Basknesk ostakaka frá Spáni

höf: maria

-Samstarf-

Held það sé löngu kominn tími á að ég setji inn eina spænska og góða uppskrift en þess ostaka er búin að vera allt of lengi á to do listanum hjá mér.

Basknesk ostakaka er eitthvað sem þeir sem fara til Spánar falla fyrir og er hún oft kölluð Tarta de queso de la viña.

Ástæðan fyrir vinsældum hennar er líklegast áferðin og bragðið, en kakan er bökuð líkt og New York ostakakan.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_6119-683x1024.jpg

Munurinn á þessum tveimur kökum er þó mikill hvað varðar bragð og áferð en baskneska ostakakan er með brennda stökka kanta og mjúka miðju.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_6105-683x1024.jpg

Ég veit að eitthvað sem er brennt hljómar kannski ekki vel en hér gerir það kökuna að því sem hún á að vera og þannig á hún akkurat að vera.

Brennd ofan á og á hliðunum, með mjúka búðingslega miðju og engan botn eins og er í hefbundnum ostakökum.

Basknesk ostaka á rætur sínar að rekja til San Sebastian, nánar tilgetið á bar sem hét La viña og þaðan er nafn hennar dregið.

Basknesk ostakaka á að vera þykk, með grófum brenndum köntum og mjúkri miðju sem segja má að sé hjartað í kökunni.

Brenndu kantarnir og efsta lagið gefa kökunni eins konar karamellubragð, eitthvað svipað og í creme brulee en sykurinn í kökunni kallar fram þetta einstaka bragð og áferð.

Ég mæli með að þú prófir að gera þessa köku enda er hún fáranlega auðveld og inniheldur einungis 5 hráefni sem þú getur hrært saman í höndunum.

Hér þarf enga hrærivél né vesenisaðferð, en það eina sem er mikilvægt er að kakan fái að taka sig og verða þétt í sér með því að láta hana kólna í ofninum og setja svo í kælir í minnst 4 klst.

Basknesk ostakaka frá Spáni

-Samstarf- Held það sé löngu kominn tími á að ég setji inn eina spænska og góða uppskrift en þess ostaka er búin… Bakstur Basknesk ostakaka frá Spáni European Prenta
Serves: 6 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Hafið öll hráefnin við stofuhita en það er algjör skylda 

  • 600 gr Philadelphia Original rjómaostur 
  • 3 dl rjómi 
  • 230 gr sykur 
  • 4 egg 
  • 2 msk hveiti 

Aðferð

  1. Kveikjið á ofninum á undir og yfirhita (alls ekki blástur) á 230 °C 
  2. Takið fram 18-20 cm smelluform með háum hliðum (minnst 7 cm hátt) og setjið smjörpappír inn í formið og látið pappírinn standa vel upp úr með köntunum 
  3. Munið að hafa öll hráefnin við stofuhita, og takið fram skál og písk 
  4. Setjið rjómaostinn og sykurinn saman í skál og hrærið saman með písknum
  5. Bætið næst eggjunum út í eitt í einu og hrærið með písknum á milli og bætið þá hveitinu út í og hrærið 
  6. Setjið svo rjómann að lokum og hrærið vel saman þar til allt er vel blandað saman og hellið svo í formið 
  7. Stingið í ofninn í 40 mínútur og þegar sá tími er liðinn slökkvið þá á ofninum og látið kökuna vera áfram í ofninum þar til hún kólnar 
  8. Stingið kökunni þá inn í ísskáp í minnst 4 klst og berið svo fram 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here