Skrautlistar sem gjörbreyta ásýnd heimilins

höf: maria

-Ekki kostað samstarf-

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_3050-665x1024.png

Þegar við fluttum í húsið okkar, í maí 2020, vorum við búin að ákveða að setja upp bæði skrautlista í loftin, og vegglista á veggina.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_3130-683x1024.jpg

Eftir erfiðar framkvæmdir, á stuttum tíma, vorum við ansi buguð. Við komustum ekki lengra en með að setja upp loftlistana. Restin sat svo út í bílskúr í 2 ár !!

Á meðan við vorum að safna kröftum gerðum við tímabundinn gallerývegg í stofunni, sem truflaði mig alltaf. Myndirnar drógu augað að miðju veggsins og allt virtist einhvernveginn minna og samanþjappað.

Hér má sjá færslu um hvernig stofan leit út eftir framkvæmdirnar með galleríveggnum. Einnig eru myndir af hluta hússins í upprunalegu ástandi áður en við hófum framkvæmdir.

Snemma árs 2022 var listunum hent upp, og þvílíka breytingin !! Það sem meira er, er að það var ekki eins mikil vinna og maður myndi halda.

Þetta er meira dúllerí en erfiði, saga, sníða, líma, kítta og mála, þið skiljið…… En það fyrsta var að mæla veggina, teikna listana upp á blað til að finna út málin og hversu marga ramma við vildum hafa.

Þar sem er halli á loftinu voru það smá pælingar með hvernig ætti að hafa listana þar sem hallinn var, og stærðina á hverjum ramma fyrir sig til að ná sem bestu samræmi.

Ég var að leitast eftir gamaldags en í senn nútímalegri útkomu, en það er auðvelt að gera of mikið þannig útkoman getur orðið eins og skreytt rjómaterta, en ekki fáguð og elegant.

Hér er því óhætt að segja að less is more, en ég er mjög ánægð með útkomuna og finnst listarnir vera akkurat eins og ég vildi hafa þá. Ekki of yfirþyrmandi, ekki of margir og stærðin og hlutföllin flott.

Ég myndi segja að grunnvinnann sé því aðalatriðið, til að útkoman verði sem best. Mæla veggina, teikna upp hversu marga ramma á að hafa, reikna bil á milli ramma, mynstur og hversu breiða lista á að hafa.

Ég valdi að hafa sums staðar ramma á efri og neðri part, með beinum lista á milli. Sums staðar hafði ég einungis neðri ramma með beinum lista fyrir ofan eins og á myndinni hér að ofan.

Á sumum veggjum ákvað ég að hafa enga lista, eins og á ganginum, en þar setti ég einungis lista öðrum meginn en enga þar sem er hurð eða hlutir hangandi upp á veggnum, sjá neðar á mynd.

Inn á instagramminu mínu er ég með video þar sem ég sýni nákvæmlega aðferðina við að setja upp svona lista og grunnvinnuna. Videoin má sjá neðst í færslunni.

Þegar við vorum búin að reikna út rammafjölda og bilið á milli, límdum við upp ramma með málningarteipi, eins og við vorum búin að teikna upp á blað með því bili sem við vorum búin að reikna út.

Með því að líma ramma með teipinu á veggina gátum við séð betur fyrir okkur útkomuna og samræmið í römmunum og auðveldara var að fínísera bilin og annað áður en farið er í að setja upp listana.

Ég valdi að hafa einungis ramma á efri og neðri part á stóra stofuveggnum en bara neðri part á öðrum stöðum. Til að útkoman yrði ekki of yfirþyrmandi á stofuveggnum notaði ég mjóa lista.

Hins vegar notaði ég breiðari lista þar sem ég hafði ramma einungis á neðri parti, og svo setti setti ég bara lista á vegginn þar sem bekkurinn er en ekki á móti þar sem hurðin er.

Ég sá strax þegar ég gerði ramma á veggina með teipinu hvar mér fannst vera of mikið að hafa á efri og neðri parti og hvað veggjum mátti sleppa.

Með þessu móti náði ég samræminu og þessari yfirveguðu elegant útkomu sem ég var að sækjast eftir.

Í hillunum í eldhúsinu breytti ég pilleríinu og fór í meiri jarðtóna og hlýleika, til að tengja saman eldhús og stofustíl.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_3189-e1713711743530-673x1024.jpg

Það má vera að sumum gæti þótt þetta of döll, hvítt eða litlaust. En fyrir mína parta er ég að elska útkomuna sem er yfirveguð, elegant og smart, að mínu mati.

Stofan virðist öll bjartari, stærri og lofhæðin fær að njóta sín. Það er ótrúlegt hvað listarnir breyttu miklu en munurinn eftir að gallerýveggurinn fór er ótrúlegur.

Við erum mjög ánægð með útkomuna og listarnir eru akkurat eins og ég vildi hafa þá. Ekki of yfirþyrmandi, ekki of margir og stærðin og hlutföllinn flott.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_3125-683x1024.jpg

Ég mæli með því ef þið hafið áhuga á að gera svona heima hjá ykkur að kíkja á Videoin inn á instagramminu mínu.

Og ef þið eruð ekki að fylgja mér þá kannski skella í eitt follow í leiðinnni

Ég vona að ykkur hafi líkað færslan og ekki hika við að hafa samband ef þið viljið spyrja um eitthvað

Kv María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here