Marr vefverslun nýjasta æðið á Íslandi

höf: maria

Ég verð að kynna fyrir ykkur vefverslunina Marr, ef þið eruð ekki nú þegar búin að uppgötva hana, en hún er eitt af því nýjasta á sviði hönnunar. Marr er stofnuð af ungu hjónunum Ninnu Stefánsdóttur og Pálma Ketilssyni og reka þau vefverslunina alfarið sjálf, auk þess að gera allar vörurnar sínar í höndunum.

Ninna og Pálmi stofnendur og eigendur Marr

Marr selur vegghengi, blómahengi og hillur sem ofið er úr þræði með aldagamallri macramé aðferð sem á rætur sínar að rekja allt aftur til 13 aldar frá Arabalöndum Norður-Afríku. Macramé aðferðin byggist upp á að hnýta þræði saman. Lengi vel voru það sjómenn sem beittu þessari aðferð til að gera handföng á hnífa, skraut á skip sín eða hengi fyrir flöskur. Leðurbelti og armbönd eru oft gerð með þessari aðferð hnúta og einnig vina armböndin sem skólabörn gera svo oft.

Fallega logoið frá Marr sem Ninna hannaði en errinn mynda hnúta eins og í macramé aðferðinni. Nafnið er dregið af því að þegar Ninna gerir vegghillur marrar í þræðinum og auk þess hefur það tenginguna við sjóinn ,en mar þýðir sjór, en eins og áður kom fram voru það aðallega sjómenn sem beittu macramé aðferðinni til að byrja með.

Orðið Macramé eða migramah er talið koma upprunalega úr Arabísku og þýðir það kögur. Einnig eru kenningar um að það komi frá Tyrklandi  þar sem ofin handklæði voru oft með hnútum og kögri við báða endana til að ganga frá vefnaðinum, voru þau kölluð makrama .

Talið er að aðferðin hafi síðar borist til Evrópu gegnum Spán í márastríðinu. Þaðan barst hún svo til Ítalíu og þar næst Englands, þar sem aðferðin var kynnt fyrir Maríu II Bretlandsdrottingu  á 17 öld. Þaðan barst svo macramé út um gjörvalla Evrópu.

Því er ekki leiðilegt að macramé listin sé komin alla leið til Íslands árið 2017, en aðferðin var þekkt hér áður á sjöunda áratugnum þar sem macramé blómahengi voru mikið í tísku, og fatnaður einnig.

Hér er eitt af fallegu vegghengjunum sem Ninna hefur hnýtt og er selt hjá Marr

En nú aðeins um fyrirtækið sjálft. Ninna er sveitastúlka að Norðan og er heilinn á bakvið Marr. Hún er mikil áhugamenneskja um plöntur og hefur hún það í blóðinu, en allar föðursystur hennar eru miklar blóma og garðyrkjukonur. Hún er einnig mikill matgæðingur og er hún menntaður viðskiptafræðingur frá Bifröst með áherslu á matvælarekstur. Það er því augljóst að um fjölhæfa konu er hér um að ræða.

Ninna stendur þó ekki ein í rekstri Marr því eins og áður sagði er Pálmi maðurinn hennar einnig með Ninnu í að gera vegghengin, en hann t.d. sér um að undirbúa allt fyrir hengin og ýmislegt fleira. Einnig er Pálína litla, 4 ára dóttir hjónana mjög dugleg að sanka að sér trjágreinum til að mamma hennar geti notað þær í vegghengin. Því er óhætt að segja að hér sé um lítið sætt fjölskyldufyrirtæki að ræða, þar sem allir meðlimir eiga sinn þátt í sköpuninni.

Ninna Stefánsdóttir eigandi Marr vefverslunar

Ninna byrjaði að fá mikinn áhuga á macramé vegg-og blómahengjum í ágúst 2016 gegnum Etsy og Pinterest. En hún er mikil plöntukona og vantaði því flottar hugmyndir til að koma plöntunum sínum fyrir. Þegar hún átti erfitt um svefn á kvöldin lá hún yfir þessum síðum og stúderaði macramé vegg og blómahengi. Síðar tók hún áhugan lengra og byrjaði að æfa sig með youtube að hnýta blómahengi á kvöldin þegar allir voru sofnaðir á heimilinu.

Fallegt vegghengi frá Marr 

Brátt var hún búin að hnýta fullt af blómahengjum, hillum og vegghengjum, og heillaðist mágkona hennar svo af þessu hjá henni að hún hvatti Ninnu til að taka áhugamálið enn lengra og stofna vefverslun. Hjónin létu tilleiðast og úr varð Marr vefverslun, sem er stöðugt að verða vinsælli. Sjá má hengin þeirra orðið víða á heimilum íslendinga og hjá flottum instagrömmurum.

Blómahengi, vegghilla og vegghengi frá Marr

Marr er ekki búið að vera starfandi lengi en það var stofnað í oktober 2016. Þrátt fyrir stuttan tíma á markaði eru Ninna og Pálmi búin að festa sér sess með Marr á sviði macramé á Íslandi, og má því segja að í því séu þau frumkvöðlar.

Ég var svo heppin að fá eitt vegghengi frá þeim að gjöf og gæti ég ekki verið ánægðari með það.

Fallega vegghengið sem ég fékk að gjöf frá Ninnu og Pálma í Marr 

Marr er einnig komið með þá nýjung að selja macramé DIY kit fyrir bæði vegg og blómahengi svo ef ykkur langar að spreyta ykkur sjálf og gera ykkar eigin hengi er um að gera að næla sér í eitt á vefsiðunni þeirra á marr.is

DIY kittin frá Marr

Hægt er að panta vegghengin á heimasíðu marr,  á marr.is en þar er að finna úrval fallegra vegg-og blómahengja og hillur. Einnig er hægt að koma með séróskir um hvers konar vegghengi eða annað. Ég legg til að þið kíkjið strax eftir þennan lestur á heimasíðu Marr og splæsið á ykkur einu fallegu hengi eða svo 😉

Að lokum þá megið þið endilega vera dugleg að deila færslunni en það er gert með því að ýta á f takkan hér að neðan 😉

Takk fyrir lesturinn

María 

 

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here