Sex dásamlegar samlokur og áleggstillögur með Pågen brauðunum

höf: maria

-Samstarf-

Vissir þú að öll brauðin frá Pågen eru unnin úr náttúrulegum hráefnum og eru án rotvarnarefna ? Auk þess eru Pågen brauðin virkilega bragðgóð.

Ég fékk það skemmtilega verkefni að gera auglýsingu með þessum brauðum og hanna 6 uppskriftir eða tillögur af áleggi.

Ég get lofað að þær eru hver annari betri og afar fjölbreyttar svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ég gerði allt frá gourmet kjúklingasamloku með beikon og mango sósu, tik tok eggjabrauðið vinsæla, til einfaldrar skyndipizzu sem er mjög sniðugt fyrir börn sem fullorðna.

Hér er úr mörgu að velja og ég held þið verðið ekki fyrir vonbrigðum af þessum frábæru tillögum með þessum bragðgóðu brauðum.

Hér númera ég uppskriftirnar, þið getið svo farið neðst á síðuna og fundið uppskrift eftir númerinu.

Samloka 1.

Samloka númer 1 er dásamleg kjúklingasamloka með mangó, beikon, jalapenjo og mangósósu.

Ég held það sé óhætt að segja að hún var uppáhald fullorðna fólksins á heimilinu, enda algjör Gourmet loka.

Í samlokuna keypti ég tilbúin Sous Vide piri piri kjúkling sem er til í flestum matvöruverslunum svo það er ekkert ves að gera samlokuna.

Það eina sem þarf að gera er að steikja beikon í ofni og gera afar einfalda sósu sem er stjarnan í samlokunni myndi ég segja.

Hér að ofan sjáið þið svo video þar sem ég geri þessa dýrðar kjúklingasamloku.

Samloka 2.

Samloka númer 2 er grilluð samloka, innblásin af samloku sem ég kaupi mér regluga á kaffihúsi hér í bænum og elska að fá mér.

Rjómaostur, camembert, hráskinka og ruccola salat spila hér lykilhlutverk, borið fram með rifsbsberjahlaupi.

Algjört gourmet og svo afskaplega einfalt.

Hér að ofan er myndband með aðferð af samlokunni.

Tillaga númer 3

Tillaga númer 3 er dásamlegt ítalskt mozzarella, tómatabrauð með stöppuðu avókadó, basiliku og balsamiksírópi.

Þessi framsetning er alveg tilvalin sem snittur í veisluna eða saumaklúbbinn, eða bara sem góður hádegisverður.

Þessi er ein af mínum uppáhalds en ég elska allt sem er suðrænt og minnir á Miðjarðarhafið ,enda með suðrænt blóð í æðum mér.

Hér að ofan sjáið þið video með aðferðinni.

Tillaga númer 4

Tillaga númer 4 er vinsæla Tik Tok eggjabrauðið sem hefur farið eins og eldur um sinu um netið enda ótrúlega sniðug og skemmtileg útfærsla.

Hér erum við að tala um súdeigsbrauð með rjómaosti, avókadó og harðsoðnu eggi sem er raspað ofan á brauðið. Algjör snilld !!

Toppað með olíu, salti, parmesan osti og chiliflögum……namm, hvað er hægt að biðja um meira.

Algjör snilld í hádegisverðinn eða í morgunmatinn, ég mæli með því að eiga alltaf til harðsoðin egg inn í ísskáp.

Hér sjáið þið myndband með aðferð af þessu skemmtilega Tik Tok eggjabrauði.

Tillaga númer 5

Tillaga númer 5 er dásamlega Höno brauðið með geggjuum hvítlauksrjómaosti sem við gerum sjálf á afar einfaldan máta.

Avókadó, spínat og reyktur silungur er svo alveg málið með þessu dásamlega sæta brauði og sterkum hvítlauksrjómaostinum.

Hollt, saðsamt og afar bragðgott !! Ef þið kjósið að sleppa því að gera hvítlauksrjómaostinn sjálf má bara kaupa einn slíkan en það er til mikið úrval af honum í verlsunum.

