Ekta heimagerðir bakaríssnúðar

höf: maria

Þessa uppskrift fann ég í tímariti eldri borgara á Mörkinni og bara gat ekki staðist það að prófa hana. Ég var búin að klippa hana út, og geyma og gleyma, þar til ég var að skoða instagrammið mitt um daginn.

Þar  sá eina sem er búsett í Noregi kommenta að hún saknaði svo íslenska bakaríssnúðsins. Undir þetta tóku fleiri Íslendingar búsettir erlendis.

Þá allt í einu mundi ég eftir þessari uppskrift og ákvað að sannreyna hana og prófa og jú ég held að það sé ekki hægt að komast nær því að gera copy af íslenskum bakaríssnúðum en þessa.

Elsku Íslendingar búsettir erlendis, þessi uppskrift er fyrir ykkur, og svo alla hina sem bara elska snúða. Uppskriftin er mjög einföld og auðveld að gera en samt smá tímafrek, svo hafið nógan tíma þegar þið gerið hana.

Ekta heimagerðir bakaríssnúðar

Þessa uppskrift fann ég í tímariti eldri borgara á Mörkinni og bara gat ekki staðist það að prófa hana. Ég var búin… Bakstur Ekta heimagerðir bakaríssnúðar European Prenta
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Snúðar:

  • 700 gr hveiti
  • 1 og 1/2 tsk salt
  • 4 tsk þurrger
  • 80 gr sykur
  • 4 dl volgt vatn
  • 1 dl jurtaolía

Fylling:

  • 3 msk sykur
  • 3 msk púðursykur
  • 1 msk kanill

Glassúr uppskrift:

  • 4 dl flórsykur
  • 3 msk kakó
  • 100 gr brætt dökkt súkkulaði
  • 1/2 tsk salt
  • 1-2 msk kaffi
  • 1-2 msk mjólk
  • 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð

Snúðar:

  1. Byrjið á að setja öll þurrefnin saman í skál og hrærið létt saman með króknum á hrærivélinni
  2. Bætið því næst við vökvanum og hnoðið hægt í hrærivélinni fyrst og aukið svo hraðan smátt og smátt
  3. Það þarf að hnoða deigið í heilar 5 mínútur og takið því tímann.
  4. Næst er svo að láta deigið hefast á volgum stað undir röku stykki í 30 mínútur.
  5. Þegar deigið er búið að hefast er hveiti sáldrað á borðið, og deigið tekið úr skálinni
  6. Hrærið næst saman sykrinum og kanilnum í fyllinguna., og fletjið svo deigið út í ferning
  7. Stráið svo fyllingunni jafnt yfir ferningin og rúllið upp í lengju.
  8. Skerið svo lengjuna í hæfilega bita og raðið á bökunarplötu með smjörpappa
  9. Hitið svo ofninn á 50 °c og spreyið hann að innan með volgu vatni
  10. Spreyið svo volgu vatni á snúðana og setjið í ofninn í 45 mín
  11. Gott er að spreyja vatni á þá 1-2 sinnum meðan þeir eru í ofninum, en í þessu ferli eru þeir ekki að bakast heldur eru þeir í volgum ofninum til að hefast.
  12. Þegar 45 mínútur eru liðnar eru snúðarnir teknir út og ofninn hitaður upp í 210 gráður blæstri
  13. Bakist svo  í 10-12 mínútur
  14. Látið kólna á grind meðan glassúr er gerður en um leið og þeir komu úr ofninum penslaði ég þá með sykurvatni svo þeir yrðu alveg eins og í bakaríi
  15. Sykurvatnið gerði ég úr 3 msk af sykri og 4 msk af sjóðandi heitu vatni. Mikilvægt er að pensla þá um leið og þeir koma úr ofninum, sjóðandi heita.

Glassúr:

  1. Bræðið 100 grömm af dökku súkkulaði yfir vatnsbaði og setjið til hliðar.
  2. Næst er flórsykur settur í skál og restin af þurrefnunum
  3. Hrærið þessu saman létt með skeið og setjið svo vökvann útí
  4. Ef glassúrin er of þykkur setjið þá bara dropa og dropa af vatni þar til hann verður hæfilega þykkur
  5. Þegar snúðarnir eru búnir að kólna er glassúrinn settur á og voila alles klar til að borða
  6. Þeir eru alveg geggjað góðir með kaldri mjólk með klaka útí

Ég vona að þið sem búið erlendis náið að uppfylla snúðaþörfina með þessari uppskrift og fáið smá bragð af Íslandi með í æð um leið.

Knús

María 

16 Athugasemdir
18

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

16 Athugasemdir

Hulda June 10, 2017 - 11:58 pm

Líst vel á þessa uppsktift! Var hún fyrir mig:) Svíann?

Svara
maria June 27, 2017 - 8:23 pm

Já auðvitað svo þú getir nú borðað íslenskt bakkelsi þrátt fyrir að hafa yfirgefið landið 😉

Svara
Heiðrún November 12, 2018 - 4:18 pm

Já ætla sko að prufa að baka þessa takk fyrir 🙂

Svara
maria November 12, 2018 - 9:10 pm

Gleður mig að heyra og það var nú lítið 🙂

Svara
Ester Sigurdardottir January 31, 2019 - 5:08 pm

Hvernig myndi þetta virka í gasofni með engum blæstri?

Svara
maria January 31, 2019 - 11:13 pm

Nú bara verð ég alveg að viðurkenna vankunáttu mína gagnvart gasofnum, veit ekki hvernig maður ber sig að með þá.
var einu sinni með þannig á Spáni þegar ég bjó þar hjá pabba en þorði aldrei að nota hann.

Kannski best að googla hvernig hitastig á gasofni er versus rafmagnsofn og vinna út frá því 🙂

Svara
Edda Konraðsdottir September 3, 2021 - 5:06 am

GA söfn er finn svo framarlega sem þú ert ekki að baka fínarr tertur,hveiti lausar.

Svara
Þórdís April 30, 2020 - 2:06 pm

Erum búsett erlendis og vorum að prófa þessa uppskrift, ekkert smá góðir snúðar!

Svara
maria May 5, 2020 - 11:41 pm

Það finnst mér dásamlegt að heyra 🙂

Svara
Birgir May 10, 2020 - 2:43 pm

Eru að hefast í Norskum ofni núna, annað skiptið sem ég geri þessa snúða. Mjög góðir

Svara
maria May 12, 2020 - 12:13 am

En gaman að heyra 🙂

Svara
Rakel June 20, 2020 - 9:47 am

Oh mig langar ađ prófa þessa en à ekki hrærivèl, ætla samt ađ geyma uppskriftina til vonar og vara ef èg eignast einhverntímann þannig grip. Kveđja, Rakel (manchester) 🙂

Svara
maria June 21, 2020 - 9:34 pm

getur líka örugglega hnoðað þá í höndunum en það er auðvitað smá meira mál, kannski sniðugt að helminga bara uppskriftina svo það verði auðveldara að handhnoða 😉

Svara
Linda October 4, 2020 - 8:39 am

Hvernig býrðu til bleikan glassúr? 😍😋

Svara
maria October 7, 2020 - 8:51 pm

Sæl ég hef sett smá ríbena safa út í hann eða smá rauðan matarlit 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here