Gamla góða aspasrúllubrauðið sem klikkar aldrei

höf: maria

-Samstarf-

Gamla góða aspasrúllubrauðið, sem örugglega flestir þekkja úr veislum síðan í gamla daga, er eitthvað sem klikkar aldrei í veislu.

Ég bara skil hreinlega ekki af hverju ég hef ekki sett uppskriftina af þessu brauði hér inn á bloggið fyrir löngu síðan.

Líklegast því það er uppskrift af því undir highlihgts á Instagramminu mínu þar sem ég gef afar einföld veisluráð og uppskrift af þessum rétti m.a.

Þessi veisluráð hafa hjálpað ansi mörgum við að undirbúa veislur á einfaldan hátt, en þau getið þið séð með því að fara inn á Instagrammið mitt hér í higlights/veisluráð.

Ég veit að það eru til ótal útgáfur af þessum rétti og hver og einn gerir hann líklegast á sinn hátt. Ég hef gert hann alls kyns og allavega en þessi útgáfa finnst mér vera best.

Ég fékk þessa útgáfu, eða svipaða, hjá Auði vinkonu í afmæli á sínum tíma og ákvað að reyna að leika hann eftir.

Hvort rétturinn er nákvæmlega eins og hennar er ég ekki viss, en þetta er sú útgáfa sem ég nota alltaf í veislur og klárast upp til agna.

Ég prófaði í þetta skiptið að nota Heinz majónes í réttinn, sem mér finnst besta erlenda majónesið og nota mikið í sósur t.d í þessa piparmajó sósu hér.

Hægt er að fá Heinz majónes í tveimur stærðum, í krukku og kreistitúpu sem mér finnst vera algjör snilld.

Ég er ekki frá því að rétturinn hafi aldrei verið betri en núna enda er þetta majónes með svo góða silkumjúka áferð og bragðgott.

Ég get ekki annað en hvatt þig til að hafa þetta rúllubrauð í öllum þínum veislum, því það er svo ótrúlega auðvelt að gera og klárast alltaf.

Endilega kíktu inn á Instagrammið, til að sjá hvernig ég geri brauðin, og þú munt sannfærast um hversu auðvelt er að gera þau.

Gamla góða aspasrúllubrauðið sem klikkar aldrei

-Samstarf- Gamla góða aspasrúllubrauðið, sem örugglega flestir þekkja úr veislum síðan í gamla daga, er eitthvað sem klikkar aldrei í veislu. Ég… Brauð Gamla góða aspasrúllubrauðið sem klikkar aldrei European Prenta
Serves: 4 brauð 16 manns Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 4 stk rúllutertubrauð 
  • 1 askja skinkumyrja 
  • 1 askja sveppasmurostur 
  • 2,5 dl Heinz majónes og auka til að smyrja á brauðið fyrir hitun 
  • 1 dós grænn aspas 
  • 1 dós sveppir 
  • 250 gr smátt skorin skinka 
  • Rifinn ostur 
  • Smá paprikuduft 

Aðferð

  1. Afþýðið brauðin
  2. Setjið báða ostana ásamt majónesi saman í skál og hrærið saman 
  3. Hellið næst eins og helmingnum af safanum úr bæði sveppadósinni og aspasdósinni út í skálina og hrærið. Hellið restinni af safanum af dósunum og setjið aspasinn og sveppina út í skálina (mér finnst gott að skera sveppina aðeins smærra niður) 
  4. Skerið skinkuna smátt niður og setjið í skálina og hrærið öllu vel saman 
  5. Rúllið nú brauðinu út svo það verði ferningur og smyrjið gumsinu yfir allt brauðið, ekki hafa of þykkt og mikið á hverju brauði (mér finnst gott að hafa brauðið á bökunarplötunni þegar ég geri þetta svo ég þurfi svo ekki að færa það yfir) 
  6. Rúllið næst brauðinu upp og endurtakið við öll 3 brauðin sem eru eftir 
  7. Smyrjið næst majónesi í þunnu lagi yfir brauðin og líka á hliðarnar, þannig að brauðin eru alveg þakin majónesi 
  8. Stráið rifnum osti yfir og sáldrið smá paprikudufti yfir ostinn 
  9. Stingið í 195-200 °C heitan ofninn á blæstri í 15-20 mínútur eða þar til er orðið gyllinbrúnt og berið fram heitt.
  10. Ef það verður afgangur er gott að hita það aftur upp í ofni á sama hita í eins og 10 mínútur og þá verður það sem nýtt

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here