Bananasplitt með piparköku karamellusósu

höf: maria

-Samstarf-

Hvað minnir meira á jólin en piparköku og mandarínulykt ?

Hér er ég með dýrindis ísrétt eða gamla góða bananasplittið í jólabúning.

Afar hefðbundið bananasplitt samt sem áður nema með karamellussósu sem ég kryddaði með þessum týpísku piparkökukryddum.

Útkoman er æði, en karamellusósan er silkimjúk og með keim af piparkökubragði. Ef þið viljið hafa smá bit í réttinum getið þið mulið yfir hann piparkökur.

Bananasplitt er ísréttur sem mér finnst hafa svoldið gleymst með árunum en guð hvað það er gott.

Í bananasplitti má alls ekki gleyma að hafa með þeyttan rjóma, þá ekki sprauturjóma heldur ekta íslenskan heimaþeyttan rjóma.

Í karamellusósuna notaði ég Salted caramels frá Walkers en þær eru alveg fullkomnar í þessa íssósu og útkoman lætur ekki á sér standa.

Ofurljúffengt bananasplitt sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin, nú eða bara allan ársins hring þess vegna.

Ef þið viljið gera karamellusósuna meira hversdags má þess vegna setja í hana 2 tsk bökunakakó í stað piparkökukryddana, eða bara bræða saman karamellurnar og rjómann.

Það þarf ekkert meira til.

Bananasplitt með piparköku karamellusósu

-Samstarf- Hvað minnir meira á jólin en piparköku og mandarínulykt ? Hér er ég með dýrindis ísrétt eða gamla góða bananasplittið í… Lítið og létt Bananasplitt með piparköku karamellusósu European Prenta
Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Bananasplitt 

  • 2 vanillu ískúlur 
  • Þeyttur rjómi 
  • 1 Banani 

Piparköku karamelluíssósa 

  • 150 gr eða einn poki Walkers salted caramel karamellur 
  • 1 dl rjómi 
  • 1 tsk kanill
  • 1/2 tsk engiferkrydd 
  • 1/4 tsk múskat (má sleppa, en með 1/4 tsk á ég við rétt botninn á 1 tsk þá mæliskeið)
  • 1/4 tsk negull 
  • 1/4 tsk hvítur pipar 
  • 1/2 tsk vanilludropar 

Aðferð

Bananasplitt

  1. Byrjið á að gera íssósuna með því að setja saman rjóma, karamellur og kryddin í pott og bræða allt vel saman 
  2. Hrærið í af og til og hafið á miðlungshita 
  3. Þegar allt er vel brætt saman leyfið þá sósunni að malla í eins og 5 mínútur til að kryddin fái að njóta sín 
  4. Skerið svo 1 stk banana í tvennt langsum fyrir miðju 
  5. Setjið tvær vanillu ískúlur á milli bananans á sitthvorn endanum og setjið þeyttan rjóma í miðjuna á milli ískúlana 
  6. Hellið svo karamellusósunni yfir heitri og það má jafnvel mylja smá piparkökur yfir til að hafa enn meira jóla 

Gleðileg Jól

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here