Innihurðum gefið nýtt líf

höf: maria

-Samstarf-

Það þarf ekki alltaf að henda öllu út þegar staðið er í framkvæmdum til að kaupa allt nýtt. Hér ákváðum við líkt og í gamla húsinu okkar að gefa innihurðunum nýtt líf og lakka þær.

Neðri gangur fyrir
Neðri gangur eftir

Þar sem ég bjó áður höfðum við gert nákvæmlega það sama. En þar voru einnig til staðar dökkar og lúnar fulningahurðir sem voru í grunninn mjög fallegar.

Gangur uppi fyrir
Sami gangur eftir, en við lökkuðum einnig stigahandriðið á sama hátt

Hér getið þið séð eldri færslu þar sem sýnt er nákvæmlega frá aðferðinni við að lakka hurðirnar. Einnig getið þið séð video af því hér á Instagram.

Barnaherbergi á neðri hæð fyrir
Barnaherbergi eftir
Barnaherbergi eftir

Efnin til verksins

Égnotaði stopp grunn frá Flugger sem heitir Stop Primer en hann er afar mikilvægt að nota því hann stoppar að allt dökkt blæði í gegn eins og sagt er á góðu málaramáli.

Lakkið sem ég notaði heitir Interior Strong Finish 20 og er einnig frá Flugger. Penslar og rúlla sem notað er með lakkinu heita High Finish lakkrúlla og pensill, og fæst einnig hjá Flugger.

Efri gangur fyrir
Við skiptum út hurð í forstofu og settum tvöfalda franska hurð sem við lökkuðum einnig í sama lit og hinar hurðirnar, en liturinn heitir Paz hvítur.

Strong Finish lakkið er það allra besta sem ég hef unnið með en það er ekki hefðbundið akríl lakk heldur polyurethane styrkt lakk sem flýtur afar vel og hefur góða viðloðun.

Yfirborð lakksins verður mjög hart og rispuþolið og er því tilvalið að nota það á hluti þar sem gerð er krafa um slitþol samhliða fallegri áferð, en það mætti halda að hurðirnar mínar hafi verið sprautaðar.

Ég notaði litinn Paz hvítur sem er skjannahvítur með engum gulum tón í en mér finnst hann afar fallegur og tær.

Ég mæli svo mikið með að þið lakkið hurðir ef þið eruð með gamlar en samt fallegar hurðir sem hægt er að gefa nýtt líf.

Handriðið sem við lökkuðum einnig

Að lakka hurðir getur breytt ásýnd hússins alveg gríðarlega mikið og myndi ég ekki segja að þetta sé erfitt. Þetta er þolinmæðisvinna sem allir ættu að geta gert eftir þessum leiðbeiningum sem ég gef upp hér.

Ég get einnig mælt með lakkinu High Finish (Flugger) en það er lakkið sem ég notaðist við í eldra húsinu. Þar er um hefðbundið akríl lakk að ræða sem er ögn þykkara en Strong finish lakkið.

Hér notaðist ég við High Finish lakk í gljástigi 50 en þetta er úr eldra húsinu mínu, litur Paz hvítur
Þessi hurð er hins vegar lökkuð með Strong finish lakkinu en það fæst einungis í 20 gljástigi. Þó það sé ekki akríl lakk er unnið með það á sama hátt og hefðbundið akríl lakk.

Ég get allan daginn mælt með því að gefa sér tíma og spara hundruðir þúsunda og fyrirhöfn með því að einfaldelga lakka hurðirnar heima hjá ykkur, það margborgar sig.

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here