Brauð og Co kanil snúða replica

höf: maria

-Samstarf-

Þeir sem þekkja Brauð & Co kanilsnúðana vita hversu bilað góðir þeir eru.

Ég að minnsta kosti er alveg húkkt á þeim og langaði til að mastera þá og getað bakað svipaða heima.

Eftir 3 tilraunir varð ég sátt, og meira en það. Held þeir gætu ekki líkst hinum upprunalegu meira.

Kríspí að utan og mjúkir, nánast klístraðir inn að miðju. Alveg eins og þeir eiga að vera.

Í Brauð & Co snúðana er notaður möndlumassi í fyllinguna en ég ákvað að fara styttri leið og nota kransakökumarsípan frá Odense.

Þið sem hatið marsípan ekki örvænta þó því ég sver fyrir það að þið munið ekki finna neitt marsípanbragð.

Mér finnst aðferðin bragðið, lögunin og stærðin nánast alveg eins og upprunalegu snúðarnir.

Dúnamjúkir nánast klístraðir innað miðju. Þið verðið bara að prófa.

Uppskriftin er neðst á síðunni og ég bið ykkur, fylgið uppskrift og aðferð upp á 100, Ekki svindla neitt !

Hversu fagur getur snúður verið

Yummy !!!

Brauð og Co kanil snúða replica

-Samstarf- Þeir sem þekkja Brauð & Co kanilsnúðana vita hversu bilað góðir þeir eru. Ég að minnsta kosti er alveg húkkt á… Bakstur Brauð og Co kanil snúða replica European Prenta
Serves: 9-10 snúðar Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Mig langar að biðja ykkur að fara alveg 100 % eftir bæði uppskrift og aðferð, ekki sleppa né breyta neinu !!! 

Snúðadeig 

  • 45 gr pressuger (fæst í mjólkurkæli bæði í Hagkaup, Fjarðarkaup og víðar) 
  • 3 dl ylvolg nýmjólk 
  • 100 gr hrásykur (ég notaði frá Himmnesk Hollusta, alls ekki nota Dan sukker hann er of grófur)
  • 1 tsk kardimommu dropar 
  • 2 tsk vanillu extract eða vanilludropar 
  • 150 gr kalt smjör skorið í teninga 
  • 2 stór egg 
  • 1 dl grísk jógúrt 
  • 1 tsk borðsalt 
  • 700 gr hveiti 

Kanil Remos fylling

  • 400 gr eða 1 pakki af kransakökumarsípani frá Odense (kemur alls ekkert marsípanbragð ég lofa)
  • 100 gr púðursykur 
  • 1 tsk fínt borðsalt 
  • 4 og 1/2  msk kanill 
  • 1 msk kartöflumjöl 
  • 4 msk nýmjólk 

Annað 

  • 1 egg til penslunar 
  • 1 msk nýmjólk til að blanda við eggið
  • Flórsykur til að setja ofan á snúðana

Aðferð

Snúðadeig 

  1. Byrjið á að velgja mjólkina í skál í örbylgjuofni svo hún sé ylvolg (ekki of heit passa það)
  2. Setjið næst sykur og ger útí hana og  hrærið vel og látið standa í 5 mín eða lengur 
  3. Setjið svo helming af hveiti eða 350 gr og salt saman í hrærivélarskál og hrærið saman létt með króknum 
  4. Skerið kalt smjör í teninga 
  5. Bætið svo grískri jógúrt, kardimommudropum, vanilludropum og eggjum út í mjólkurgerblönduna og hrærið vel saman með gaffli eða písk
  6. Stillið nú á hnoð með króknum og hellið blautefnunum út í hrærivélarskálina sem er með helmingnum af hveitinu í 
  7. Bætið svo smjörinu smátt og smátt við meðan deigið blandast en hér er það mjög blautt (ekki örvænta þó smjörið sé enn hart og í kögglum) 
  8. Nú má bæta rest af hveitinu við eða hinum 350 gr og hnoða í eins og 5 mínútur eða þar til deigið er búið að hringa sig um krókinn og mest af smjörteningunum er komið inn í deigið, allt í lagi þó það séu smá kögglar samt af smjöri 
  9. Deigið er frekar blautt og klístrað en ekki bæta við það meira hveiti látið það vera svona í skálinni og breiðið stykki yfir skálina 
  10. Látið hefast á volgum stað best í gluggakistu yfir miðstöðvaofni í eina klst
  11. Gott er að gera Remos fyllinguna á meðan

Kanil Remos fylling

  1. Tæmið marsípan pakkann alveg eins vel og þið getið, gott að klippa í sundur og taka allt innan úr með sleikju 
  2. Setjið í skál ásamt öllum hinum hráefnunum og þeytið saman í hrærivél eða handþeytara þar til er orðið vel blandað saman og mjúkt. Ef ykkur finnst það of stíft má bæta meiri mjólk í það en bara smátt í einu passa ekki of mikið. 
  3. Leggjið til hliðar og setjið plastfilmu yfir

