höf: gae

Nafnið Paz er dregið af ömmu minni frá Spáni. Amma Paz var listakokkur og var alltaf fallegt í kringum hana. Hún var og er ein af mínum fyrirmyndum í lífinu og fannst mér því tilvalið að skýra bloggið mitt eftir henni.

Paz þýðir friður á spænsku.

Sjálf heiti ég María Gomez og er andlitið á bakvið Paz.

Ég er þriggja barna móðir, menntuð í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á að fegra heimili mín og elda góðan mat. 

Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og tek flestar mínar myndir sjálf.

Eins og nafn mitt gefur til kynna er ég hálfur Spánverji. 

Ég er búsett í litlu fjallaþorpi í Andalúsíu, í Sierra Nevada fjöllunum. Þar bý ég með börnunum mínum þremur.

Spænska lífið á vel við okkur, enda hefur spænskt líf og menning alltaf átt sérstakan stað í hjarta okkar, þar sem við eigum rætur þangað að rekja. 


Því mun spænsk menning  endurspeglast í mörgu sem ég skrifa um hér á bloggsíðuni minni, allt frá innanhússhönnun og uppskriftum og brotum úr lífinu mínu í sólinni.

Fyrir ykkur sem kunnið að meta fegurð, hlýleg heimili og smá sól í hversdagsleikanum þá er Paz rétti staðurinn fyrir ykkur.

Með kærleik

Amma Paz