Rjómapasta með hörpuskel

höf: maria

-Samstarf-

Um namm hvað þessi réttur var dásamlega góður. Ef þú elskar sjávarrétti eins og ég þá er þetta pastarétturinn fyrir þig.

Hann er ekki bara góður heldur einnig afar einfaldur og ekkert allt of mikið af hráefnum sem þarf í hann.

Hörpuskel er eitt af mínu uppáhalds sjávarfangi og ég skil ekkert í mér að vera ekki búin að prófa að nota hana í pastarétt.

Það var sko ekki síðra en að nota humar, en hörpuskel lærði ég að borða sem smábarn á Spáni og hef elskað alla tíð síðan.

Í þennan rétt ákvað ég að nota tagliatelline frá De Cecco, en mér finnst De Cecco vera eitt besta þurrkaða pastað.

Bæði því það þarf stutta suðu og það klumpast ekki allt saman þegar það kólnar, og líkist því fersku pasta að mínu mati.

Ég mæli með því að þú skellir í þennan rétt en hann er svoooo góður og rífur smá í vegna þess að ég setti í hann chiliflögur sem mér finnst fara vel með sjávarfangi.

Hér þarf í raun ekkert meira með, ég notaði ekki einu sinni parmesan né neitt slíkt á hann því einn og sér með hvítlauksbrauði finnst mér hann bestur.

Rétturinn er léttur og ferskur í senn en þó það sé rjómi í honum er hann ekki yfirþyrmandi en sósan er í raun afar létt og rétt umlykur pastað.

Rjómapasta með hörpuskel

-Samstarf- Um namm hvað þessi réttur var dásamlega góður. Ef þú elskar sjávarrétti eins og ég þá er þetta pastarétturinn fyrir þig.… Aðalréttir Rjómapasta með hörpuskel European Prenta
Serves: 2-3 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 300 gr afþýdd hörpuskel en ég notaði frá Sælkerafisk 
  • 15 gr smjör +1 tsk ólífuolía til að steikja hörpuskelina
  • 250 gr tagliatelline frá De Cecco 
  • 1 dl rjómi 
  • 1 dl kjúklingasoð
  • 6 marin hvítlauksrif
  • 2 mjög smátt skornir skalottlaukar en má líka nota 1/2 mjög smátt skorin venjulegan lauk 
  • 2 msk ólífuolía til að steikja laukana
  • 1/2 - 1 tsk chiliflögur 
  • Raspaður börkur af einni sítrónu 
  • 1 msk nýkreistur sítrónusafi 
  • Smátt skorin fersk steinselja 
  • Salt 
  • pipar 

Aðferð

  1. Bræðið smjörið og olíuna saman á pönnu og steikjið hörpuskelina upp úr og saltið og piprið 
  2. Sjóðið pastað í mjög söltu vatni, nánast eins og sjóvatn eftir leiðbeiningum 
  3. Takið hörpuskelina af pönnunni og leggið til hliðar 
  4. Hitið næst 2 msk af olíu á sömu pönnu og ekki hreinsa á milli, leyfið smjörinu og safanum af hörpuskelinni að vera áfam á henni
  5. Steikið hvítlaukinn og laukinn með salti og chiliflögum á mjög vægum hita bara svo að rétt brúnist og mýkjist og passið að brenna alls ekki 
  6. Hellið svo kjúklingasoðinu og rjómanum út í laukinn og látið malla í eins og 5 mínútur eða þar til sósan þykknar ögn 
  7. Bætið þá hörpuskelinni út á ásamt sítrónuberki og sítrónusafa og hrærið vel saman 
  8. Bætið pastanu við að lokum og veltið vel upp úr sósunni, sáldrið svo ferskri steinselju yfir og berið fram með hvítlauksbrauði 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here