Hér að ofan er myndband sem sýnir hvernig brauðið er útbúið.

Tillaga númer 6

Tillaga númer 6 og sú síðasta, en alls ekki sú sísta, er algjör snilld eins og fyrir krakkana ef það vantar eitthvað fljótgert og gott.

Hönö pizza sem tekur ekki nema örfáar mínútur að gera, og geta stálpuð börn jafnvel gert þetta sjálf eftir skóla sem dæmi.

Hér var ég með einfaldleikann að vopni, pizzasósa, pepperóní og rifinn ostur.

Til að gera pizzuna ögn meira gourmet setti ég á hana ferskan burrata ost strax þegar hún kemur heit úr ofninum ásamt smá ólífuolíu, salti og ferskri basiliku.

Hér að ofan sjáið þið hvernig þessar ofureinföldu pizzur eru gerðar.

Tik Tok eggjabrauðið vinæla

Sex dásamlegar samlokur og áleggstillögur með Pågen brauðunum

-Samstarf- Vissir þú að öll brauðin frá Pågen eru unnin úr náttúrulegum hráefnum og eru án rotvarnarefna ? Auk þess eru Pågen… Lítið og létt Sex dásamlegar samlokur og áleggstillögur með Pågen brauðunum European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Samloka 1 kjúklingasamloka með mangó, beikon, jalapenjo og mangósósu

  • Pågen Kjerne Sundt brauð 
  • Sous Vide Piri piri  Kjúklingur (tilbúin úr búð)
  • Mangó
  • Bacon
  • Kál lambhaga í potti
  • Jalapenjo
  • Rauðlaukur
  • Tómatar

Mango sósa:

  • ½ dl mayones
  • ½ dl sýrður rjómi 
  • 1 msk mango chutney
  • ½ tsk  Karrý
  • Klípa gróft salt
  • Smá svartur pipar
  • 1/3 tsk karrý

Samloka 2 Grilluð samloka með rjómaosti, camembert, hráskinku og ruccola salati, borin fram með rifsberjahlaupi

  • Pågen Lingon Grova brauð 
  • Rjómaostur 
  • Camembert ostur
  • Hráskinka 
  • Ruccola salat
  • Rifsberjahlaup 

Tillaga 3  Ítalskt mozzarella, tómatabrauð með stöppuðu avókadó, basiliku og balsamiksíróp

  • Pågen fullkorn stykker 
  • Ferskar mozzarellakúlur litlar  
  • Piccolo tómatar
  • Stappað avókadó
  • Salt og pipar
  • Ólífuolía
  • Balsamiksíróp
  • Fersk basilika

Tillaga númer 4 Vinsæla Tik Tok eggjabrauðið, með rjómaosti, avókadó, röspuðu eggi, parmesan og chilifögum 

  • Pågen Surdegsbröd
  • Rjómaostur
  • Stappað avókadó
  • Harðsoðið egg
  • Parmesan
  • Ólífuolía
  • Chiliflögur
  • Salt

Tillaga númer 5 Höno brauð með hvítlauksrjómaosti, spínati, avókadó og reyktum silung 

  • Pågen Hönö brauð 
  • Hvítlauksrjómaostur (hægt að kaupa eða gera sjálfur sjá hér að neðan)
  • Spínat 
  • Avókadó í sneiðum 
  • Reyktur silungur 
  • Ferskt dill (má sleppa)

Hvílauksrjómaostur:

  • 200 gr hreinn rjómaostur
  • 2-3 marin hvítlauksrif
  • Tæplega ½ tsk fínt salt
  • Þurrkuð steinselja

Tillaga númer 6 Hönö skyndipizza með pepperóní, burrata og ferskri basiliku 

  • Pågen Hönö brauð 
  • Pizzasósa 
  • Pepperóní 
  • Rifinn mozzarella ostur 
  • Burrata ostur 
  • ólífuolía 
  • salt 
  • fersk basilika

