Ofureinföld áramóta ídýfa með 2 hráefnum

höf: maria

-Samstarf-

Hér erum við ekkert að flækja hlutina. Ídýfa sem tekur ekki nema 2 mínútur að gera og samt svo góð.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_6311-688x1024.jpg

Ég elska ídýfur en stundum finnst mér þær vera of bragðmiklar og saltar til að hafa með söltu snakki.

Þessi hins vegar er í senn bragðmild og fersk og fullkomin með söltum kartöfluflögum.

Það er komið nýtt Maarud snakk á markaðinn sem er alveg einstaklega gott og fullkomið með þessari ídýfu.

Nýja snakkið er með hvítlauk, bjarnarlauk og chilli og er afar bragðgott án þess þó að vera of yfirþyrmandi, en mér finnst snakk stundum eiga það til að vera of kryddað.

Bjarnarlaukur er villtur ættingi graslauks, en heitið er dregið af því að birnir voru taldir sólgnir í laukana. 

Saltið í snakkinu og kryddinn kalla fram dásamlegt hvítlauks og graslauksbragðið í ídýfunni en mér finnst þetta vera fullkomin tvenna.

Þó maður sé kannski ekkert endilega að spá í hollustu svona yfir áramót og jól þá sakar samt ekkert að nefna það að ídýfan er mun fituminni en hefðbundinn ídýfa.

Ofureinföld áramóta ídýfa með 2 hráefnum

-Samstarf- Hér erum við ekkert að flækja hlutina. Ídýfa sem tekur ekki nema 2 mínútur að gera og samt svo góð. Ég… Lítið og létt Ofureinföld áramóta ídýfa með 2 hráefnum European Prenta
Prep Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 200 gr eða 1 askja af Philadelphia hvítlauks og jurtarjómaosti við stofuhita 
  • 180 gr eða ein dós af sýrðum rjóma með graslauk (þessi í grænu dollunni)
  • Maarud snakk með hvítlauk, bjarnarlauk og chilli eða annað sem þið kjósið en ég mæli algjörlega með þessu 

 

Aðferð

  1. Hafið Philadelhia ostinn við stofuhita og hrærið hann upp í skál 
  2. Blandið svo sýrða rjómanum saman við og hrærið vel saman 
  3. Kælið í eins og 30 mín eða lengur og berið fram með góðu snakki 

 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here