Litli veiðikofinn hans Reynis Leo

höf: maria

-Samstarf-

Nú er fjórða og síðasta herbergið tilbúið í nýja húsinu eða herbergið hans Reynis Leo. Þið getið séð Ölbu herbergi hér og Mikels herbergi hér.

Einnig er hægt að sjá hjónaherbergið hér. Reynir Leo var ekki sáttur við að flytja og þurfa að skipta um skóla. Því var það mér mjög hugleikið að skapa honum umhverfi sem léti honum líða vel.

Frá þriggja ára aldri hefur hann elskað allt sem viðkemur veiði, jafnt skotveiði sem og stangveiði. Pínulítill valdi hann fullorðins bækur á bókasafninu sem snérumst og veiði af einhverju tagi.

Já sem mamman þurfti svo að lesa fyrir hann úr um ýmsar veiðisögur af vestfjörðum þar sem ísbirnir voru skotnir og fleira haha.

Því fannst mér liggja beint við að gera fyrir hann herbergi sem líkist litlum veiðikofa. Og mikið varð drengurinn glaður.

Ég hefði persónulega valið að hafa herbergið öðruvísi en mér finnst bara svo mikilvægt að herbergi barnanna endurpegli bæði persónuleika þeirra sem og áhugamál og því vað þetta útkoman á hans herbergi.

Ekki kannski hefðbundið barnaherbergi en við erum alsæl með útkomuna og þá sérstaklega Reynir Leo. Hér máluðum við herbergið með Dekso 5 málningu frá Flugger.

Liturinn heitir Terracotta Light en við máluðum skúffurnar á rúminu í sama lit og veggina, sem og lítið sjónvarpsborð sem notað er undir leikjatölvur og sjónvarp.

Mér finnst gaman að sjá þemað í herberginu hans en við fundum til gamla erfðagripi eins og sjórængjaskip, sjónauka, veiðistangir og veiðihjól sem dæmi sem við notum til skrauts.

Ég leyfi myndunum bara að tala sínu máli en við erum alsæl með þennan hlýja leirlit sem við völdum á herbergið og húsgögnin.

Hér sést í gamla veiðstöng frá langafanum ásamt gömlu tréskríni sem pabbi hans átti.
Hér má sjá gamlan sjónauka frá langafa. Einnig fannst mér sniðug hugmynd að setja flugur sem hann hefur hnýtt í ramma.
Fuglar úr leir sem Reynir Leo hefur föndrað og að sjálfsögðu fiskaplaggat í ramma.
Ég setti leðurbönd á hörgardínur sem ég keypti ódýrt í Rúmfó og litaði svo með kaffi til að fá svona gamalt yfirbragð á þær.
Gamla sjórængjaskiptið kemur frá langafa Reynis Leo og er ábyggilega að nálgast 100 árin í aldri.

Vona þið hafið haft gagn og gaman af þessum lestri.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here