Pylsa að hætti New York búa

höf: maria

-Samstarf-

Ég viðurkenni það að ég hef aldrei komið til USA en hef alltaf langað. Nú verður örugglega langt í að sá draumur rætist miðað við ástandið í heiminum.

Hvað gerir maður þá ? Jú lætur USA koma til sín eða réttara sagt New York. Hér er ég með uppskrift af alvöru pylsu að hætti New York búa, en það sem er einkennandi fyrir þær er sinnepið, súrkál og sérstök lauksósa.

Útkoman er allt öðruvísi en hin hefðbundna íslenska pylsa með öllu en afar skemmtileg tilbreyting frá henni ef ykkur langar að prófa eitthvað nýtt á grillið í sumar.

Mér datt í hug að gera svona pylsu því ég sá utan á Heinz sinnepinu sem ég á að þar stendur New York Deli Style, og svo hef ég alltaf verið afar forvitin að vita hvernig pylsurnar sem ég er að sjá í bíómyndunum smakkast.

Fyrir ykkur sem eruð jafn forvitin og ég þá er uppskriftin hér að neðan. Gjörið svo vel.

Pylsa að hætti New York búa

-Samstarf- Ég viðurkenni það að ég hef aldrei komið til USA en hef alltaf langað. Nú verður örugglega langt í að sá… Aðalréttir Pylsa að hætti New York búa European Prenta
Serves: 4-5 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 pakki Kielbasa pylsur eða 1 pakki af venjulegum pylsum (Kielbasa eru 4 stk í pakka en hefðbundnar 5 stk)
 • 1 pakki pylsubrauð 
 • Heinz mild sinnep 
 • Súrkal (fæst í kæli í flestum verslunum í poka oft)

Lauksósan 

 • 2 msk ólífuolía 
 • 2 laukar skornir í ræmur 
 • 1/2 tsk kanill 
 • 1/2 tsk Chili powder 
 • 10 dropar tabasco sósa 
 • pínu salt 
 • 85 gr Heinz tómatssósa 
 • 1/2 bolli vatn 

Aðferð

 1. Gott er að grilla pylsurnar en má líka sjóða þær 
 2. Hitið brauðið örlitla stund í örbylgjuofni 
 3. Setjið svo á pylsuna súrkál neðst 
 4. svo pylsu ofan á 
 5. Svo laukssósu þar ofan á og toppið með Heinz mild sinnep

Lauksósan 

 1. Hitið olíu á pönnu og skerið laukinn í langar ræmur 
 2. Setjið svo laukinn á pönnuna og leyfið honum að mýkjast ögn 
 3. Kryddið svo með kanil, chili powder og tabasco og saltið ögn líka 
 4. Hrærið vel saman og hellið svo tómatssósu og vatni yfir og leyfið að sjóða í eins og 15 mínútur 
 5. Þessa sósu má gera daginn áður eða eitthvað fyrr og geyma í kæli en gott er að hita hana aðeins upp áður en hún er sett á pylsuna 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd