Þriggja rétta hátíðarmatseðill sem svíkur engan

höf: maria

Hér er á ferðinni dýrindis hátíðarmáltíð sem ég gerði fyrir Hátíðarblað Morgunblaðsins sem þið getið nálgast hér.

Hreindýralundir, með hunangsgljáðum gulrótum og brúnu smjöri, nípupúrra með parmesan, hvítlaukssteiktum sveppum og geggjuðum kartöflustráum sem má alls ekki sleppa.

Sósan er svo auðvitað ómissandi en uppskrift af sósunni sem ég notaði með þessari dýrindis máltíð má finna hér.

Nípurúrra með parmesan
Hvítlaukssteiktir sveppir
Hunagangsgljáðar gulrætur með brúnu smjöri
Stökk kartöflustrá

Í forrétt var ég með þessa dýrðlegu súpu sem þið finnið uppskrift af hér, með gegguðu brauði og þeyttu öskusmjöri sem þið finnið hér.

Eftirrétturinn var svo Rjómaís með engiferkökudeigi, karamellufudge og heitri þristasósu

Ég mæli svo með því að hafa þessa þrírétta máltíð í hátíðarmatinn en heimilismenn hérna gjörsamlega elskuðu þetta hreint út sagt.

Þriggja rétta hátíðarmatseðill sem svíkur engan

Hér er á ferðinni dýrindis hátíðarmáltíð sem ég gerði fyrir Hátíðarblað Morgunblaðsins sem þið getið nálgast hér. Hreindýralundir, með hunangsgljáðum gulrótum og… Matur Þriggja rétta hátíðarmatseðill sem svíkur engan European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Matseðill Maríu

 

Forréttur

Villisveppa koníakssúpa með truffluolíu uppskrift hér 

Heimabakað brauð með þeyttu öskusmjöri uppskrift hér

 

Aðalréttur

Smjörsteiktar hreindýralundir með

 Nípu Purré með parmesanosti

Hunangsgljáðum gulrótum með brúnu smjöri

smjörsteiktum hvítlaukssveppum

sveppasósu með svörtum kantarellum uppskrift hér 

Stökkum kartöflustráum og rifsberjahlaupi

 

Eftirréttur

Rjómaís með engiferkökudeigi, fudge smákaramellum og heitri þristasósu

Smjörsteiktar Hreindýralundir

 • Miðið við 250 gr af hreindýralund á mann
 • 200 gr smjör
 • 2 msk ólífuolía
 • Gróft salt
 • Svartur pipar

Nípu Purré með parmesan osti

 • 500-600 Nípur flysjaðar og skornar í teninga
 • ½ bolli parmesan ostur
 • 1 bolli rjómi
 • 1 bolli nýmjólk
 • 30 gr smjör
 • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 • 1 tsk gróft salt
 • ½ tsk gróft malaður svartur pipar

Hunangsgljáðar gulrætur með brúnu smjöri

 • 500 gr lífrænt ræktaðar íslenskar gulrætur sem eru frekar mjóar
 • 60 gr smjör
 • 2 msk Akasíu hunang frá Himneskt
 • ½ tsk hvítlauksduft (garlic powder)
 • ½ tsk fínt borðsalt
 • Svartur pipar
 • Ferskt Timian

Steiktir hvítlaukssveppir

 • 150 gr kastaníusveppir
 • 50 gr smjör
 • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 • Salt

Stökk kartöflustrá

 • 2 stórar bökunarkartöflur
 • 1-1,5 líter grænmetisolía (vegetable oil)
 • Salt

Rjómaís með engiferkökudeigi, karamellufudge og heitri þristasósu

Engiferkökudeig

 • 90 gr hveiti
 • 60 gr mjúkt smjör
 • 50 gr púðursykur
 • 45 gr sykur
 • 1 msk rjómi
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 ½ tsk negull
 • 1 ½ tsk kanill
 • 1 ½ engifer
 • ½ tsk salt

Rjómaís

 • 1 dós c.a 397 gr af niðursoðinni sætri mjólk eða condensed milk (er oftast hjá kínamatnum)
 • 1 tsk vanilludropar
 • 500 ml þeyttur rjómi
 • 1x 85 gr poki Karamel Fudge (fæst í bökunardeild)

Heit þristasósa

 • 270 gr þristar
 • 1 dl rjómi

Aðferð

Smjörsteiktar Hreindýralundir

 1. Bræðið smjör á pönnu ásamt olíu við háan hita
 2. Þegar er orðið vel heitt setjið þá lundirnar út á pönnuna
 3. Saltið vel og piprið og steikið í 3 mínútur en best er að taka tímann, gott er að veiða smjör upp með skeið og hella reglulega yfir lundirnar en ekki snúa lundinni látið alveg vera á þessari hlið í 3 mín (Ef lundir eru þunnar steikið þá í 2 mín á hvorri hlið)
 4. Snúið svo lundunum yfir á hina hliðina og saltið og piprið aftur
 5. Steikið í 3 mínútur á þessari hlið og hellið smjöri af pönnu yfir
 6. Takið svo lundirnar af pönnuni og leggið á disk og breiðið álpappír yfir í 10 mín, takið tímann
 7. Svona verða lundirnar fallega medium rare