Snúðasamsetning 

  1. Hitið ofninn á 50°c hita með blæstri og takið til tvær bökunarplötur undir snúðana
  2. Takið nú deigið úr skálinni og sáldrið vel af hveiti á borðið áður en þið fletjið það út og einnig ofan á deigið
  3. Ekki hnoða það neitt byrjið bara að fletja út jafnan ferning sem er c.a 1 cm þykkur 
  4. Ferningurinn á að vera 60 cm breiður og 70 cm langur (mikilvægt að fara eftir) eða eins þunnur og hægt er án þess að deigið verði gegnsætt (sleppur líka ef þið náið ekki nema 50 cm breiðum og 60 cm löngum)
  5. Smyrjið öllu kanil Remosinu jafnt yfir ferninginn en sleppið eins og 5 cm á endanum sem er næstur ykkur, þ.e ekki smyrja á þá 5 cm 
  6. Rúllið svo deiginu varlega upp í pulsu en byrjið á endanum sem er fjær ykkur, ekki rúlla alveg að endanum nær ykkur heldur skiljið eftir þessa 5 cm sem Remosið er ekki á 
  7. Skerið svo í snúða en hér er mikilvægt að hver snúður sé 6 cm þykkur og já það er mjög þykkt og þannig á það að vera
  8. Takið svo  5 cm endann sem þið rúlluðuð ekki upp og brettið hann undir snúðinn 
  9. Leggjið svo 4-5 snúða á hverja plötu og ýtið á hvern snúð með flötum lófa létt svo hann þeir fletjist ögn út, sá það gert þannig í Brauð & Co 
  10. Breiðið svo viskastykki yfir snúðana og setjið í 50°c heitan ofninn til hefingar í 35 mínútur, ekki lengur !! 
  11. Takið snúðana svo úr ofninum og hitið ofninn strax upp í 210°c  stillt á blástur 
  12. Penslið snúðana með eggi blandað við 1 msk af nýmjólk og sáldrið vel af flórsykri yfir snúðana með sigti og ekkert vera að spara hann 
  13. Stingið svo strax  í 210°c  heitan ofninn í sléttar 10 mínútur, ekki lengur né styttra 
  14. Leyfið þeim svo að standa á heitri plötunni í 10 mínútur upp á borði og borðið heita 
  15. Ef þið eigið afganga er gott að hita þá upp í örbylgju í 10 sekúndur þá verða þeir sem nýjir

 

 

Punktar

Ekki örvænta þó deigið sé blautt þannig á það að vera. Ekki hræðast marsípanið í fyllingunni en það er notaður möndlumassi í Brauð & Co snúðana sem er nánast það sama og marsípan. Þið munið hvorki finna marsípanáferð né bragð af því eftir bökun. Mikilvægt er svo að fylgja uppskrift og aðferð alveg eftir skref fyrir skref. Ég lofa þetta er mjög auðvelt og allir geta gert þetta. Gott er að frysta afgangssnúða og afþýða svo og hita í 20 sek í örbylgjuofni þá verða þeir eins og nýbakaðir. Ef þið finnið hvergi pressuger þar sem þið búið má nota 12 gr þurrger í staðinn en ég mæli með því að þið notið pressugerið ef þið þið búið í bænum og getið keypt það.

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

4 Athugasemdir

Kevin Liebing August 10, 2021 - 2:03 pm

Takk fyrir! Wow, I cannot believe it, they are SO delicious and their consistency is amazing. Even though I mostly am not succesful with baking, I managed to do them quite well.

What really surprises me: They look and taste quite like the ones from Braud & Co,

I used 200g marcipan, since I had no other option; it’s quite good, but the filling was too much in the end per roll 🙂

How did you manage to flatten the dough without using more flour? I had to use so much in the end to roll it out..

Funny thing: Translation software into german told me to add some whiskey (!) on top of them before putting them into the oven. I was curious.. the correct translation would have been something like “towel”, quite a different thing 🙂

Thank’s again!

Svara
maria August 13, 2021 - 10:58 pm

Hi Kevin and thanks for the feed back 🙂

I am really glad to hear you liked my recipe, about the marcipan maybe it was to much because the one I use is a little bit different from normal marcipan, it´s thinner and more easy to work with I don´t know if you have that in Germany.

In the recipe it says not to put more flour to the dough until you flat it out, then use more 😉

Yes it´s true the whiskey should be a towel but you can also make them rise in the oven without it.

Thank you to and you are so welcome 🙂

Svara
Donna October 3, 2021 - 3:03 pm

Translation of the recipe in English please

Svara
maria October 14, 2021 - 8:56 pm

Mabe I will translate it to Engtlish when I have time 😉

Svara

Skrifaðu athugasemd

The maximum upload file size: 4 MB. You can upload: image, spreadsheet, interactive, text, archive, code, other. Links to YouTube, Facebook, Twitter and other services inserted in the comment text will be automatically embedded. Drop file here