-Samstarf-
Ég veit fátt sem gleður mig meira í matargerð en þegar eitthvað sem ég bý til er fáranlega auðvelt en svo fáranlega gott.
Það er algjör bilun að prófa ekki þessa uppskrift því ég held að ég geti vel staðið og fallið með þessari en allir sem hafa smakkað hafa nánast malað eins og kisur við að borða þetta.
Ég meina hvað getur klikkað hér ?? Oreo fylling, með Milka súkkulaðikjarna og muldu Daim utan um……úff sko ég er að segja ykkur það að útkoman er truffluð.
Trufflaðar trufflur !! Hvað getur maður bara sagt… ég held að þið verðið að prófa bara til að skilja hvað ég á við.
Ég held mér sé óhætt að segja að þetta verður jólakonfektið í ár. En þetta þarf samt ekki bara að tengjast jólunum.
Trufflurnar má vel gera allann ársins hring við hverskyns tilefni eins og afmæli, saumaklúbb eða bara til að gera sér glaðan dag.
Þær passa fullkomlega með kaffinu og bæði börn og fullorðnir elska trufflurnar því get ég lofað.
Stundum er svo gaman að mynda vissan mat og að ég get ekki hætt. Mér finnst þetta MOOMIN stell svo fallegt að það var algjör unun að mynda trufflurnar.
Best er að geyma trufflurnar í frystir og taka svo út rétt áður en á að neyta þeirra. Ég veit ekkert betra en að eiga svona mola í frystir til að taka einn og einn út með kaffinu.
Hér að ofan sjáið þið fyllinguna sjálfa en ég vara ykkur við að þið munuð líklegast borða helminginn af henni áður en þið náið að súkkulaði húða hana.
Svo kemur stökkur Milka súkkulaðihjúpur með Daim mylsnu sem gefur hart undir tönn svo þetta verður algjörlega fullkomið.
Ég gæti mögulega hafa tekið aðeins og margar myndir af trufflunum og þar sem var erfitt að velja á milli leyfi ég þeim að njóta sín hér.
Engar áhyggjur samt uppskriftina er að finna hérna neðst á síðunni og ég vona svo innilega að þið prófið því hún er algjör hittari.
Hráefni
- 4 x 100 gr pokar af daim kurli
- 425 gr Oreo kexkökur (þurfið að kaupa 3x kassa)
- 225 gr Philadelphia Original rjómaostur
- 1 tsk vanillu Extract eða vanilludropar
- 1/2 tsk fínt borðsalt
- 500 gr Milka hreint súkkulaði
Aðferð
- Byrjið á að mala Daimkurlið í blandara og leggjið til hliðar á disk
- Setjið næst Oreo kexið í blandara eða matvinnsluvél og malið alveg að mylsnu og leggjið til hliðar
- Setjið næst Phildelphia ost, vanilludropa og salt í hrærivél með hræraranum, ekki þeytaranum
- Hrærið vel saman þar til er orðið loftkennt og létt
- Bætið þá Oreo mylsnunni út í og hrærið þar til er orðið dökkt og vel blandað saman
- Mótið svo kúlur úr maukinu á stærð við kókoskúlur kannski ögn minni
- Setjið í frystir í 30 mínútur minnst, ef mikið lengur breiðið þá plast yfir
- Þegar þið ætlið að súkkulaðihúða kúlurnar er best að bræða Milka súkkulaðið yfir vatnsbaði
- Dýfið svo hverri kúlu í súkkulaðið og svo beint ofan í Daim mylsnuna og passið að það fari vel á allan hringinn
- Setjið svo hverja kúlu á bökunarplötu með smjörpappa og leyfið súkkulaðinu að storkna
- Þá er best að setja þær í ílát og inn í frystir þar sem er best að geyma þær og taka svo út rétt áður en á að neyta
Verði ykkur að góðu
María