Dýrðlegar hreindýrabollur með geggjaðri villisveppa ostasósu

höf: maria

-Ekki samstarf-

Ég var svo heppinn að fá að gjöf frá Rúnu vinkonu hreindýrahakk. Ég hef oft eldað hreindýr en aldrei hreindýrahakk.

Mér fannst því kjörið að prófa að gera úr því hreindýrabollur og semja alveg nýja uppskrift sem ég geri frá grunni.

Eitthvað afar einfalt en ó svo gott. Ég verð að viðurkenna að mér tókst ansi vel til, enda bollurnar með eindæmum góðar og sósan líka.

Bollurnar og sósan er afar bragðmikið og borið fram með sætri kartöflumús og rifsberjahlaupi var alveg til að toppa máltíðina.

Þessi uppskrift er eins og ég sagði afar einföld og það tekur örlitla stund að gera bæði bollurnar og sósuna svo allir ættu að geta gert hana.

Ég ákvað að stinga bollunum beint inn í ofn og sleppa öllu veseni við að steikja þær fyrst og lukkaðist það afar vel.

Á meðan bollurnar eru í ofninum útbjó ég sósuna og hellti henni svo yfir heitar bollurnar nýkomnar úr ofninum, og mæli ég með að þið gerið þennan rétt á þann hátt.

Ég held mér sé alveg óhætt að lofa að þessar dýrðlegu hreindýrabollur og sósan mun ekki bregðast ykkur enda með eindæmum gott.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_2747-683x1024.jpg

Dýrðlegar hreindýrabollur með geggjaðri villisveppa ostasósu

-Ekki samstarf- Ég var svo heppinn að fá að gjöf frá Rúnu vinkonu hreindýrahakk. Ég hef oft eldað hreindýr en aldrei hreindýrahakk.… Matur Dýrðlegar hreindýrabollur með geggjaðri villisveppa ostasósu European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Hreindýrabollur 

 • 500-600 gr hreindýrahakk 
 • 100 gr kartöfluflögur með salti (ég notaði Lays en má nota frá hvaða merki sem er Pringles, Maarud eða annað)
 • 2 msk villikraftur í duftformi (ég notaði Vildt Bouillon frá Oscar sem fæst í Bónus og víða en má nota hvaða merki sem er)
 • 100 gr piparostur rifinn (þessi sem fæst rifinn í boxi) 
 • 1 tsk villjurtir (ég notaði frá Pottagöldrum)

Villisveppaostasósa 

 • 1 stk Kryddostur villisveppa
 • 2 dl vatn 
 • 2,5 dl matreiðslurjómi 
 • 1 tsk þurrkað timian 
 • 1 stk sveppasoðteningur 
 • 1 msk rifsberjahlaup
 • 3 msk maizena sósujafnari (ég notaði fyrir brúnar sósur) 

Aðferð

Hreindýrabollur 

 1. Byrjið á að setja snakkið/kartöfluflögurnar í poka og mylja það smátt með því að lemja á pokann með kökukefli eða potti eða setjið í blandara á pulse þar til það verður að fínni mylsnu (ég setti í blandarann)
 2. Setjið næst hakkið í stóra skál og stráið öllum innihaldsefnum jafnt yfir hakkið
 3. Hnoðið svo allt saman þar til það er orðið vel blandað saman en passið að hnoða ekki allt of mikið svo bollurnar verði ekki seigar
 4. Hitið ofninn á 185 C°blástur eða 195 °C undir og yfirhita 
 5. Mótið nú bollur úr hakkinu á stærð við sænskar kjötbollur eins og fást í Ikea og raðið í eldfast mót sem er búið að spreyja með cooking spreyji eða smyrja að innan 
 6. Stingið bollunum  í ofnin í 25 mínútur og látið alveg vera á meðan, ekkert vera að snúa þeim né neitt 
 7. Gerið sósuna á meðan bollurnar eru í ofninum 

Villisveppaostasósa 

 1. Byrjið á að setja vatn í pott og sveppasoðteninginn út í þar til teningurinn er alveg uppleystur í vatninu 
 2. Þið getið rifið niður villisveppaostinn eða skorið hann smátt og sett út í vatnið þá bráðnar hann mun hraðar
 3. Þegar osturinn er alveg bráðnaður saman við bætið þá matreiðslurjóma, timian  og rifsberjahlaupi út í og hrærið vel saman þar til byrjar að sjóða 
 4. Þegar suðan er komin upp setjið þá maizena sósujafnarann út í og hrærið vel saman þar til sósan hefur þykknað vel
 5. Leyfið sósunni að malla við vægan hita, allan tímann sem bollurnar eru í ofninum og hrærið regluglega í henni 
 6. Þegar bollurnar eru tilbúnar takið þær þá úr ofninum og hellið sósunni yfir 
 7. Berið fram með góðri kartöflumús og rifsberjahlaupi 
This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_2789-683x1024.jpg

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here