Einfalt og gott Gnocchi pasta með Nduja

höf: maria

-Samstarf-

Ég veit að nafnið á réttinum hljómar smá eins og kínverska, eða allavega mjög framandi myndi ég segja.

Margir kannski vita hvað Gnocchi er en það er ein tegund af pasta sem er oftast gerð úr soðnum stöppuðum kartöflum, hveiti og eggi.

Gnocchi er öðruvísi undir tönn en hefðbundið pasta, en það er í senn mjúkt og deigkennt, pínu í ætt við dumplings.

Nduaja er hins vegar eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr en ég fékk mér pizzu með því ofan á.

Ég tengdi það strax við spænska áleggið Sobrasada sem mér finnst mjög líkt Nduja og hef borðað ofan á spænskar samlokur eða bocadillo síðan ég var barn.

Þess vegna fannst mér Nduja ekki vera eins framandi og mörgum gæti fundist en ég vara ykkur við að Nduja er mjög sterkt.

Nduja er í raun sterk ítölsk pylsa í smurformi en ef ég á að líkja bragðinu við eitthvað þá er það ekkert svo ósvipað spænska Chorizo.

Þannig að ef þú elskar sterkan mat og chorizo eða pepperoni sem dæmi þá er þessi réttur eitthvað fyrir þig.

Ég ætla nú ekki að leggja það á ykkur að gera sjálf Gnocchi pastað enda alveg óþarfi þar sem nú er komið á markað Gnocchi frá DeCecco.

Það má líka alveg notað eitthvað annað pasta í réttinn en Gnocchi eins og skrúfur en það er til alls kyns úrval af góðu pasta frá De Cecco.

Ég lofa að þennan rétt tekur ekki nema max 10 mínútur að gera og samt er hann afar bragðmikill og góður. En hugmyndina af sósunni fékk ég hjá vinkonu minni Nigellu.

Ég ákvað samt að hafa minn rétt allt öðruvísi en hennar og nota það sem ég veit að passar vel saman, eins og tómata, basiliku og Buffallo mozzarella.

Mæli með að hafa með honum gott hvítlauksbrauð og salat og nóg af sætum drykk eða mjólk til að drekka með því eins og ég segi þá er hann sterkur.

Einfalt og gott Gnocchi pasta með Nduja

-Samstarf- Ég veit að nafnið á réttinum hljómar smá eins og kínverska, eða allavega mjög framandi myndi ég segja. Margir kannski vita… Matur Einfalt og gott Gnocchi pasta með Nduja European Prenta
Serves: 4-6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 1 Pakki eða 500 gr af Gnocchi frá De Cecco 
  • 60 gr smjör 
  • 150 gr Nduja (ég keypti mitt í Krónunni en hef líka séð í Fjarðarkaup en það er í krukku eins og pesto)
  • Ein lúka af ferskri basiliku 
  • 8-10 stk smátt skornir cherry eða aðrir smátómatar 
  • 3-4 msk Olífuolía 
  • 1 kúla buffalo mozzarella 
  • Þurrkað basil 

Aðferð

  1. Sjóðið Gnocchi eftir leiðbeiningum á pakka en það á bara að sjóða í 2 mín og munið að salta vatnið vel 
  2. Bræðið smjör á djúpri pönnu við vægan hita og þegar smjörið er bráðnað setjið þá Nduja út á pönnuna 
  3. Hrærið vel í og bætið 3-4 msk af pastavatninu út í sósuna og hrærið þar til úr verður silkimjúk sósa
  4. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið pastað út í sósuna 
  5. Færið svo yfir í fallegt ílát og dreitlið ólífuolíunni yfir og smátt skornum tómötum en ég sker þá í þunnar sneiðar 
  6. Rífið svo Buffalo ostinn yfir og kryddið með þurrkaðri og ferskri basiliku 
  7. Berið fram með heitu hvítlauksbrauði og góðu salati 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here