Aðferð

Samloka 1 kjúklingasamloka með mangó, beikon, jalapenjo og mangósósu

  1. Ristið brauðið á grillpönnu eða í ristavel
  2. Skerið niður kjúklinginn í þunnar sneiðar og bakið beikon í ofni á 210 °C í 10-15 mínútur 
  3. Skerið tómata, lauk, jalapenjo og mangóið í þunnar sneiðar
  4. Gerið sósuna með því að hræra öllum innihaldsefnum í hana saman
  5. Púslið svo samlokunni saman með því að byrja á að smyrja vel af sósu á bæði brauðin
  6. setjið næst kál, tómata, mangósneiðar, kjúkling, beikon, jalapnejo og rauðlauk á aðra brauðsneiðina og lokið svo með hinni 

Samloka 2 Grilluð samloka með rjómaosti, camembert, hráskinku og ruccola salati, borin fram með rifsberjahlaupi

  1. Smyrjið rjómaosti á sitthvora brauðsneiðina 
  2. Skerið niður camambert ost í þunnar sneiðar og setjið ofan á aðra brauðsneiðina
  3. Setjið svo hráskinku og ruccola ofan á og lokið með hinni brauðsneiðinni 
  4. Grillið annað hvort í samlokugrilli eða á grillpönnu þar til camambert osturinn er bráðnaður 
  5. Mér finnst gott að opna samlokuna eftir grillun og bæta fersku ruccola á hana og loka henni svo aftur
  6. Berið fram með rifsberjahlaupi 

Tillaga 3  Ítalskt mozzarella, tómatabrauð með stöppuðu avókadó, basiliku og balsamiksíróp

  1. Takið brauðkubbinn í sundur og ristið í ristavél 
  2. Stappið avókadó og smyrjið á sitthvorn partinn af kubbnum 
  3. Setjið svo smátt skorna tómata og heilar mozzarella kúlur  ofan á 
  4. Dreitlið smá ólífuolíu yfir og saltið og piprið 
  5. Setjið svo að lokum smátt skorna ferska basiliku og balsamiksíróp yfir 
  6. Athugið að ég geri þetta við sitthvorn hliðina af kubbnum og loka ekki heldur nota hverja hlið sem brauðsneið 

Tillaga númer 4 vinsæla Tik Tok eggjabrauðið, með rjómaosti, avókadó, röspuðu eggi, parmesan og chilifögum 

  1. Ristið brauðið 
  2. Stappið avókadó 
  3. Smyrjið rjómaosti á brauðsneiðina og setjið svo stappað avókadó ofan á 
  4. Hellið ögn af ólífuolíu yfir avókadóið og saltið smá 
  5. Raspið næst harðsoðið egg yfir brauðið, ég set heilt egg á hverja brauðsneið 
  6. Raspið svo parmesan ost yfir eggið og kryddið með chiliflögum 

Tillaga númer 5 Höno brauð með hvítlauksrjómaosti, spínati, avókadó og reyktum silung 

  1. Gerið rjómaostinn til með því að merja hvítlauksrifinn út í hreinan rjómaost, salta og krydda með þurrkaðri steinselju og hræra vel saman. 
  2. Smyrjið svo ostinum á Hönö brauðsneið 
  3. Skerið avókadó í þunnar sneiðar og setjið spínat ofan á ostinn svo næst avókadósneiðarnar
  4. Að lokum er þunnt skorinn reyktur silungur settur ofan á og topppað með fersku dilli ef vill

Tillaga númer 6 Hönö skyndipizza með pepperóní, burrata og ferskri basiliku 

  1. Mér finnst gott að fletja Hönö brauðið ögn út með kökufefli en þess þarf ekki 
  2. Ristið brauðið svo í ristavél þar til það er stökkt 
  3. Smyrjið svo á það pizzasósu og setjið rifinn mozzarella ost og pepperóní ofan á 
  4. Bakið svo í ofni við 200 °C hita þar til osturinn er bráðinn 
  5. Takið þá út og rífið strax niður burrata ostinn yfir með fingrunum, setjið svo smá olíu yfir og salt og ferska basiliku 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here