Churros con chocolate á spænska vísu

höf: maria

Það eru örugglega margir sem kannnast við að hafa smakkað Churros á Spáni en spænskara en það og hráskinka getur það ekki orðið. Á spáni er Churros oftast borðað sem morgunmatur á sparidögum.

Við fjölskyldan mín á Spáni fáum okkur t.d. alltaf churros áður en við förum á Laugardagsmarkaðinn í Guadix.

Hefðbundið ekta spænskt churros er yfirleitt gert úr eingöngu vatni, hveiti, salti og lyftidufti en hér má finna t.d uppskrift af svona hefðbundnu churroi.

Hins vegar má finna alls kyns útgáfur í dag af curros eins og fyllt churros með vanillukremi, Oreochurros sem ég hef gert og mun kannski deila seinna með ykkur, súkkulaðihúðað Churros og svona mætti lengi telja.

Ég hins vegar ákvað að gera churrosið frekar hefðbundið nema ég bætti í deigið eggi, smjöri og vanilludropum. Við það verða þeir enn gómsætari og bragðmeiri en hinir hefðbundnu churros.

Svo auðvitað er það algjör skylda að dýfa churrosinu í súkkulaði því annars væri það ekki alvöru churros máltíð skal ég segja ykkur. Þessum churros er síðan betra að velta aðeins upp úr sykri blandaðan við örlítinn kanil.

Þó churros sé djúpsteikt þurfið þið ei að hræðast því hér nota ég bara djúpa pönnu og olíu svo það er meir eins og maður sé að steikja á pönnu en djúpsteikja. Hér þarf ekki djúpsteikingarpott eða sérstök áhöld.

Ég lofa þetta er súper auðvelt að gera.

Það eru örugglega margir sem kannnast við að hafa smakkað Churros á Spáni en spænskara en það og hráskinka getur það ekki… Bakstur Churros con chocolate á spænska vísu European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

 • 250 ml vatn
 • 55 gr ósaltað smjör
 • 1 msk sykur
 • 1/4 tsk salt
 • 140 gr hveiti
 • 1 stórt egg
 • 1/2 tsk vanilluextract eða vanilludropar
 • 1 líter grænmetisolía

Sykur til að velta upp úr:

 • 1/2 bolli sykur
 • 3/4 msk kanill

Súkkulaðið með Churrosinu:

 • 100 gr 70 % súkkulaði
 • 1 dl rjómi
 • klípa af salti

Aðferð

Churroið:

 1. Byrjið á að hræra saman sykurinn og kanilinn sem á að fara utan á og setjið á matardisk
 2. Nú byrjum við á sjálfu churrosinu
 3. Vatn, smjör og sykur er sett saman í pott og látið byrja að sjóða, lækkið þá hitann niður í miðlungshita
 4. Bætið svo hveitinu út í pottinn smátt og smátt og hrærið vel í á meðan, mjög svipað og þegar maður gerir vatnsdeigsbollur
 5. Færið nú deigið yfir í skál og látið kólna í eins og 5-10 mínútur við opinn glugga
 6. Bætið svo vanillu og eggi við í skálina og byrjið strax að þeyta með handþeytara, þar til deigið er orðið silkimjúkt og vel þjappað saman í kúlu
 7. Setjið deigið í sprautupoka með frekar stórum stjörnustút
 8. Mér finnst best að sprauta svo deigi á smjörpappa í lengjur og klippa í kring um hverja lengju svo hver og ein fái sinn pappa
 9. Hitið nú olíuna á djúpri pönnu og setjið smá deig út á til að vita hvort hún sé heit. Þegar hún er orðin heit lækkið þá ögn undir henni, ekki mikið bara aðeins
 10. Setjið nú eins og 3-4 lengjur á smjörpappa út á olíuna og takið pappan með töng strax af, mjög þægilegt að gera þetta svona svo slettist ekki á mann olía
 11. Þið getið farið inn á instagrammið mitt og séð hvernig ég geri þetta undir highlights
 12. Steikið þar til þeir eru orðnir vel gyllinbrúnir og passið að hafa þá nógu lengi svo þeir verði ekki hráir inní.
 13. Setjið þá svo ofan á disk með eldhúspappír til að taka af alla auka olíu
 14. Að lokum er þeim svo velt upp úr sykurblöndunni

Súkkulaðið:

 1. Setjið allt saman í pott og hrærið stöðugt í meðan súkkulaðið er að bráðna
 2. Berið svo fram heitt með churrosinu

Það er alveg á hreinu að krakkar jafnt sem fullorðnir elska Churros á þessu heimili svo ég mæli klárlega með að þið prófið.

Verði ykkur að góðu

María 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd