Jól í bolla

höf: maria

-Samstarf-

Ég ákvað að skýra þetta dýrðlega kakó jól í bolla því þetta einfaldlega bragðast eins og jólin.

Heitt kakó með engiferkökubragði gæti bara ekki verið meira eins og jólin.

Hér notast ég við Swiss Miss kakóið en við vitum líklegast öll að það er bara langbesta skyndikakóið sem til er á markaði.

Swiss Miss hefur fylgt okkur um árabil og hér er það poppað örlítið upp með því að setja það í sparibúning og krydda það ögn með jólakryddunum þremur.

Kanil, engifer og negul. Til að gera það sætara og enn betra notaðist ég líka við niðursoðna mjólk (condensed milk) til að hræra kryddunum saman við.

Toppað með rjóma eða vanilluís og svo muldum Maríanne brjóstyskri með súkkulaði fyllingu gerir þetta bara fullkomið.

Jól í bolla

-Samstarf- Ég ákvað að skýra þetta dýrðlega kakó jól í bolla því þetta einfaldlega bragðast eins og jólin. Heitt kakó með engiferkökubragði… Lítið og létt Jól í bolla European Prenta
Serves: 3 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 3 msk niðursoðin mjólk (condensed milk, fæst í kínadeildinni) 
  • 1 tsk kanill 
  • 1/2 tsk negull 
  • 1/2 tsk engifer
  • 9 msk Swiss Miss kakó 
  • 7,5 dl soðið vatn 
  • Þeyttur rjómi eða vanilluís 
  • 10 stk Marianne brjóstsykur með súkkulaðifyllingu 

Aðferð

  1. Byrjið á að hræra saman kryddunum við niðursoðnu mjólkina 
  2. Hitið vatn í hitakönnu 
  3. Myljið Marianne brjóstsykur í morteli eða með því að lemja á hann í poka með kökukefli 
  4. Setjið svo í hvern bolla 3 tsk af krydduðu  mjólkinni og 3 msk Swiss Miss kakó dufti 
  5. Hellið svo 2,5 dl af soðnu vatni saman við og hrærið vel 
  6. Toppið með þeyttum rjóma og brjóstykrinum eða með vanilluískúlu og brjóstsykri ofan á 

Gleðileg jól

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here