Nípu Purré með parmesan osti

 1. Setjið mjólk og rjóma í pott og bætið niðurksornum nípum út í ásamt marða hvítlauknum og salti
 2. Látið sjóða í 15 til 20 mínútur eða þar til nípurnar eru orðnar mjúkar
 3. Slökkvið þá undir og hellið rjómablöndunni af í skál og setjið til hliðar
 4. Bætið næst, smjöri, parmesan og pipar út á nípurnar í pottinum og stappið vel saman með kartöflustappara eða gaffli og þynnið smátt og smátt með rjómablandinu sem þær voru soðnar í og stappið vel saman
 5. Setjið svo í blandara með rest af rjómablandi og maukið í örlitla stund þar til silkimjúkt en passið að gera ekki of lengi þá getur hún orðið límkennd
 6. Gott er að setja hana svo aftur í pott og leyfa henni að hitna ögn upp áður en borin er fram

Hunangsgljáðar gulrætur með brúnu smjöri

 1. Ekki nota dökkan pott í verkið, best er ljós pottur eða úr bustuðu stáli
 2. Setjið smjörpappa á bökunarplötu og raðið flysjuðum heilum gulrótum á plötuna
 3. Hitið næst ofninn á 190 C°blástur
 4. Hitið svo smjörið í potti við vægan-miðlungshita og látið bráðna
 5. Hrærið næst stöðugt í smjörinu með písk þar til það verður á litinn eins og dökkt hunang og kemur eins og hnetukeimur af því, getur tekið 5-10 mín
 6. Slökkvið undir og setjið hunang, hvítkauksduft , salt og pipar út í pottinn og hrærið vel þar til allt er bráðnað vel saman
 7. Hellið svo yfir gulræturnar og veltið þeim vel upp úr gljáanum
 8. Stingið í ofn í 30-40 mín en snúið þeim eftir c.a 15 mín í ofni
 9. Takið svo út þegar þær eru orðnar mjúkar og dreifið fersku Timian yfir

Steiktir hvítlaukssveppir

 1. Bræðið smjör á pönnu og skerið hvern svepp í 2-4 hluta eftir stærð (ekki í skífur)
 2. Merjið hvítlaukinn og geymið til hliðar
 3. Steikjið sveppina nú í smjörinu og saltið, steikið þar til þeir eru orðnir dökkir og fallega glansandi
 4. Slökkvið undir pönnuni en haldið pönnunni á heitri hellunni, setjið nú hvítlaukinn yfir og hrærið við sveppina og leyfið að standa saman á heitri hellunni þar til hvítlaukur hefur ögn mýkst og soðnað saman við

Stökk kartöflustrá

 1. Hér þarf að nota mataryddara sem fæst víða í búsáhaldar eða matvöruverslunum ódýrt svona eins og notað er í kúrbítsspagettí
 2. Flysjið kartöflurnar og skerið langsum í tvennt, stingið gaffli djúpt í annann endann og yddið með mjórra bitinu a yddaranum
 3. Hitið 1-1,5 líter af olíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit
 4. Setjið eldhúspappír á disk og byrjið að steikja kartöflurnar í nokkrum skömmtum ekki setja of mikið á pönnuna í einu
 5. Þegar stráin eru orðin fallega gyllt veiðið þá upp úr olíunni og setjið á diskinn með eldhúspappanum og saltið létt yfir með fínu borðsalti
 6. Kartöflustráin geymast stökk upp á borði í allt að 3 daga

Rjómaís með engiferkökudeigi, karamellufudge og heitri þristasósu

Engiferkökudeig

 1. Hitið ofninn á 175 C°blástur og bakið hveitið í 10 mín á bökunarplötu með bökunarpappír á (má líka setja hrátt í ef þið viljið sleppa þessu)
 2. Hrærið saman sykur og smjör í hrærivél þar til orðið vel blandað saman
 3. Takið svo hveitið úr ofninum og leggið til hliðar til að kæla alveg niður
 4. Blandið svo rjóma og vanillu út í smörsykurinn og hrærið áfram þar til létt og ljóst
 5. Þegar hveitið hefur kólnað bætið þá kryddunum við það og hrærið saman og hellið út í skálina og hrærið allt saman í hrærivél
 6. Rúllið upp í mjóar lengjur og skerið í litla bita, gott er að setja svo beint í ísskáp meðan ísinn er gerður

Rjómaís

 1. Stífþeytið rjómann
 2. Hrærið saman dósamjólk og vanillu í skál
 3. Geymið eins og 3 msk af Karamellu fudge til hliðar
 4. Þegar rjóminn er þeyttur slökkvið þá á vélinni og bætið dósamjólkinni og rest af karamellu Fudge varlega saman við í 3 hollum og hrærið varlega saman á milli með sleikju
 5. Setjið svo 1/3 af ísnum í mót og dreifið kökudeigi yfir
 6. Setjið svo aftur sama magn í formið og endurtakið með deigið
 7. Setjið svo restina af ísnum í mótið og dreifið deigi og Karamellu fudge sem var tekið til hliðar yfir
 8. Setjið svo í frystir í lágmark 8 klst best yfir nótt

Heit þristasósa

 1. Skerið hvern þrist í 3-4 bita og setjið í pott yfir miðlungshita
 2. Hellið 1 dl af rjóma yfir og hrærið reglulega í þar til sósan verður fallega slétt og glansandi
 3. Mér finnst best þegar nokkrir þristabitar eru ekki alveg bráðnaðir í sósunni og sósan er eins og smá kekkjótt

Punktar

All hráefnið í þessum uppskriftum fæst í Hagkaup

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here