Möndlusmákökur með suðrænu ívafi

höf: maria

-Samstarf-

Hér eru kökur fyrir þá sem elska að hafa eitthvað gott að maula á á aðventunni með kaffinu, sem er þó ekki alveg dísætt eins og margar smákökur eiga til að vera.

Þessar möndlukökur minna mig ögn á ítölsku kökurnar cantucci eða biscotti hvað bragðið varðar. Ekki dísætar en mátulega sætar til að hafa með kaffinu.

Ef þig langar að hafa kökurnar aðeins meira djúsí þá er hægt að setja dökkt súkkulaði á þær en ég gerði það við helmingin af kökunum, þar sem krakkarnir vildu þær með súkkulaði á.

Ég hins vegar vil þær án súkkulaðis svo ykkar er valið. Ég notaði 85 % súkkulaði frá Rapunzel þar sem það er ekki of sætt og gefur djúpt súkkulaðibragð.

Meginhráefnið og aðalstjarnan í kökunum er möndlusmjör og hakkaðar möndlur. Möndlusmjörið gefur kökunum þetta dásamlega möndlubragð.

Hökkuðu möndlurnar gefa kökunum bit undir tönn sem ég elska. Ég notaði Rapunzel möndlusmjörið en það eru 100 % möndlur í því, auk þess sem það er lífrænt ræktað og algjör gæðavara.

Kökurnar eru stökkar á köntunum og svo mjúkar inn að miðju, en ég elska að hafa þær þannig. Ég baka þær þá á styttri tímanum, en ef þú vilt hafa þær alveg stökkar þá geturðu valið lengri tímann.

Ef þú ert meira fyrir svona amerískar smákökur þá mæli ég með mjúkri miðju, ef þú ert meira fyrir svona stökkar biscotti kökur þá mæli ég með að baka þær lengur.

Það sem skemmir síðan ekki fyrir er að kökurnar eru afar eindaldar að gera og tekur stuttan tíma að henda í þær. Deigið þarf ekkert að kólna né neitt vesen og því tilvalið fyrir óþolinmóða eins og mig.

Team súkkulaði eða ekki súkkulaði, team stökkir kantar, mjúk miðja eða stökkar harðar biscotti kökur. Hér ræður þú ferðinni og útkoman eins og þú vilt hafa hana.

Möndlusmákökur með suðrænu ívafi

-Samstarf- Hér eru kökur fyrir þá sem elska að hafa eitthvað gott að maula á á aðventunni með kaffinu, sem er þó… Bakstur Möndlusmákökur með suðrænu ívafi European Prenta
Serves: 32 stk Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

  • 350 gr hveiti 
  • 1/2 tsk lyftiduft 
  • 1/2 tsk matarsódi 
  • 1 tsk salt 
  • 225 gr mjúkt smjör 
  • 210 gr púðursykur 
  • 200 gr sykur 
  • 250 gr Rapunzel möndlusmjör (Mandelmus)
  • 2 egg 
  • 1 msk vanilludropar 
  • 150 gr hakkaðar möndlur 
  • Valfrjálst: Gróft salt til að dreifa yfir kökurnar fyrir bakstur 
  • Valfrjálst: Dökkt súkkulaði til að setja á kökurnar eftir bakstur 

Aðferð

  1. Byrjið á að setja smjörpappír á bökunarplötu og hita ofn á 175 °C blástur 
  2. Blandið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda í skál og leggjið til hliðar 
  3. Setjið næst mjúkt smjörið í hrærivél og þeytið þar til verður smá loftkennt, bætið þá púðursykri og sykri saman við og hrærið þar til verður létt og ljóst 
  4. Bætið þá möndlusmjörinu saman við og hrærið vel saman 
  5. Setjið svo vanilludropa og eitt egg í einu saman við og hrærið vel milli eggja svo að þau fari vel inn í deigið
  6. Bætið svo þurrefnunum úr skálinni saman við í tvennu lagi og hrærið vel saman en þó ekki of mikið 
  7. Mótið svo kúlur með lítillri kökuskeið eða úr c.a 2 tsk af deigi og setjið á bökunarplötuna 
  8. Fletjið svo kúlurnar út með gaffli en ég pressa gafflinum í báðar áttir svo komi eins og ferningamynstur á kökurnar
  9. Ef þú vilt hafa gróft salt þá er því dreift yfir kökurnar (ekki of mikið samt) áður en þær fara í ofninn 
  10. Bakið í 10-12 mínútur. Tíu ef þú vilt mjúka miðju en 12 ef þú vilt hafa þær alveg stökkar
  11. Látið kólna í eins og 5 mínútur á bökunarplötunni og færið þær þá yfir á grind til að kólna alveg
  12. Fyrir þá sem kjósa með súkkulaði þá bræði ég það í örbylgju í 20-30 sekúndur í senn og hræri á milli. Dreifið súkkulaðinu yfir kökurnar eftir að þær eru búnar að kólna eða dýfið jafnvel helming af köku ofan í og látið storkna 

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here