Beutelsbacher hágæða lífænt ræktaðir safar

höf: maria

-Samstarf-

Beutelsbacher fyrirtækið var stofnað árið 1936 í Þýskalandi og er enn í eigu sömu fjölskyldunnar. Markmið fyrirtækisins er að framleiða hágæða ávaxta- og grænmetissafa ásamt ediki úr framúrskarandi hráefnum.

Stór hluti af ávöxtunum kemur frá Demeter-ræktendum í Suður-Þýskalandi en Demeter vottun er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum. 

Beutelsbacher velur ræktendur og birgja af kostgæfni auk þess sem vel er vandað til framleiðslunnar á söfunum með eins fáum framleiðslustigum og kostur er, til þess að halda í sem mesta næringu úr hráefninu. 

Engin rotvarnarefni, ensím eða önnur aukefni eru notuð við framleiðslu safanna og eru þeir allir settir á vistvænar, endurnýtanlegar glerflöskur.

Keppikefli Beutelsbacher er að gæta umhverfisins og auka frjósemi jarðvegsins með skiptiræktun, grænum áburði og rotmassa.

Með þessari ábyrgðarkennd fyrir heilbrigðri náttúru, betri lífsskilyrðum og hágæðavörum, vonast Beutelsbacher til þess að stækka hóp þeirra sem velja vörur út frá heildaráhrifum þeirra á menn, umhverfi og samfélag.

Rauðrófuhreinsun


Rauðrófusafinn frá Beutelsbacher er mjólkursýrður safi sem er ferskpressaður úr nýuppteknum lífrænt ræktuðum demeter* rauðrófum.

Mjólkursýring hjálpar til við að mynda örverur sem valda náttúrulegri gerjun og mynda L+ mjólkursýrugerla sem hafa verulega góð áhrif á líkamann.

Þessi safi er þekktur fyrir hreinsandi áhrif sín á blóð, ristil og meltingu. Safinn hefur reynst vel fyrir konur sem þjást af fyrirtíðarspennu.

Hann er líka talinn góður við hinum ýmsu kvillum eins og þvagblöðruvandamálum og nýrna- og gallsteinum. Hann veitir náttúrulega hreinsun á einfaldan en jafnframt öflugan hátt.

1-2 glös á fastandi maga er nóg til að bæta og styrkja hreinsikerfið til muna.

Rauðrófusafinn er hollur orkudrykkur og er einstaklega góður fyrir þá sem þurfa langvarandi jafna orku, t.d. hlaupara og íþróttafólk.

Fyrir þá sem vilja bragðbæta rauðrófusafann er tilvalið að blanda honum saman við lífrænan eplasafa, eplaedik og/eða engifer.

Úrvalið af söfunum er afar fjölbreytt en það sem þið sjáið hér er aðeins lítið brot af þeim. Mesta úrvalið er í Fjarðarkaupum og Nettó, Kjörbúðum og Melabúðinni.

Eplaedik

Það er einnig hægt að fá eplaedik frá Beutelsbacher, en það hefur afar góð áhrif á meltingu, brjóstsviða og talið jafna sýrustig líkamans.

Eplaedik hjálpar til við að hindra offjölgun Candida svepps og styrkir þarmaflóruna. Það er mjög gott gegn aukinni slímmyndun í líkamanum og er jafnframt náttúrulega vatnslosandi.

Eplaedikið er mjög súrt en það hefur þó basísk áhrif á líkama og húð og hefur reynst vel til að draga úr bólgum og marblettum. Mjög gott er að byrja að taka inn þegar flensa gerir vart við sig.

Inntaka á eplaediki þykir einnig bráðsniðug til að losna við sykurþörf þegar breyta eða bæta á mataræðið. Börn geta líka tekið inn eplaedik en þá er gott að blanda meira vatni í eplaedikið til að milda blönduna.

Beutelsbacher eplaedik er tekið úr ógerjuðum hreinum eplasafa. Engum hita er beitt við aðferðina til þess að mikilvæg næringarefni tapist ekki, því er eplaedikið náttúrulega skýjað.

Mælt er með því að byrja hvern dag á vatnsglasi með 2-3 msk af eplaediki út í.

Demeter vottun er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum og eru allir safarnir með þá vottun svo hægt er að treysta því að um hágæðavöru er að ræða.

Hér er af nógu að taka og allir ættu að finna sér safa við sitt hæfi.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here