Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrju

höf: maria

-Samstarf-

Eins og þið sem hafið lesið bloggið mitt áður eflaust vitið þá elska ég Churros, og er ég með nokkrar uppskriftir af því hér á síðunni minni.

Churros er afar einfalt að gera en það er ekki svo ólíkt vatsnsdeigsbolludeigi sem er síðan sprautað í ræmur og djúpsteikt.

Það eru til margar tegundir af churros, fyllt með súkkulaði eða vanillubúðing, súkkulaðihúðað, tómt eða oft velt uppúr sykri jafnvel kanilsykri.

Hið hefðbundna churros er yfirleitt borðað án eða með sykri og nær alltaf dýft í þykkt kakó sem líkist kakósúpu eða með súkkulaðismyrju eins og Nusica

Djúpsteiking getur hins vegar fælt marga frá og því tók ég til þess ráðs að blanda saman French Toast og Churros og því bara hefðbundin steiking á pönnu.

Útkoman er dásamleg, ég meina hvað getur klikkað þegar Churros og French Toast eignast afkvæmi ? Akkurat ekki neitt.

Brauðið tekur enga stund að gera og er þetta alveg tilvalið fyrir krakka jafnt sem fullorðna sem dögurður (brunch) eða bara þess vegna með kaffinu.

Ég held ég geti meira að segja gengið svo langt að segja að 10 ára krakkar og eldri geti auðveldlega gert þetta sjálf.

Það sem best er, er að hér þarf ekki trilljón hráefni né flókna aðferð og ætti því hver sem er að geta gert þetta.

Ég mæli með að þú prófir og ég lofa að þetta er eitthvað sem þú munt koma til með að gera aftur og aftur, janvel ganga frá kynslóð til kynslóðar.

Ef þið viljið fylgja mér á Instagram farið þá inn hér og ýtið á follow.

Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrju

-Samstarf- Eins og þið sem hafið lesið bloggið mitt áður eflaust vitið þá elska ég Churros, og er ég með nokkrar uppskriftir… Sætt Churros morgunverðarbrauð með kanilsykri og súkkulaðismyrju European Prenta
Serves: Reykna með 2 samlokum á mann Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Hér eru engin hlutföll sem gilda bara hráefnin sem þarf til. Reiknið með eins og 2-3 samlokum á mann. 

 • Hvítt samlokubrauð (2 sneiðar í hverja samloku)
 • Nusica súkkulaðismyrja 
 • Egg 
 • salt 
 • Smjör til steikingar 
 • Kanilsykur til að velta upp úr 

Aðferð

 1. Skerið hverja brauðsneið í hringi með glasi eða hringskera
 2. Smyrjið svo rausnarlegu lagi af Nusica á eina brauðsneið og lokið með annari 
 3. Gerið þetta þar til þið eruð komin með eins og 2-3 samlokur á mann 
 4. Brjótið svo egg á djúpan disk og saltið og hitið smjör á pönnu, betra að hafa meira smjör en minna 
 5. Hrærið upp eggið á disknum og veltið svo hverri samloku báðum megin upp úr egginu og setjið beint á heita pönnuna með smjörinu á
 6. Þegar brauðið er orðið vel brúnað takið það þá af pönnuni og veltið beint upp úr kanilsykri 
 7. Setjið Nusica smyrju í skál og hitið í örbylgjuofni í eins og  30 sekúndur eða þar til hún er orðin mjúk og auðvelt að dýfa ofan í
 8. Berið brauðið heitt fram með Nusica smyrjunni til að dýfa ofan í

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

3 Athugasemdir

Maria January 13, 2023 - 6:12 pm

Sæl, mà nota Nutella ì stađinn fyrir Nusica ì churros?

Svara
Maria January 14, 2023 - 5:08 pm

Er ì lagi ađ nota Nutella?

Svara
maria January 16, 2023 - 2:21 pm

Já í besta lagi eða bara hvaða súkkulaðismyrju sem er 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here