Smákökur sem þú munt ekki trúa að séu…..

höf: maria

-Samstarf-

VEGAN !!!! Bíddu bíddu ekki hætta að lesa…..ég veit að margir fussa við vegan en ég er að segja ykkur það að þær eru æði.

Því miður virkar orðið vegan oft fráhrindandi á marga en þú þarft í raun ekkert að vera vegan til að borða vegan.

Franskar og margt annað góðgæti eins og ýmis kex eru sem dæmi vegan og ég er viss um að þú spáir ekki einu sinni í því.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5925-scaled-e1668604324701-765x1024.jpg

Ef þú ert vegan þá er þetta sannarlega uppskrift fyrir þig en ef ekki hvers vegna ættirðu þá að baka þessar ?

Jú því þær eru súper góðar og fáranlega einfaldar, ekkert egg, örfá hráefni og ekkert ves og tekur svoooo stuttan tíma að gera þær.

Ég var að kynnast Hip súkkulaðinu góða sem er alveg mjólkurlaust en það er 41 % kakó súkkulaði með haframjólk.

Ég í raun átti ekki til orð hversu gott þetta súkkulaði er og finnst geggjað að þeir sem eru með mjólkuróþol, eins og mögulega ég sjálf, geti haft þennan valkost.

Það kannski vita það ekki margir en það er oft þrælkunnarvinna sem tengist kakóbaunum því miður en í Hip súkkulaðið er notað kakó frá Suður-Ameríku sem er alveg laust við allt slíkt.

Ég nota haframjólk mjög mikið eins og út í cappuccino og latte en haframjólk er með ótrúlega góðu rjómakenndu bragði sem skýn alveg í gegn í Hip súkkulaðinu.

Ég eiginlega krefst þess að þú pófir Hipp súkkulaðið því það er svooooo gott og fæst í nokkrum tegundum eins og með pretzels, cookies no cream, saltri karamellu og fleira.

Hip súkkulaðið fæst meðal annars í Hagkaup, Krónan Grandi, Fjarðarkaup, Melabúðini, 10/11, Extra verslunum og Vegan búðini Faxafen.

Ef þú ert Vegan, með barn á brjósti sem þolir illa kúamjólk, ert með mjólkuróþol eða langar bara að skella í geggjaðar smákökur með seigri og mjúkri miðju þá er þetta uppskriftin fyrir þig !

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_5925-683x1024.jpg

Vegan smákökur

-Samstarf- VEGAN !!!! Bíddu bíddu ekki hætta að lesa…..ég veit að margir fussa við vegan en ég er að segja ykkur það… Bakstur Smákökur sem þú munt ekki trúa að séu….. European Prenta
Serves: 14 stk Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 110 gr mjúkt vegan smjör (Ég notaði frá Naturli þá ekki smyrjuna heldur blokkina sem er eins og Íslenskt smjörstykki) 
 • 150 gr púðursykur 
 • 60 gr hvítur sykur 
 • 1/2 tsk fínt borðsalt 
 • 1 tsk vanilludropar 
 • 2 msk haframjólk eða önnur jurtamjólk 
 • 200 gr hveiti 
 • 1 tsk lyftiduft 
 • 10 gr maizenamjöl 
 • 140 gr Hip súkkulaði hreint en má nota með hvaða bragði sem er 

Aðferð

 1. Hitið ofninn á 180 °C blástur 190 °C ef þú ert ekki með blástursofn
 2. Hrærið saman mjúku vegan smjörinu og báðum sykurtegundum saman þar til er orðið létt og ljóst 
 3. Bætið þá vanilludropum ásamt jurtamjólkinni saman við og hrærið þar til það er vel blandað saman 
 4. Sigtið svo út í skálina hveitið, lyftiduftinu, maizenamjölinu ásamt saltinu og hrærið vel saman 
 5. Skerið súkkulaðið niður í bita og bætið saman við að lokum en deigið á að vera svona í stífari kantinum 
 6. skiptið deiginu niður í 14 parta og gerið kúlu úr hverjum part á stærð við golfkúlu eða ögn minni kannski og setjið svo á bökunarplötu með bökunarpappír og stingið í ofninn í 10-15 mínútur en ofnar eru misjafnir
 7. Ef þið viljið hafa þær með mjúkri miðju skuluð þið taka þær út þegar þær eru aðeins búnar að brúnast á köntunum en lúkka eins og smá hráar, þær halda svo áfram að bakast úr ofninum á plötunni
 8. Ef kökurnar eru ekki svona flatar eins og hjá mér er sniðugt að lemja bökunarplötunni fast niður með kökunum á um leið og þær koma úr ofninum og þá fletjast þær svona út og verða fullkomnar 
 9. Látið kólna á bökunarplötunni í 10 mínútur og færið þær svo yfir á kæligrind

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here