BBQ Twister með piparmajó sem er aðeins of góður

höf: maria

Mynduð þið trúa mér, ef ég segði ykkur, að það að gera heimagerðan BBQ twister, sem er í senn hollari, ódýrari og jafnvel enn betri, tæki styttri tíma en að fara út í bíl og bíða í röð eftir einum slíkum á skyndibitastað ??

Nei eflaust ekki en ég sver að þessi er svaka auðveldur og tekur mjög stuttan tíma að gera. Auk þess er hann bara aðeins of góður !!

 Ég get glatt ykkur með því tilkynna ykkur að vefjurnar frá Mission Wraps eru komnar til landsins. Þær eru alveg fullkomnar í þennan rétt.

Til að fá svo þetta útlenska bragð var ekki að spyrja að því að ég notaðist við Majónesið frá Heinz. Það gerði það að verkum að það fannst akkurat engin munur á hinni upprunalegu sósu og svo þessari !

Það sem er síðan allra best við þetta er að hér þarf ekki að djúpsteikja kjúllann, né neitt vesen. Heldur velti ég honum upp úr Kornfleksi og bakaði hann í ofninum.

BBQ Twister með piparmajó sem er aðeins of góður

Mynduð þið trúa mér, ef ég segði ykkur, að það að gera heimagerðan BBQ twister, sem er í senn hollari, ódýrari og… Aðalréttir BBQ Twister með piparmajó sem er aðeins of góður European Prenta
Serves: 4-6
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Kjúllinn

  • 800 gr úrbeinuð læri
  • 6 bollar mulið kornflakes
  • 1/2 bolli hveiti
  • 4 egg
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk cayenne pipar
  • 2 tsk þurrkað Timian
  • 1-2 pakka af Mission Wraps með grillrönd
  • 2 bollar af Classic eða Sweet BBQ sósu frá Heinz
  • Lambahaga kál í potti
  • 1 box kirsuberjatómata
  • Cooking sprey

Piparmajónessósa:

  • 2 dl Heinz majónes
  • 2 tsk sítrónusafi beint úr ávextinum
  • 1 tsk svartur pipar
  • 1/2 tsk borðsalt

Aðferð

  1. Setjið hveiti í eina skál og mulið kornflakes í aðra
  2. Hrærið eggjunum saman ásamt 2 tsk salt, 2 tsk cayenne pipar og 2 tsk þurrkað Timian í þriðju skálina
  3. Hitið ofninn á 210 C°blástur
  4. Skerið svo kjúklinginn í minni bita, eins og langa gúllasbita
  5. Byrjið á að velta kjúklingnum fyrst upp úr hveiti, svo eggi og að lokum upp úr kornflakesi
  6. Raðið bitunum á ofnplötu með bökunarpappa og spreyið á pappan með Cooking sprey-i
  7. Setjið svo í ofn í 25-30 mínútur og útbúið grænmetið og piparmajóið á meðan
  8. Skerið tómatana í pínulitla bita (svona eins og er í salsasósum), skerið svo kálið
  9. Í piparmajóið er öllu hrært saman þ.e majónesi, pipar, salti og sítrónusafa
  10. Þegar kjúklingurinn er tilbúin er BBQ sósu helt yfir hann á bökunarplötunni og hrært vel saman (má sleppa ef þið viljið ekki BBQ)
  11. Síðan er vefjan sett saman með því að smyrja á hana piparmajó, setja svo kál og tómata og að lokum kjúklinginn og rúlla upp

Súper stökkur og geggjað bragðgóður, það er bara ekki hægt að biðja um meira.

Verði ykkur að góðu

María

Endilega fylgist með mér á instagram hér

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

6 Athugasemdir

Elsa June 4, 2019 - 10:23 pm

Mjög girnilegt 😊 hvar fást vefjurnar?

Svara
maria June 4, 2019 - 10:25 pm

Takk fyrir það 🙂 þessar fást í Krónunni

Svara
Rakel June 5, 2019 - 6:07 pm

Takk fyrir okkur í gær , ekkert smál gott !!

Svara
maria June 5, 2019 - 8:39 pm

Það var nú lítið og takk fyrir að koma, svo gaman að fá ykkur 🙂 <3

Svara
Anna April 12, 2021 - 7:20 pm

Takk fyrir frábæra uppskrift, sló í gegn hjá þremur unglingum hér á bæ

Svara
maria April 14, 2021 - 10:13 am

æ en dásamlegt að heyra 🙂 Mín er sko ánægjan <3

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here