Dásamlegar amerískar súkkulaðibitakökur með seigri og mjúkri miðju

höf: maria

Um daginn þegar ég kom heim úr flugi var Raggi maðurinn minn búinn að baka svo geggjaðar súkkulaðibita kökur eins og þær gerast bestar.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_4954-683x1024.jpg

Hann hafði lumað á uppskriftinni í öll þau ár sem við höfum verið saman en hann fann hana í gamallri skissubók út í bílskúr.

Mikið var ég glöð að hann fann þessa dásemdaruppskrift því þetta eru akkurat kökur eins og mig hefur dreymt um að gera.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_4956-683x1024.jpg

Ef þið viljið fá einhverja hugmynd um hvernig þær eru þá myndi ég lýsa þeim eins og kökunum sem fást í Costco eða á Subway bara miklu betri.

Auðvitað er það sem er gert heima alltaf best, en þessar eru með stökkum köntum en mjúkar og seigar í senn inn í miðju.

Ekki skemmir svo fyrir að þær eru súper dúper auðveldar að gera, ef hann gat gert þær þá getið þið það !! Nei segi bara svona en Raggi má eiga það að allt sem hann gerir er gott.

Auk þess er hann sérlegur smakkari hjá mér og smakkar allt sem ég set hér inn á síðuna, enda treysti ég mikið á hans bragðlauka og matarsmekk.

Ég mæli með að þú prófir að gera þessar en vara þig jafnframt við því að þær eru svo hættulega góðar að þú munt ekki geta stoppað.

Úr þessari uppskrift nást 12 kökur sem eru frekar stórar eða svona eins og alvöru cookies sem maður fær í Ameríku eða Costco.

Ef ykkur langar að fylgja mér á Instagram farið þá inn á hér og ýtið á follow <3 Uppskriftin af kökunum er hér fyrir neðan.

Dásamlegar amerískar súkkulaðibitakökur með seigri og mjúkri miðju

Um daginn þegar ég kom heim úr flugi var Raggi maðurinn minn búinn að baka svo geggjaðar súkkulaðibita kökur eins og þær… Bakstur Dásamlegar amerískar súkkulaðibitakökur með seigri og mjúkri miðju European Prenta
Serves: 12 kökur Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 100 gr sykur 
 • 165 gr púðursykur 
 • 1 tsk fínt borðsalt 
 • 115 gr bráðið smjör 
 • 1 egg 
 • 1 tsk vanilludropar 
 • 155 gr hveiti 
 • 1/2 tsk matarsódi 
 • 220 gr dökkt eða ljóst súkkulaði ( ég notaði semi-sweet súkkulaðidropa sem fást í Costco en það má líka skera niður súkkulaði í grófa bita eða kaupa hvaða súkkulaðidropa sem er, jafnvel setja hvítt og dökkt súkkulaði 50/50) 

 

Aðferð

 1. Þeytið saman í hrærivél sykur, salt og smjör þar til það verður kekkjalaust og þykkt 
 2. Bætið þá egginu saman við ásamt vanilludropum og þeytið þar til það verður þykkkt, létt og loftkennt 
 3. Setjið þá næst hveitið og matarsódann og hrærið saman með sleikju eða sleif en ekki í hrærivél og passið að hræra ekki of mikið því þá verða kökurnar ekki eins góðar, bara rétt svo að blanda saman á þessu stigi 
 4. Setjið að lokum súkkulaðið út í og hrærið aftur sem minnst með sleif eða sleikju. Kælið deigið í minnst 30 mínútur, því lengur sem þið kælið deigið því betri kökur en Raggi gerði þetta deig að kvöldi og geymdi í ísskáp yfir nótt......
 5. Hitið ofninn á 180 °C blástur og setjið bökunarpappír á plötu 
 6. Best er að móta svo kökurnar með smákökuskeið eða ísskeið (hér t.d fæst sniðug skeið en notið þá stærri skeiðina) 
 7. Raðið svo hverri kökukúlu úr skeiðinni með 10 cm á milli svo þær leki ekki saman og hafið eins og 5 cm frá endanum á plötunni svo þær leki ekki út af
 8. Bakið svo í 12-15 mínútur eða þar til kantarnir eru aðeins búnir að dökkna en eru ljósari í miðju, Raggi hafði þær í sléttar 13 mínútur. Ekki baka þær of mikið þá verða þær ekki mjúkar inn að miðju
 9. Athugið að þegar kökurnar fara í ofninn þá eru þær í kúluformi en leka svo niður og verða flatar við bakstur 

Punktar

Gott er að geyma kökurnar í zip it poka eða lofttæmdu boxi. Ég set þær stundum í frystir og tek svo út eina og eina og læt þiðna á borði í eins og 15 mínútur.

Verði ykkur að góðu í boði Ragga

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

1 Athugasemd

Kökurnar sem gerðu allt brjálað September 8, 2022 - 8:35 pm

[…] Sætindi […]

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here