Bitz matarstell í hvítu

höf: maria

-Gjöf-

Ég á ekki til orð yfir fegurð þessa stells frá Bitz sem nú er fáanlegt í hvítu. Þetta er að mínu mati alveg tilvalin brúðargjöf.

Hér valdi ég mér stellið sem er með brúnni rönd en mér finnst eitthvað svo ótrúlega retro við það og minnir það mig á gamalt stell sem mamma átti í gamla daga.

Það sem mér finnst svo frábært við þetta stell er að það þolir að fara í uppþvottavél, örbylgjuofn og inn í ofn á allt að 220 C°hita.

Svo er það bara svo guðdómlega fallegt og að mínu mati hentar það jafnt hversdags sem spari. Leirinn er framleiddur úr sérstöku hráefni sem gerir hvern hlut einstakan.

Litirnir passa allir vel saman og engar 2 skálar eru eins þar sem leirinn hefur rispur og mismunandi mynstur í glerungnum.

Við matarstellið er svo hægt að fá vatnskrúsir sem hægt er að nota sem blómavasa líka eða sósukönnu, kaffibolla, salatskálar og salt og pipar kvörn svo fátt eitt sé nefnt.

Hægt er að fá Bitz m.a í Bast, Snúrunni og Húsgagnahöllinni hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tók ógrynni af myndum enda stellið svo fallegt og hér læt ég þær tala sínu máli.

Fer líka svo fallega upp í opnum hillum í eldhúsinu.

Agjört konfekt fyrir augað.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here