en að reyna að mastera þær sjálf og gera heima.

Ég er að segja ykkur það að þessi tilraun mín heppnaðist fullkomlega og ekki bara það heldur vilja heimilismenn meina að mín sé meira að segja enn betri.

Þessi pizza er hin svokallaða Napoletana pizza með hlébarðamynstri þar sem að botninn er mjúkur og stökkur í senn og endarnir bólgnir.

Til að gera ekta Napoletana pizzu þarf að hafa nokkur atriði í huga, það þarf að nota ferskan Mozzarella eins og buffalo mozzarella, og San Marzano tómata í sósuna.

Í botninn eru aðeins notuð 4 hráefni, eða hveiti, salt, pínu ponsu ferskt ger og vatn. Ekki halda að þetta sé flókið því þetta er auðveldara en ykkur getur nokkurn tímann grunað.

Í Napoletana pizzur er alltaf notað sérstakt hveiti sem kallast typo 00. Ég nota frá Polselli en ég fékk mitt í Fjarðarkaup sem og San Marzano tómatana og buffalo Mozzarella ostinn.

Til þess að pizzan heppnist upp á 100 er skylda að nota Typo 00 hveiti !!! Hér þurfið þið líka að fara eftir einu og öllu í þessari uppskrift hvað varðar innhaldsefni og tækni.

Ég set hér fyrir neðan kennslumyndband sem þið getið líka fundið á instagram hjá mér undir IGTV, en ég mæli með að þið gefið ykkur tíma til að horfa á það og mastera þetta eins og pro.

Pizzaofnar.is

Ég var svo ótrúlega heppin að fá pizzaofn að gjöf frá Pizzaofnar.is og ég er að segja ykkur það að ef þið elskið að gera föstudagspizzur þá mun svona ofn margborga sig upp og opna alveg nýja vídd fyrir ykkur !

Ég fékk ofn sem kallast Ooni Koda og er gasofn. Ofninn er fisléttur og plásslítill, og það tekur ekki nema um 1 mínútu fyrir hverja pizzu að bakast í honum.

Hjá Pizzaofnar.is fáið þið líka allt sem þarf í verkið, eins og spaða, pizzaskera og fleira, en fyrir utan að sérhæfa sig í pizzaofnum eru þeir með landsins mesta úrval af vörum fyrir pizzabaksturinn.

Pizzaofnar.is bjóða upp á persónulega þjónustu en þeir afgreiða pantanir samdægurs og geta sent beint heim. Hægt er að panta ofn og greiða við afhendingu án allra skuldbindinga.

Ef þið væruð einhvera hluta vegna ekki sátt við ofninn er hægt að skila honum aftur án nokkura spurninga né vesens. Ég lofa þið munið aldrei láta svona ofn frá ykkur.

Svona lítur fullkomin bökun út þegar horft er innan í skorpuna en hún á að vera götótt og teygjanleg eins og súrdeig

Með pizzaofninum náið þið fallega hlébarðamynstrinu eins og er á eldbökuðum pizzum og hinni fullkomnu skorpu. En ég ætla líka að kenna ykkur að gera svona pizzu í bakaraofni með pizzastein eða pizzu grind.

Pizzurnar þrjár

Hér geri ég með ykkur 3 tegundir af Pizzu; hefðbundna Napolenska margaritu sem er sú besta sem ég hef smakkað.

Replica af hvítlauksbrauðinu frá Flatey sem ég er nánast búin að lifa á og kaupa mér eins og 2-3 í viku.

Og replica af Umberto pizzunni frá Flatey sem er mín uppáhalds Flatey pizza og fullkomin blanda af söltu og sætu.

Ég hefði ekki trúað að það væri eins auðvelt að gera pizzu heima sem smakkast eins og á besta veitingastað. Þar sem uppskriftin gefur af sér 6 pizza kúlur mæli ég með að þið prófið að gera þær allar þrjár.

