Dásamlega Bitz stellið í jólafötum

höf: maria

-Samstarf-

Fyrir rúmu ári síðan fékk svo dásamlega fallegt Bitz stell í hvítu sem ég hef elskað alla tíð síðan.

Gamla sparistellið fékk að víkja fyrir þessu fallega stelli í litnum Grey/Cream.

Hér bakaði ég og skreytti piparkökur til að leggja á borð með stellinu

Það sem er svo frábært við stellið er að það er svo síbreytilegt eftir því hvernig maður leggur á borð með því.

Hægt er að hafa það jafnt hversdags sem spari, en hér um árið gerði ég þessa fallegu færslu um það sjá hér.

Núna hins vegar ákvað ég að klæða stellið í jólafötin, eða réttara sagt leggja jólalega á borð með því við falleg kertaljós.

Stemningin er jólaleg, falleg og kósí finnst ykkur ekki ?

Þetta fallega stell fæst m.a í Snúrunni sem nú er að stækka og mun opna sína aðra verslun í Smáralind þann 1 desember.

Snúran er einnig með dásamelga fallegt jólaskraut fá Dottir Design

Hægt er að fá alls kyns fallegt í stellið, m.a pastadiska, salt og piparkvarnir og fallegar sósukönnur jafnt litlar sem stórar.

Könnurnar hef ég einnig notað sem blómavasa á borðið eða undir drykkjarvatn en það mætti þess vegna setja í þær rauðvín sem dæmi.

Og nú hefur bæst við stellið matardiskur í stærð 17 cm.

Fyrir eru til matardiskar í stærðunum 27 cm og 21 cm svo nú er aldeilis hægt að velja úr.

Í tilefni þess að Snúran er að opna sína aðra verslun í Smáralind ætlum við saman að skella í gjafaleik og gefa einum heppnum 50.000 kr inneign fyrir Bitz stelli að eigin vali.

Endilega farið inn á instagrammið mitt hér og takið þátt, enda til mikils að vinna.

Fyrir utan nýju verslunina í Smáralind er Snúran einnig staðsett upp í Ármúla 38 og mæli ég með að þú kíkir á dásamlega vörúrvalið þar.

Fallegi aðventustjakinn fá Dottir Design úr Snúrunni

Gleðileg Jól

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here