Ískaffi og uppskrift af geggjuðum kaffi rjómaís

höf: maria

Samstarf-

Nú er sko heldur betur sumar í lofti og hvað er þá betra en að fá sér ískalt ískaffi, nú eða rjómaís með kaffibragði, eða jafnvel bara blanda þessu saman og gera einn almenninlegan Affogato.

Affogato er ítalskur eftirréttur sem samanstendur af ískúlu og espresso en espresso skoti er hellt yfir ísinn og borðað þannig í eftirrétt eða bara sem góðan ísrétt.

Ég er búin að bíða spennt eftir komu nýjasta Nespresso meðlimarins en það er Nespresso Ískaffi sem fæst í tveimur tegundum, Freddo delicato og Freddo intenso.

Tutto è possibile do il caffè

Allt er mögulegt þar sem er kaffi

ítalskt máltæki

Báðar tegundirnar eru hannaðar fyrir klaka og eru hluti af Barista Creation línunni og eru 100 % Arabica kaffibaunir. Báðar tegundirnar eru hannaðar fyrir 40 ml takkan.

Freddo Intenso er dökkristað og þétt meðan delicato er ljósristað létt og sætt á bragðið. Ég gerði rjómaís sem er silkimjúkur úr Intenso kaffinu til að fá gott kaffibragð í gegn.

Og mikið var þessi ís góður. Ef þú ert kaffi unnandi muntu elska hann en ég setti út í hann hvítt súkkulaði því hvað passar betur saman en kaffi og hvítt súkkulaði ?

Þar sem ég vil hafa kaffið mitt frekar ljóst og ekki of rammt nota ég Freddo Delicato þegar ég fæ mér klakakaffi og einnig út á Affogato hjá mér.

Það er endalaust hægt að leika sér með að gera skemmtilega kaffidrykki, með eða án mjólkur, sæta eða ósæta. Þar sem ég er of mikill nammigrís vel ég helst að hafa mitt kaffi sætt og með mikillri mjólk þá, haframjólk.

Ískaffi og Affogato eftirréttur

Þegar helt er upp á Ískaffi er þetta þumalputta reglan; Fyrst er glas hálffyllt af klökum, næst er svo settur vökvi eins og vatn, Tonic eða þín uppáhalds mjólk yfir klakana og síðast kemur Nespresso skotið.

Í Affogato er sett ein ískúla og eitt 40 ml skot af Nespresso sett yfir. En hér að neðan er uppskrift af dásamlegum rjómaís með kaffibragði.

Hægt er að panta kaffihylki á netinu hér og þeir taka einnig gömul hylki til að fara með í endurvinnslu.

Ískaffi og uppskrift af geggjuðum kaffi rjómaís

–Samstarf- Nú er sko heldur betur sumar í lofti og hvað er þá betra en að fá sér ískalt ískaffi, nú eða… Lítið og létt Ískaffi og uppskrift af geggjuðum kaffi rjómaís European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Rjómaís með kaffibragði 

 • 8 eggjarauður eða 2 dl 
 • 150 gr sykur 
 • 1/2 líter rjómi 
 • 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar 
 • 1x25 ml (minni bollinn) skot af Freddo Intenso 
 • 1 hylki af Freddo Intenso (þá duftið úr því)
 • 1 dl hvítir súkkulaðidropar 

Aðferð

 1. Þeytið saman sykur, vanillu og eggjarauður þar til verður létt og ljóst 
 2. Setjið eitt skot af kaffi minni bollanum saman við og þeytið ögn lengur 
 3. Þeytið svo rjóma og blandið dufti úr einu hylki saman við og hvíta súkkulaðinu 
 4. Blandið svo eggja blöndunni og þeytta rjómanum varlega saman með sleif þar til allt er vel blandað saman 
 5. Hellið í mót og frystið 

Punktar

Þegar helt er upp á Ískaffi s.s kaffi með klökm, er þetta þumalputta reglan; Fyrst er glas hálffyllt af klökum, næst er svo settur vökvi eins og vatn, Tonic eða þín uppáhalds mjólk yfir klakana og síðast kemur Nespresso skotið. Ef þið hafið sætu með er best að setja hana í heitt kaffið áður en því er hellt yfir klakann.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd