Dýrindis Hjónabandssæla

höf: maria

Hjónabandssæla er eitt af því sem minnir mig svo mikið á haustin.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_1295-683x1024.jpg

Eflaust vegna þess að þá er oft margir búnir að gera rabbabarasultu úr uppskeru sumarsins.

Vinur sonar míns kom hérna um daginn færandi hendi með dýrðlega rabbabarasultu sem þau höfðu verið að gera.

Strax fékk ég þá hugmynd að gera úr henni hjónabandssælu.

Mig langaði að gera mína eigin útgáfu sem væri bæði ofurauðveld og ofsa góð.

Hjónabandssælan er með rökum þéttum botni, nóg af sultu á milli og stökkri mylsnu ofan á.

Og svo auðveld að gera, alveg eins og ég vil hafa það.

Held að markmiðið hafi náðst.

Þið getið notað hvaða rabbarbarasultu sem er, bara þá sem ykkur finnst best, ef þið gerið ekki ykkar eigin.

Dýrindis Hjónabandssæla

Hjónabandssæla er eitt af því sem minnir mig svo mikið á haustin. Eflaust vegna þess að þá er oft margir búnir að… Bakstur Dýrindis Hjónabandssæla European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 4 dl tröllahafrar
  • 3 dl fínt spelt eða hveiti
  • 1 dl hrásykur
  • 2 dl púðursykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk fínt borðsalt
  • 190 gr Smjör
  • 1 egg
  • 400 gr rabbabarasulta
  • 2-3 tsk Hrásykur til að dreifa yfir fyrir bakstur

Aðferð

  1. Skerið kalt smjör í teninga og setjið með öllum hráefnunum nema egginu saman í matvinnsluvél eða blandara og hrærið þar til er orðið að grófri mylsnu
  2. Bætið þá egginu útí og ýtið nokkrum sinnum á pulse takkann þar til allt er svona frekar gróf mylsna
  3. Smyrjið eldfast mót að innan með smjöri og þjappið helmingnum af deiginu á botninn með því að nota puttana til þess
  4. Smyrjið svo sultuni jafnt yfir allan botninn
  5. Takið svo restina af deiginu og myljið það jafnt yfir sultuna og dreifið eins og 2-3 tsk af hrásykri jafnt í þunnu lagi yfir allt (gefur toppnum stökkleika)
  6. Bakið á 190 C°blæstri 30-40 mínútur, fylgist vel með kökunni eftir svona 30 mín og ef hún er fallega gyllinbrún er hún til. Ef ekki hafið hana þá í 5-10 mín lengur 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here