Gormet pizza með eðal ostabrauðstöngum sem þú verður að prófa

höf: maria

-samstarf-

Hér kemur sko föstudagspizzan sem þú vilt hafa í fínu pizzaboði, nú eða líka bara á hefðbundnu föstudags pizzakvöldi.

Pizzan er án pizzasósu því hér notaði ég döðlusultu í stað hennar og toppaði svo með beikon, 3 tegundum af ostum, kryddhnetukurli og dásamlegri rauðlaukssælu.

Við vitum jú öll hvað döðlur og beikon fara vel saman er það ekki ? Og því ekki að prófa það á pizzu ? Útkoman varð algjört lostæti.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_0534-683x1024.jpg

Rucola pesto ostabrauðstangirnar voru ekki síðri en þær verða að vera með pizzuni því þessi tvenna var eitthvað annað góð.

Í stað þess að nota brauðstangarolíu notaði ég geggjaða vöru sem kallast Fjallkonumær og er Rucola pesto frá pesto.is sem er eitthvað annað gott.

Ég var svo heppin að fá að prófa dásamlegar vörur frá pesto.is sem ég get sagt að eru hreint út sagt algjört lostæti, sem þið bara verðið að prófa.

Ég fékk m.a að prófa dásamlegu döðlusultuna frá þeim en þannig kviknaði hugmyndin hjá mér að þessari pizzu og brauðstöngum sem þið verðið að prófa.

Pesto.is er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem framleiðir sælkeravörur úr sem hreinasta hráefni og hægt er. Notuð er hágæða ólífuolíu frá Olio Nitti í ferskvöruna sem dæmi.

Önnur vel valin hráefni eru notuð í frameiðslunni og allt er unnið í höndum, auk þess að tryggt er sem minnstu notkun á rotvarnarefnum og henta vörurnar einnig vel fyrir Vegan.

Ég er að segja ykkur það að þessi pizza og brauðstangirnar voru bara hreint út sagt dásamlegt enda ekki hægt að klikka þegar maður er með slík gæðahráefni.

Pizzan kláraðist líka hratt og örugglega ásamt brauðstöngunum en mig er enn að dreyma um þetta combo.

Sölustaðir pesto.is koma fram neðst í uppskriftinni en það fæst víða á landinu og á pottþétt eftir að koma til með að fást á fleiri stöðum enda hágæðavara.

This image has an empty alt attribute; its file name is IMG_0544-683x1024.jpg

Gormet pizza með eðal ostabrauðstöngum sem þú verður að prófa

-samstarf- Hér kemur sko föstudagspizzan sem þú vilt hafa í fínu pizzaboði, nú eða líka bara á hefðbundnu föstudags pizzakvöldi. Pizzan er… Pizzur Gormet pizza með eðal ostabrauðstöngum sem þú verður að prófa European Prenta
Serves: Fyrir tvo Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Pizzan 

Ostabrauðstangir 

 • Tilbúið pizzadeig að eigin vali ég notaði súrdeigs 
 • Rucola pestoið Fjallkonumær frá pesto.is 
 • Rifinn Mozzarella ostur 
 • Rifinn parmesan ostur 

Aðferð

Pizzan 

 1. Hitið ofninn á það allra heitasta sem hann kemst í á blæstri 
 2. Fletjið Pizzadeigið út og smyrjið á það döðlusultunni eins og þið væruð að nota pizzasósu (ekki nota pizzasósu samt og ekki forbaka deigið) 
 3. Setjið næst rifna mozzarella ostinn yfir og skerið ferska ostinn í þunna hringi og setjið ofan á rifna ostinn 
 4. Takið næst beikon og klippið í tvennt, krullið það svo með því að snúa sinnhvorn endanum í sitthvora áttina og leggjið þannig á pizzuna 
 5. Stráið svo ögn af púðursykri yfir beikonið sjálft 
 6. Setjið næst rauðlaukssæluna á hér og þar á milli beikonsins og smátt skornu döðlurnar 
 7. Sáldrið svo kryddkurlinu yfir allt, ásamt parmesan ostinum 
 8. Stingið í ofninn en tíminn fer eftir hita á ofninum svo best er að fylgjast bara með pizzunni 

Ostabrauðstangir 

 1. Fletjið deigið út í stuttan ferning 
 2. Smyrjið svo pestóinu yfir ferninginn og stráið rifnum mozzarella yfir 
 3. Lokið svo ferningnum eins og bók og pennslið ofan á hann þunnu lagi af pestoinu og stráið smá mozzarella og rifnum parmesan osti yfir 
 4. Bakið með pizzunni í ofninum svo þær verði til á sama tíma 
 5. Skerið svo eins og gert er við brauðstangir eða í eins og 5 cm lengjur 

Punktar

Sölustaðir Pesto.is eru Mosfellsbakarí, Matarbúðin Nándin Hafnarfjörður, Passion og frú Lauga í Reykjavík, GK bakarí og Fesía Selfossi, Vigtin Bakhús Vestmannaeyjar, Hérastubbur bakarí Grindavík, Sveitabúðin UNA Hvolsvelli og nú líka fáanlegt í Hagkaup

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here