Þristaís sem þú munt gera aftur og aftur

höf: maria

-Ekki samstarf-

Ég held ég þori alveg að fullyrða það að þessi þristaís er eitthvað annað góður !!! Og jafnvel gott betur en það.

Hér ákvað ég að gera ísinn eins og gamla ísinn, svona meira mjólkurkenndan frekar en þungann rjómaís.

Einfaldlega því þristarnir eru svo sætir og bragðmiklir að ég vildi ekki að ísinn yrði of væminn heldur meira svona ferskur og kaldur.

Mér tókst það heldur betur og er afar ánægð með útkomuna. Ísinn er rosalega einfalt að gera og inniheldur engin hrá egg sem mér finnst geggjað.

Ekkert vesen en hér eru aðeins notuð 4 hráefni fyrir utan þristinn. Og auk þess þarf ekkert til nema bara hrærivél (handþeytara) og rifjárn eða blandara.

Ef þú elskar þrist eins og ég þá muntu svo sannarlega elska þennan ís. Hér þarf heldur ekkert að eiga neina ísvél né neitt slíkt.

Áferðin er algjörlega fullkomin, en ísinn verður ekki glerharður þegar hann frosnar heldur er lítið mál að móta úr honum kúlur með ísskeið.

Ég ákvað að setja þristinn í blandara svo hann yrði svona mulningur í ísnum og það kom stórkostlega vel út.

Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift og þá munið þið ábyggilega sannfærast um það hversu góður hann er.

Ísinn er bara hreint út sagt fullkominn og er ég afar stolt af þessari geggjuðu uppskrift sem ég er handviss um að þið munið gera aftur og aftur.

Aukalega við þristabitana gerði ég líka þristasósu sem baðar sig fallega inn á milli laga í ísnum og fullkomnar ísinn.

Þristaís sem þú munt gera aftur og aftur

-Ekki samstarf- Ég held ég þori alveg að fullyrða það að þessi þristaís er eitthvað annað góður !!! Og jafnvel gott betur… Sætt Þristaís sem þú munt gera aftur og aftur European Prenta
Serves: 1 líter ís Prep Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Þristaís 

  • 1 poki eða 250 gr þristar (notið 8-9 stk þrista af þeim í ísinn og geymið 4 stk fyrir sósuna)
  • 250 ml (2,5 dl)  nýmjólk 
  • 1 dós 397 gr af niðursoðinni mjólk (condenced milk en hún er oftast staðsett hjá Kínamatnum, en ég hef fengið hana í bæði Hagkaup og Fjarðarkaup m.a en hún fæst víðar. Passið samt að hafa alls ekki Condenced Coconut Milk !!! )
  • 2,5 dl rjómi 
  • 1 tsk vanilludropar

Sósa 

  • 4 stk þristar úr pokanum 
  • 1/2 dl rjómi 

Aðferð

Þristaís 

  1. Byrjið á að þeyta rjómann þessa 2,5 dl sem fer í ísinn og leggið til hliðar 
  2. Setjið næst 9 stk af þristum í blandara og notið pulse takkan til að fá stórar mylsnur af þristi (losið svo um mylsnuna með fingrunum svo hún sé ekki öll föst saman)
  3. Blandið næst saman í hrærivél nýmjólk, dósamjólk, muldu þristunum og vanilludropum og hrærið vel saman. Geymið í skálinni meðan sósan er útbúin 
  4. Setjið nú 4 stk af þristum í pott og 1/2 dl af óþeyttum rjóma 
  5. Bræðið vel saman og leyfið að malla í eins og 3-5 mínútur meðan sósan þykknar og hrærið reglulega í á meðan
  6. Nú blandið þið þeyttum rjóma varlega saman við mjólkina í hrærivélarskálinni fyrst hægt og vandlega með sleikju og svo er í lagi að kveikja örstutt á minnsta hraða til að allt blandist saman  
  7. Hellið svo helmingnum af ísnum í brauðform eða annað mót og slettið sósu yfir hér og þar 
  8. Hellið svo hinum helmningnum yfir allt og að lokum restinni af sósunni hér og þar yfir 
  9. Setjið filmu yfir ísinn og frystið yfir nótt 

Punktar

Þar sem ísinn er frekar þunnur ófrosin á mylsnan það til að falla á botninn, þess vegna er gott þegar þið skafið með ísskeið að fara alveg neðst á botninn til að fá þrista með í hverri kúlu.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here