Svefn og Heilsa meira en bara heilsudýnur og rúm

höf: maria

-Samstarf-

Ég veit fátt betra en að skríða upp í rúm að kvöldi til með vel ilmandi tandurhrein silkimjúk rúmföt.

Það eru kannski ekki allir sem vita það að hjá Svefn og Heilsu er til mikið úrval af vönduðum sængurverum, rúmteppum, sófateppum og púðum.

Í raun geturðu fengið allt þar sem til þarf til að gera fallegt uppábúið rúm, auk ilmkerta og dásamlega lyktandi ilm og rúmfataspreyja sem má nota til að spreyja í rúmfötin.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5278-683x1024.jpg

Hægt er að finna dásamlega fallegt úrval af rúmfötum sem eru úr 100 % bómullarsatin vefnaði, munstruð eða bara plain einlit.

Ég ákvað að fá í mitt herbergi þetta fallega blómamysntraða 300 þráða rúmfatasett úr Egypskri bómull, og er það ekki bara dásamlega fallegt, heldur líka dásamlega mjúkt með smá stífni sem ég elska.

Við það fékk ég púða og rúmteppi sem er dásamlega gott að eiga við þegar búið er um rúmið en það er afar meðfærilegt og fer lítið fyrir því þegar það er brotið saman til að geyma.

Það finnst mér stór plús enda finnst mér oft erfitt að finna rúmteppum stað þegar ekki er umbúið rúmið.

Það sem mér finnst síðan vera svo skemmtilegt við rúmfötin er að þau eru einlit hinum megin og í allt öðrum lit svo hægt er að snúa þeim við og vera þá komin með allt annað útlit.

Inn til Ölbu fékk ég þetta dásamlega fallega sængurverasett frá hinu fræga hollenska vörumerki Vandyck sem er með mikið úrval af rúmfötum með nútímalegri hönnun fyrir heimilið.

Vefnaður í Vandyck rúmfötunum er þéttur og aðeins er notuð afar mjúk og endingargóð bómull. Ég elska þetta afslappaða, pínu sjúskaða lúkk, á þeim sem mér finnst smellpassa inn til Ölbu.

Það má líka stauja þau alveg slétt en mér finnst þetta krumpaða kósílúkk svo flott og passa vel við afslappaðan stílinn í herberginu.

Hægt er að kaupa þetta fallega sængurverasett hér, en önnur hliðin er úr enn mýkri bómul, eða þeim megin sem snýr að líkamanum til að gera það enn mýkra.

Þið sem hafið fylgt mér lengi og þekkið mig, ættuð að vita hversu mikil kósýteppa og púðakona ég er. En mér finnst sófateppi sem er hent yfir horn á sófa gera svoooo mikið fyrir heildarlúkkið.

Notagildið skiptir auðvitað líka máli en hlý og þykk teppi sem hægt er að vefja utan um sig er eitthvað sem ég fell alltaf fyrir.

Þetta einstaklega fallega stóra værðarvoð hefur alla þessa eiginleika, en það er í senn fallegt, kósý, þykkt og hlýtt sem er dásamlegt á köldum kvöldum fyrir framan sjónvarpið.

Teppið fæst einnig í fleiri litum og er einnig hægt að hafa sem rúmteppi í einbreitt rúm eða sem svokallað throw á enda hjónarúms sem mér finnst alltaf svo fallegt.

Ég mæli með því að ef þið komist ekki í verslun, að kíka á heimasíðu Svefn og heilsu, en mæli samt eindregið með því að þið kíkið í verslanir þeirra til að fá að sjá og snerta, enda er úrvalið þar afar fjölbreytt og mikið.

Ef þið viljið fylgjast með á Instagram farið þá hér inn og ýtið á Follow.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here