Heit jalapenjo ostaídýfa með beikon sem þú verður að prófa

höf: maria

Ef þú ert eðlu unnandi þá er þessi heita og dásamlega bragðmikla ídýfa málið fyrir þig. Með ristuðu baguette, nachos eða bara því snakki sem þú elskar.

Hver elskar ekki osta og nóg af þeim ? Beikon, kryddjurtir og jalapenjo sem gefur rífandi bragð í ídýfuna.

Ef þú ert einn af þeim sem vilt ekki hafa hita, þá meina ég sterkt, í matnum þínum þá er einfaldast að fræhreinsa jalapenjo piparinn alveg og þá verður ídýfan mild.

Ef þú vilt hafa mikinn hita skildu þá eftir sem mest af fræjunum, en bara um að gera að fara varlega og nota helst hanska þegar jalapenjo er skorinn.

Það vill enginn fá sviða og skrítna verki inn að beini af hitanum í svona piparáöxtum, eins og ég þurfti einu sinni að reka mig á, eftir að hafa kroppað úr chili fræin með berum puttunum.

En hvað um það, hér lofa ég að þetta er ofureinfalt að gera, rétt eins og hefðbundna eðlu og þarf ekkert mikið til nema skál og eldfast mót til verksins svo eldhúsið fer ekki á hvolf.

Ef þú ert með kósíkvöld, partý eða bara að horfa á boltann þá er þessi frábæra ídýfa málið.

Heit jalapenjo ostaídýfa með beikon sem þú verður að prófa

Ef þú ert eðlu unnandi þá er þessi heita og dásamlega bragðmikla ídýfa málið fyrir þig. Með ristuðu baguette, nachos eða bara… Veislur Heit jalapenjo ostaídýfa með beikon sem þú verður að prófa European Prenta
Serves: 4-5 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 250 gr beikonkurl eða beikon smátt skorið (geymið eins og 60-80 gr til að dreifa yfir réttinn)
 • 200 gr rjómaostur með graslauk og lauk 
 • 100 gr sýrður rjómi með graslauk eða 10 % sýrður rjómi (þessi með graslauknum er í grænu dollunum)
 • 1 kúfuð msk majónes
 • 1 tsk hvítlauksduft (ath ekki hvítlaukssalt, heldur garlic powder)
 • 1 tsk laukduft (onion powder)
 • 1 tsk þurrkaður graslaukur 
 • 1/2 tsk gróft salt 
 • 150 gr rifinn cheddar ostur (Geymið 60 gr af þessum 150 gr til að strá yfir réttinn) 
 • 100 gr Havarti ostur rifinn (Geymið 40 gr til að dreifa yfir réttinn)
 • 60 gr rifinn parmesan ostur (geymið 10 gr til að dreifa yfir réttinn) 
 • 2 litlir eða 1 stór jalapenjo belgpipar ferskur, smátt skorinn (geymið smá til hliðar til að dreifa yfir réttinn)
 • smá chiliflögur (má sleppa) 
 • smá paprikuduft til að dreifa yfir réttinn

Aðferð

 1. Hitið ofninn á 180 °C blástur 
 2. Steikjið beikonkurlið á pönnu, í ofn eða airfryer þar til er orðið stökkt og smá brúnt og setjið það svo á disk með eldhúspappír á og setjið til hliðar 
 3. Hrærið saman rjómaosti, sýrðum rjóma, majónesi, hvítlauksduftinu, laukduftinu, þurrkaða graslauknum og saltinu
 4. Bætið svo 90 gr af rifnum cheddar osti útí, 60 gr af rifnum havartí og 50 gr af parmesan og hrærið vel saman 
 5. Bætið svo 170-190 gr af beikonkurlinu útí og smátt skornum jalapenjo belgpiparnum (fræhreinsið vel jalapenjóið ef þið viljið ekki hafa réttinn sterkan, en skiljið fræ eftir ef þið viljið hafa hann sterkan. En alls ekki sleppa jalapenjo hann er stjarnan í réttinum) Geymið smá til að dreifa yfir réttinn
 6. Hrærið öllu þessu vel saman og setjið svo í eldfast mót og sléttið jafnt og vel úr í formið 
 7. Dreifið svo næst 60 gr af cheddar osti yfir, 40 gr af rifnum havartí osti og 10 gr af parmesan jafnt yfir réttinn 
 8. Dreifið svo restinni af beikonkurlinu, jalapenjópiparnum, smá chiliflögum ef þið viljið og paprikudufftinu jafnt yfir réttinn 
 9. Stingið svo í heitan ofninn og hitið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn ofan á er orðinn gyllinbrúnn og allt orðið heitt og vel bráðnað 
 10. Berið heitt fram með nýbökuðu baguette brauði til að dýfa í, nachos, góðu kexi eða snakki sem þið elskið

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here