baðherbergið tekið í gegn… fyrir og eftir myndir

höf: maria

Þegar við keyptum húsið ætluðum við upprunalega að notast við gamla baðherbergið sem var fyrir og reyna bara að mála og betrumbæta það. Hinsvegar þegar við fórum að skoða það nánar fannst okkur það ekki alveg vera að gera sig, sérstaklega þar sem baðkarið truflaði okkur alltaf svoldið, eða réttara sagt hvernig það snéri. Þá var rýmið í raun allt á lengdina og sneri baðkarið langsum sem lét herbergið virka langt og mjótt.

Við ákváðum því að geyma það bara að gera upp eldhúsið og notuðumst við það sem var til staðar í gamla eldhúsinu, með smá tilfærslum og lagfæringum, en um það má lesa hér.

Við rifum allt út af baðherberginu, og var það langdýrasta herbergið í framkvæmdunum, en það át upp tæplega helminginn af fjármagninu okkar. Við sjáum hins vegar sko ekki eftir því enda erum við himinsæl með útkomuna.

Baðherbergið var líka eina rýmið þar sem við vorum nær algjörlega háð iðnaðarmönnum, en við létum þá flísaleggja, færa til blöndunartæki, tengja klósett og baðkar og setja upp blöndunartækin. Allt annað gerðum við hjónin sjálf. Við máluðum, settum upp sturtugler og skápa, og svo fræsaði Raggi sjálfur fyrir gólfhitanum. Ég get því rétt ímyndað mér hvað upphæðin hefði farið í ef við hefðum ekki gert það sem við gerðum sjálf.

Hér er baðherbergið orðið nánast fokhelt og ekkert eftir nema baðkarið  Hér virkar baðherbergið mjög langt og mjótt og reyndar bara frekar lítið. 

Byrjað að flísaleggja og búið að taka sturtuklefann út. Blöndunartækin í sturtunni voru svo færð á veggin þar sem hurðin er

Hér er Raggi búinn að vera að fræsa fyrir gólfhita 

Píparinn sem kom til okkar sagði að það væri ekkert mál að fræsa fyrir gólfhita og það myndi taka svona 2 klst. Raggi var að því í tvo sólahringa og rykið var þvílíkt að hann þurfti að fá lungnameðferð þrátt fyrir að hafa verið með rosa grímu (Gasgrímu eins og í Bad Boy Bubby myndinni hehe 😉 hún greinilega dugði ekki til og húsið varð undirlagt af fínu gráu ryki, sem við vorum lengi lengi að ná í burtu.

En nú skulum við demba okkur í fyrir og eftir myndir af baðinu

Fyrir

Svona leit baðherbergið út fyrir breytingar 

Eins og sést á myndinni fyrir ofan snéri baðkarið langsum og var stór miðstöðvarofn á veggnum undir glugganum. Við ákváðum að taka miðstöðvarofninn og leggja gólfhita sem er alveg málið. Það er ekkert betra en að stíga inn á hlýtt baðherbergisgólfið á köldum vetrarmorgnum.

Eftir

Við ákváðum að snúa baðkarinu þversum til að plata augað og fá meiri breidd í baðherbergið. Núna virkar það bæði stærra og breiðara en áður

Við tókum út alla þessa skápa og settum einfalda innréttingu í staðinn með speglaskáp

Hér sést í sturtuglerið en það var keypt í Íspan. Gólfflísarnar keyptum við í Vídd og veggflísarnar í Álfaborg.

Hér er sturtan eins og hún var áður en það var gamall plast IFÖ klefi sem við tókum út og létum flísalagðan sturtuklefa í staðinn og gler.

Hurðin var svo máluð hvít og húnninn spreyjaður svartur. Finnst það rosalega falleg útkoma, en upprunalega ætluðum við að henda þessum húnum og fá nýja. Hér settum við líka nýja loftlista en þá fengum við í Daninn.

Veggurinn með hilllunum er þar sem baðkarið var á áður en það sneri þá langsum. Baðkarið keyptum við í Bauhaus. Gluggakisturnar voru úr plasti og filmaði ég þær með marmarafilmu sem ég keypti í Bauhaus. Það gerði alveg gæfumuninn og ótrúlegt hvað þær lúkka eins og raunverulegur marmari.

Nokkrir díteilar af baðherberginu 

Við fengum okkur svo upphengt klósett og ákvaðum að flísaleggja ekki vegginn þar sem skáparnir eru. Klósettkassinn var svo flísalagður með veggflísunum og finnst mér það koma mjög vel út til að fá heildarmynd á baðherbergið.

Þar sem við erum 6 manna fjölskylda stóðumst við það ekki að fá tvöfaldan vask með tveimur handlaugum og þvílíkur lúxus sem það er að hafa svona tvo krana.

Við erum alveg rosalega sátt við útkomuna á baðherberginu og gætum ekki verið ánægðari með það og valið hjá okkur á því sem við keyptum inn á það.

Takk fyrir lesturinn 🙂

Þangað til næst

María 

 

 

 

 

12 Athugasemdir
0

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

12 Athugasemdir

Hulda June 10, 2017 - 11:51 pm

Elska þessar marmaraflísar!

Svara
maria June 27, 2017 - 8:23 pm

Já þær eru geggjaðar gæti ekki verið ánægðari með þær 😉

Svara
Helga Bryndís June 11, 2017 - 9:26 am

Vá geggjað ? Svo bjart og fallegt

Svara
maria June 11, 2017 - 7:48 pm

takk elskan, knús

Svara
Harpa July 16, 2017 - 12:56 am

Virkilega fallegt baðherbergi. Ein spurning, þið rifuð út flísarnar og flísið svo hluta af veggjunum. Sáuð þið sjálf um að pússa niður veggina eða fenguð þið múrara/málara í verkið?

Svara
maria August 10, 2017 - 9:38 pm

Hæ hæ og takk fyrir það 🙂 Þeir sem flísiuðu fyrir okkur settu upp gifsplötur og kíttuðu og pússuðu svo sárin…..viðurkenni reyndar að við hefðum líklega gert það betur sjálf en það er á sumum stöðum bylgjótt og ekki vel gert. Við sáum um samskonar púss í svefnherbergjunum og það var lítið mál og var mun betur gert svo ég mæli alveg með því að gera þetta bara sjálfur 🙂

Svara
Róbert January 15, 2018 - 11:53 am

Hæ – mjög flott hjá ykkur.

en hvar fenguð þið innréttinguna á baðið, er einmitt í sviðpuðum pælingum og langar að hafa vaskana 2 🙂

kveðja, Róbert

Svara
maria January 21, 2018 - 2:39 pm

Sæll Róbert og takk fyrir

Innréttinguna fengum við í Ikea 🙂 Blöndunartækin í Bauhaus

kv María

Svara
María April 28, 2020 - 8:30 pm

Komdu sæl. Mjög fallegt bað hjá ykkur. Hvað er baðkarið stórt, breidd og lengd? Úr hverju er það?
Kv María

Svara
maria May 5, 2020 - 11:43 pm

Sæl og kærar þakkir fyrir, ég er bara ekki alveg viss en ég fékk þetta bað í Bauhaus og held það fáist enn þar 🙂

Svara
Katrín August 24, 2021 - 11:23 pm

Sæl, geturu sagt mér málin á baðherberginu ykkar? Erum í svipuðum pælingum en ekki viss hvort okkar bað sé nógu stórt 🙂

Svara
maria August 25, 2021 - 9:19 pm

Hæ hæ

Því miður þá bý ekki lengur í því húsi og get því ekki mælt það, en það var 8 fm stórt 🙂

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here