Hágæða íslensk Fiskolía sem unnið hefur til verðlauna

höf: maria

-Samstarf-

Fyrir ykkur sem hugsið vel um fæðubótarinntöku og vítamín í kroppinn þá er komin á markað hágæða Fiskolía sem framleidd er hér á Íslandi.

Um er að ræða þrjár tegundir af íslenskri Fiskolíu sem unnin er úr síld sem er veidd í kringum Ísland, og tappað á flöskur hér á landi.

Olían inniheldur Omega 3 fitusýrur, DHA og EPA auk A og D vitamín. Hún fæst í þremur tegundum, Natural, Orange og AstaxOmega.

Orange er með mildum appelsínukeim en olían hefur unnið til verðlaunana superior taste awards í Bretlandi þar sem hún þykir einstaklega bragðgóð.

Með bragðgóð er verið að vísa til þess að það er mun minna lýsisbragð af olíunum. Lágt oxunarstig við vinnslu olíunnar gerir það að verkum að líkurnar á bakflæði eftir neyslu er töluvert minni.

Með því á ég við að líkurnar á ropa með tilheyrandi eftirbragði, sem sum hver kannast við eftir lýsisinntöku, er töluvert minni en við inntöku annara lýsisolía.

Fiskolían fæst einnig með viðbættu Astaxanthin sem er einstaklega öflugt andoxunarefni sem hefur frábæra eiginleika fyrir húðina og veitir vörn gegn sólargeislum.

Astaxanthin hentar einnig afar vel fyrir íþróttafólk við endurheimt eftir þjálfun. Þegar ég tek Astaxanthin tek ég eftir hversu fallega brún ég verð í sólinni og tala fleiri um það sama.

Fyrir þá sem eiga erfitt með að taka inn olíu þá er Fiskiolían líka til í töfluformi og því ættu allir að geta fundið sér olíu við sitt hæfi.

Börnin mín elska appelsínuolíuna og ég sjálf þessa með Astaxanthin, en þeir sem ég þekki til og taka inn Fiskolíuna gefa henni öll afar góða dóma.

Sölustaðir eru eftirfarandi: Netto, Urðarapótek, Lyfjaver og Fjarðarkaup en olían er á tilboði á heilsudögum Fjarðarkaupa út 17 september svo um að gera að næla sér í og prófa.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here