Ostasalat sem þú munt liggja í

höf: maria

-Ekki samstarf-

Ég viðurkenni það ég er mjög sein upp á ostasalat vagninn, en ég smakkaði ostasalat í fyrsta skiptið núna um daginn.

Ég hef oft heyrt af ostasalati, séð ostasalat í veislum og séð til fólks fá sér aftur og aftur og aftur, og allan tímann dásama slíkt salat.

Hvort það sé sama salat og þetta veit ég ekki. En ég veit það að þegar ég smakkaði þetta dásemdarsalat hjá elsku Línu vinkonu minni, þá var ekki aftur snúið.

Ég hreinlega gat ekki stoppað, og ég fékk mér aftur og aftur og aftur. Ég skil ekki hvernig í ósköpunum ég gat látið þetta salat fram hjá mér fara í allann þennan tíma.

Lína mín setur alltaf ögn af smátt skornum döðlum í sitt salat sem ég veit að er ekki gert venjulega. Ég bætti svo um betur og bætti líka við það ögn af valhnetum.

Þið megið alveg ráða hvort þið gerið það líka en mér finnst salatið fullkomið þannig.

Lína mín er algjör höfðingi heim að sækja og gerir svo dásamlega fallegar veislur, og það sem mestu skiptir er að allar veitingar sem hún býður upp á klikka aldrei.

Ostasalat sem þú munt liggja í

-Ekki samstarf- Ég viðurkenni það ég er mjög sein upp á ostasalat vagninn, en ég smakkaði ostasalat í fyrsta skiptið núna um… Lítið og létt Ostasalat sem þú munt liggja í European Prenta
Prep Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 1 dós sýrður rjómi 
 • 1/2 dós Gunnars majónes (minni dósinn þessi sem er 250 ml)
 • 1 rauð paprika (ég notaði Ramiro)
 • 1 lítill púrrulaukur eða 1/4 stór 
 • Rauð vínber eftir smekk 
 • 1 Mexikó kryddostur 
 • 1 hvítlauks kryddostur (mér finnst frá Örnu betri, persónulegt mat)

Valfrjálst: 

 • 1/2 dl smátt skornar döðlur 
 • 1/2-1 dl smátt skornar valhnetur eða pekanhnetur

Aðferð

Best er að gera salatið kvöldinu áður, en það geymist alveg upp í 5 daga í ísskap. Mér finnst líka gott að taka það úr kælir eins og 30 mín áður en þess er neytt
 1. Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma í skál 
 2. Skerið paprikuna smátt og púrrulaukinn 
 3. Skerið svo vínberin í þunnar skífur (mér finnst það best þannig) 
 4. Mér finnst betra ef osturinn er skorinn niður í litla ferninga en ekki of stóra bita 
 5. Setjið svo ostinn, paprikuna, púrrulaukinn og vínberin út í majónesblönduna og hrærið vel 
 6. Ef þið notið döðlur og hnetur þá þarf að skera það frekar smátt og setja saman við og hræra 
 7. Berið fram með góðu kexi, súrdeigsbrauði, nýbökuðu baguette eða því sem þér finnst passa vel með ostum

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here