Hollar og saðsamar collagen pönnsur

höf: maria

-Samstarf-

Hér eru pönnukökur sem eru ekki bara afar hollar og saðsamar heldur einnig afar ljúffengar.

Pönnukökurnar eru trefjaríkar, með hollri fitu úr sólblómafræum, próteinríkar og með töfraefninu collagen frá Feel Iceland.

Óhætt er að segja að Feel Iceland vörurnar séu búnar að koma mér í gegnum afar annasamt sumar.

En með Feel Iceland vörunum hef ég náð að losna við afar slæma liðverki sem ég var farin að finna ansi mikið fyrir.

Mikið svefnleysi og annir urðu til þess að ég varð að endurskoða heilsuna rækilega og byrja að taka inn fæðubótarefni sem hjálpuðu mér að vinna á móti einkennum streitunnar.

Það fyrsta sem ég tók eftir útlitslega var þurr húð og neglur og svo eins og ég sagði áður þá fann ég fyrir miklum verkjum þegar ég vaknaði á morgnana.

Ég var svo heppin að eiga dunka af Feel Iceland vörunum upp í skáp sem ég hafði löngu áður fengið gefins til að prófa en aldrei komið mér í að nota þær.

Loks ákvað ég að nota þær með þessum frábæra árangri en eftir c.a mánaðarnotkun sá ég og fann strax mun á mér hvað varðar hár og neglur sem og liðverkina.

Ég er alltaf smá skeptísk á fæðubótarefni en eftir að hafa tekið Feel Iceland inn í heilt sumar get ég með sanni mælt með þessum vörum.

Ég nota collagen duftið í nánast hvað sem er, heita drykki, bakstur, súpur og mitt allra uppáhald, þessar pönnukökur sem ég borða í morgunmat og tek með mér í nesti.

Þar sem ég er oftast ein yfir daginn geri ég mér bara einn skammt sem passar fyrir mig eina, en ég borða yfirleitt tvær og geymi svo tvær til að taka með í nesti eða borða seinna.

Einfaldleikinn er alltaf bestur og fæ ég mér þær yfirleitt alltaf með smjöri og osti en mér finnst það rosalega gott og saðsamt.

Ég helst vel og lengi södd inn í daginn, og það sem er best er að það tekur enga stund að gera pönnukökurnar.

Age og Joint Rewind belgina tek ég með vatnsglasi, en ef þú átt erfitt með að gleypa töflur þá hef ég líka stundum bara tekið belgina í sundur og hrært út í jógúrt.

Stundum læt ég það duga að hræra innihaldinu út í appelsínusafa en ég las einhversstaðar að collagen og C-vítamín eigi afar vel saman.

Ég mæli með að þú prófir þessar dýrðarpönnukökur sem eru í senn, trefja og próteinríkar og ekki skemmir fyrir að þær innihalda Collagen sem spornar við öldrun húðarinnar.

Hvað er hægt að biðja um meira ? En ég mæli með að smyrja þær glóðvolgar með smjöri og osti.

Ef þið viljið fylgja mér á Instagram farið þá hér inn og ýtið á follow

Hollar og saðsamar collagen pönnsur

-Samstarf- Hér eru pönnukökur sem eru ekki bara afar hollar og saðsamar heldur einnig afar ljúffengar. Pönnukökurnar eru trefjaríkar, með hollri fitu… Lítið og létt Hollar og saðsamar collagen pönnsur European Prenta
Serves: 1-2 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Gerir 4 stk af pönnukökum 

 • 1/2 dl fínt hveiti eða spelt 
 • 1/2 dl heilhveiti eða gróft spelt 
 • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft 
 • 1/2 tsk fínt borðsalt 
 • 1/2 dl haframjöl (ekki tröllahafrar)
 • 2 mæliskeiðar Collagenduft frá Feel Iceland 
 • 1-2 msk sólblómafræ (ekki sleppa það gerir svooo gott) 
 • 2 msk rúsínur 
 • 1/2 dl eggjahvítur 
 • 1/2 dl haframjólk 
 • 1 tsk vanilludropar 
 • 1-2 msk ólífuolía 

Aðferð

 1. Takið skál og skeið 
 2. Setjið öll þurrefnin saman í skál og hrærið saman með skeiðinni 
 3. Setjið næst allt það blauta saman við eða eggjahvítur, haframjólk, vanilludropa og olíu 
 4. Hærið vel saman með skeið og látið standa rétt á meðan pannan er hituð upp á hæsta hita 
 5. Spreyið svo pönnuna með cooking sprey og lækkið hitann niður um helming
 6. Setjið deigið í 4 skömmtum á pönnuna og þegar göt hafa myndast ofan á deigið/pönnukökurnar er tími til að snúa þeim við
 7. Bakið þar til þær verða ljósbrúnar en þannig eru þær bestar og smyrjið svo glóðvolgar með smjöri og osti 
 8. Mér finnst þær geggjaðar með kaffinu eða appelsínusafa 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here