Paz Heimili & Matur

Um mig

Paz er blogg sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að hafa fallegt í kringum sig, borða góðan mat og njóta lífsins.

Á Paz má finna ýmislegt sem viðkemur innanhúshönnun og framkvæmdum, mat og menningu.

Ég mun gefa ykkur uppáhaldsuppskriftirnar mínar úr eldhúsinu hjá ömmu Paz, ásamt öðrum uppskriftum sem ég hef annað hvort samið eða sankað að mér í gegnum tíðina.

Þær smakkast guðdómlega ég lofa !!!

Eins og þið sjáið er nafnið Paz dregið af ömmu minni frá Spáni. Amma Paz var listakokkur og var alltaf fallegt í kringum hana. Hún var og er ein af mínum fyrirmyndum í lífinu og fannst mér því tilvalið að skýra bloggið mitt eftir henni.

Paz þýðir friður á spænsku.

Sjálf heiti ég María Gomez og er andlitið á bakvið Paz.  Ég er mikill fagurkeri og hefur mér alltaf þótt gaman að gera fallegt í kringum mig.

Ég er gift, fjögurra barna móðir, og er menntaður ferðamálafræðingur frá Háskóla Íslands. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og tek flestar mínar myndir sjálf.

Eins og nafn mitt gefur til kynna er ég hálfur Spánverji, og er spænsk menning því stór partur af lífi mínu. Mun Paz þess vegna vera örlítið undir spænskum áhrifum.

Ég vona að þið eigið eftir að hafa gagn og gaman af lestri þessa bloggs. 

Amma mín Paz

Með kveðju

María 

 

 

 

13 Comments Write a comment

Please add an author description.

13 Comments

 • Sigrún jóna Óskarsdóttir April 7, 2017

  Til hamingju með þetta María mín, verður gaman að fylgjast með 🙂

  • maria April 7, 2017

   Takk elsku Sigrún 🙂

 • Jóhanna Benediktsdottir April 8, 2017

  Gangi þer vel með þetta María min, það verður gaman að fylgjast með þer heðan fra Spani 🙂

  • maria April 10, 2017

   Hæ Jóhanna gaman að sjá að þú ert að lesa vefinn:) Manst að kikja við næst þegar þú ert á landinu 🙂 Knús

 • Dagný April 13, 2017

  Flott síða hjá þér – hvar fékkstu svörtu hillurnar í stofunni hjá þér?

  • maria April 14, 2017

   Takk fyrir það Dagný 🙂 Ég fékk hillurnar í Íkea

   • Dagný April 14, 2017

    Manstu nokkuð hvað þær heita? 🙂

    • maria April 16, 2017

     Afsakaðu sein svör Dagný, já þæer heita Vittsjö 🙂

 • Maria Magdalena April 30, 2017

  Vá hvað þetta eru flottar breytingar þvílíkar hugmyndir sem þú færð ? hlakka til að fylgjast með og sjá meira. Kv. Maria (gamla skólasystir ?)

  • maria May 2, 2017

   Hæ María Gaman að sjá þig hér 🙂

   Takk fyrir hrósið…..gólflistarnir eru úr Bauhaus. Mikið úrval hjá þeim af þvílíkt flottum gólflistum 🙂

   Takk fyrir innlitið
   knús María

 • Maria Magdalena April 30, 2017

  …..hvaðan eru þessir fallegu gólflistar ?

 • Elisabet September 17, 2017

  Sæl Maria,
  Rambaði inná bloggið þitt og mikið ofsalega sem að allt sem þú gerir er fallegt.
  Hlýja í orðum og myndum. Hér eftir mun ég koma reglulega því að þú ert að gera virkilega skemmtilegt blogg.
  Er ekki vön að skilja eftir orð á bloggum (jú skoða ansi mörg innanhússblogg) en þitt er virkilega hlýlegt, fallegt og fullt af skemmtilegum lausnum. Til hamingju !
  Bestu kveðjur
  Elisabet

  • maria February 13, 2018

   Kæra Elísabet

   var bara fyrst að sjá kommentið frá þér núna og vona það sé ekki of seint að svara. Langar bara að segja kærar þakkir fyrir falleg orð <3 Þetta gleður mig virkilega að heyra

   kær kv maría

Leave a Reply

Pin It on Pinterest