GÓÐ PIZZA GERIR LÍFIÐ BETRA

Alvöru eldbakaðar Napoletana Pizzur eins og þær gerast bestar

-Samstarf- Ég viðurkenni að ég var ekki mikil pizza kona þar til fyrir stuttu síðan. Málið er að mér finnst þessar hefðbundnu… Aðalréttir Alvöru eldbakaðar Napoletana Pizzur eins og þær gerast bestar European Prenta
Serves: 6 pizzur
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

ATHUGIÐ: Til að útkoman lukkist sem best bið ég ykkur um að fara eftir einu og öllu í uppskriftinni aðferð og tækni. Éghvet ykkur til að horfa á videoið sem fylgir hér með að ofan. Notið fínt salt þegar ég bið um fínt salt og gróft salt þar sem ég bið um gróft salt til að bragðið verði nákvæmlega eins og það á að vera

Pizzadeigið 

(gerir 6 pizzakúlur, miðið við eina kúlu á mann)

 • 600 ml af vatni við stofuhita 
 • 1 kg upp á gramm af Polselli hveiti typo 00 í rauða pakkanum (Sölustaðir eru hér að neðan)
 • 30 gr eða 5 tsk fínt borðsalt 
 • 2 gr af pressugeri (fæst í mjólkurkæli í Hagkaup og Fjarðarkaup sem dæmi og víðar), ef þið getið engan vegin fundið pressuger, eða ferskt ger eins og það kallast, notið þá 1 gr af þurrgeri alls ekki meira né minna, en notið alltaf pressuger ef þið getið nálgast það

Pizzasósa 

(Passar á 6 pizzur)

 • 1dós af pommodoro San Marzano (ég fékk mína í Fjarðarkaup og þeir eru frá merkinu Mutti sjá á mynd ofar í færslunni)
 • 1 tsk fínt salt (ekki nota gróft)

Replica af Flatey hvítlauksbrauði 

 • 1 pizzakúla 
 • þunnt skorin hvítlauksrif 
 • Ferskur mozzarella 
 • Ferskt rósmarín
 • Extra Virgin ólífuolía 
 • Gróft salt (ég notaði frá UMAMI en það er mitt uppáhalds grófa salt) 

Replica af Flatey Umberto Pizzu 

 • 1 pizzakúla 
 • San Marzano pizzasósa 
 • Ferskur Buffalo mozzarella (megið líka nota þennan hefðbundna ferska en ég fæ Buffalo í Fjarðarkaup og Hagkaup)
 • Pepperoni 
 • Smátt skornar döðlur 
 • Mascarpone ostur 
 • Fersk basilica 

Ekta Napolensk margarita sú allra besta 

 • 1 Pizzakúla 
 • San Marzano pizzasósa 
 • Ferskur Buffalo mozzarella (megið líka nota þennan hefðbundna ferska )
 • Smátt skornir smátómatar, mér finnst piccolo bestir 
 • Extra virgin ólífuolía 
 • Þurrkað oregano 
 • Fersk baslilika 

Aðferð

ATHUGIÐ:

 • Hægt er að gera deigið bæði í hrærivél eða með höndunum, mér finnst betra að nota handaflið, en ef þið gerið það í hrærivél er gott að gera það alveg eins og í höndunum þ.e í sömu röð en þegar það er ekki alveg fullhnoðað er gott að taka það úr vélinni og klára að hnoða það með höndunum
 • Á Napoletana pizzum þarf að passa að hafa ekki of mikið af álegginu og sósunni þar sem botninn er mjög þunnur og gæti því orðið of blautur, hér gildir reglan minna er meira og passið því að setja bara temmilega á pizzurnar og frekar í minni kantinum
 • Hafið allt álegg sem fer á pizzurnar við stofuhita en ekki beint úr ísskáp 

Í bakaraofni

 • Ef þið eigið ekki pizzaofn þá mæli ég með að þið hitið ofninn ykkar á allra hæstu stillingu í 15 mínútur og hafið annað hvort pizzastein, pizzabakka eða bökunarplötuna inn í ofninum allan tímann svo það sé sjóðandi heitt þegar pizzan er sett á það 
 • Farið varlega að brenna ykkur ekki 
 • Setjið deigið á hvað sem þið notið af þessu sjóðandi heitt og setjið fyrst sósuna á 
 • Bakið bara með sósunni á í 5 mínútur svo kantarnir bólgni og botninn bakist, takið hana svo út og setjið rest af álegginu á pizzuna
 • Breytið stillingunni á ofninum ykkar nú yfir í grill og stingið henni aftur inn í heitan ofninn í 2 mínútur neðatlega í  ofninum eða fyrir miðju
 • Ef pizzan er ekki alveg til eftir þessar 2 mínútur og er meira bökuð öðrum megin snúið henni þá og leyfið henni að vera í ofninum þar til þið sjáið að hún er tilbúin 

Í OONI pizzaofni 

 • Ef þið notið pizzaofn eins og minn þá er mikilvægt að setja nóg af hveiti undir botninn þegar þið eruð búin að fletja hann út eða rétt áður en hann er settur upp á spaðann og áður en álegg er sett á hann 
 • Þetta er gert svo pizzan renni af spaðanum inn í ofninn, setjið hveitið undir og álegg strax ofan á og svo beint upp á spaðann og farið með pizzuna strax út í ofninn.  Passið að láta hana ekki liggja á spaðanum lengi áður en hún er sett inn í ofn
 • Ef þið notið pizzaofn þá er mikilvægt að taka pizzuna út þegar henni er snúið með snúningsspaðanum og snúa henni ofan á spaðanum með höndunum. Það er gert svo þið séuð ekki að nudda botninn upp úr ösku sem liggur á steininum
 • Þegar þið takið hana út til að snúa, ekki þá lyfta henni upp af steininum heldur hafið spaðann allan tímann liggjandi ofan á steininum þegar þið dragið hana út og ýtið henni inn 
 • Best er að sjá hvenær á að snúa henni með því að horfa á skorpuna, þegar hún byrjar að bólgna út er tími til að snúa henni eða eftir c.a 10-15 sekúndur 
 • Ég verð að segja að það er hálfgert möst að eiga svona ofn ef þú ert mikið pizza fan

Pizzadeigið 

 1. Byrjið á að setja vatn við stofuhita og salt í skál og hræra vel saman (mikilvægt í þessari röð til að menga ekki gerið með saltinu)
 2. Setjið næst 10 % af hveitinu eða 100 gr saman við og hrærið þar til verður eins og þunnt pönnukökudeig 
 3. Þegar það er komið setjið þá gerið út í og hrærið þar til það er leyst upp í deiginu
 4. Setjið svo restina af hveitinu út í smátt og smátt svo deigið geti drukkið í sig sem mest af vatninu 
 5. Hnoðið vel saman og gerið eina stóra kúlu
 6.  Til að vita hvort að deigið sé fullhnoðað er gott að ýta í það einum putta og ef það skoppar til baka þá er það tilbúið til hefunar
 7. Látið nú hefast við stofuhita í 2 klst undir röku stykki eða undir filmuplasti með stykki yfir 
 8. Þegar deigið hefur hefast í 2 klst er það tekið og skipt niður í 6 parta til að gera kúlur úr, um c.a 260-280 gr hver kúla (vigtið það)
 9. Mótið kúlur úr hverjum parti og setjið í loftþétt box, ef þið hafið margar kúlur saman í boxi passið þá að hafa gott bil á milli (ekki nota neitt meira hveiti til að móta kúlurnar þess þarf ekki)
 10. Látið nú hefast í 24 klst helst við 16-18 °C hitastig (t.d kældan bílskúr eða bara við stofuhita en helst ekki á mjög heitum stað)
 11. Fletjið svo deigið út þegar það er til en það er stranglega bannað að nota hér kökukefli því þá takið þið allt loft úr því og fáið flatan harðan botn
 12. Ég mæli með að þið horfið á myndbandið hér en á tíundu mínútu sýni ég hvernig ég flet út og teygi deigið 
 13. Setjið svo sósu og álegg á pizzuna og passið að setja ekki sósu á kantana því þá bólgna þeir ekki út
 14. Bakið með þeirri aðferð sem ég gef upp hér að ofan eftir því hvort þið notið bakaraofn eða OONI pizzaofn 

Pizzasósa 

 1. Setjið salt og tómata í blandara 
 2. Kveikið á blandaranum bara í eina sekúndu alls ekki lengur, bara rétt kveikja og slökkva strax . Við viljum alls ekki mauka þá alveg í drasl 
 3. Sósan á að vera vel sölt og notið því allt saltmagnið sem ég gef upp og mikilvægt að nota fínt salt 

Replica af Flatey hvítlauksbrauði 

 1. Skerið hvítlauk í þunna bita 
 2. Rífið nálar af ferska rósmaríninu 
 3. Fletjið út eina pizzakúlu og setjið ferskan ostinn á hana (ekki samt of mikið bara jafnt yfir) 
 4. Hellið svo ólífuolíu í mjórri bunu yfir allan ostinn 
 5. stráið svo rósmarín nálum yfir en ekki of margar bara hér og þar 
 6. Saltið svo að lokum yfir allt með grófu salti en ég mæli með saltinu frá UMAMI 
 7. (ef þið bakið í ofni er það gert alveg eins og ég segi hér að ofan með pizzuna, nema botninn er sósulaus í þessar fyrstu  5 mínutur áður en áleggið er sett á það og svo baka aftur á hæsta hita í 2 mínútu undir grilli með álegginu) 
 8. Ef þið notið pizzaofn eins og minn er allt sett á pizzuna og bakað saman (sem sagt botn ekki forbakaður)

Replica af Flatey Umberto Pizzu 

 1. Fletjið eina kúlu út og setjið á hana þunnt lag af sósu 
 2. Setjið svo ferskan Mozzarella, pepperoni, smátt skornar döðlur og mascarpone ost á hana 
 3. Dreifið svo nokkrum blöðum af ferskri basiliku yfir og bakið eftir leiðbeiningum hér að ofan 

Ekta Napolensk margarita sú allra besta 

 1. Fletjið eina pizzakúlu út og setjið á hana þunnt lag af sósu 
 2. Setjið svo þurrkað oregano, olífuolíu  og smátt skorna smátómata og nokkur basiliku lauf 
 3. Bakið nú eftir leiðbeiningum 
 4. Þegar pizzan kemur úr ofninum er Buffalo mozzarella settur á hana sjóðandi heita 
 5. Dreitlið svo meiri ólífuolíu yfir ostinn og nokkrum basil laufum að lokum 

 

Punktar

Hveitið sem ég notaði fæst í Melabúðinni, Stórkaup, Fjarðarkaup, Hlíðarkaup, Pétursbúð, Þín verslun Kassinn , Smáalind, Hamóna, Sandholt, Lindabakarí, Nesbrauð, Kallabakarí, Sesam brauðhús og GK Bakarí. San Marzano dósatómatana fékk í Fjarðarkaup sem og Buffalo mozzarella ostinn en hann fæst einnig í Hagkaup. UMAMI saltið fæst svo í Hagkaup, Krónunni og Melabúðinni.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

2 Athugasemdir

Aðalheiður Árnadóttir August 13, 2021 - 8:02 am

Hæ, alltaf jafn góðar uppskriftirnar þínar 🙂 Ein spurning, mér finnst eitthvað svo skrítið þetta með 1 GR þurrger, bara brotabrot af pakkningunni, en þetta virðist vera alls staðar í alvöru pizza uppskriftum. Getur þú útskýrt?

Svara
maria August 13, 2021 - 10:39 pm

Hæ hæ

já þetta er held ég bara til að gefa deiginu smá boost til að hefast, því með því að leyfa því að standa við visst hitastig í svona langan tíma eða minnst 24 kslt verður það eins og súrdeig og nær að nýta gerið betur líklegast en ég er bara að segja það sem mér finnst vera rökréttast en þekki ekki alveg fræðin á bakvið það samt 🙂 Gæti kannski bara verið að bulla

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here