Dásamleg appelsínuformkaka með súkkulaðibitum og hvítsúkkulaðismjörkremi

höf: maria

Hér er uppskrift af dásamlegu kökunni sem ég gaf í Kökublaði Vikunnar í nóvember síðastliðnum en þessi kaka er alveg svaklega góð.

Mynd: Hallur Karlsson

Hugmyndina af henni fékk ég í Ameríku í sumar, en þar sá ég bakarí með svo skemmtilega öðruvísi formkökum sem ég hreyfst af.

Bakaríið heitir Nothing but Bundt cake‘s, og ákvað ég að reyna leika svona köku eftir enda afar einfalt, bara henda í formköku og skreyta hana eins og þau gera með smjörkremi og fallegu blómi.

Þessa köku ættu að allir að geta gert en ég ákvað að gera appelsínuformköku með súkkulaðibitum og hvítsúkkulaðismjörkremi.

Ég elska appelsínukeim í kökum og tala nú ekki um að hafa súkkulaði með. Bæði fullorðna fólkinu og krökkunum á heimilinu fannst kakan svo góð að hún kláraðist samstundis.

Passið ykkur þó að hræra ekki of mikið í kökunni svo hún verði ekki seig en galdurinn er að hræra sem minnst svo hún verði létt og loftkennd en þannig er hún best.

Mynd: Hallur Karlsson

Mín ráð til ykkar er að fara bara alveg 100 % eftir uppskriftinni og eiga stórt og gott hringform með gati í miðjunni til að setja hana í.

Ef þið nennið ekki að setja kremið á á sama hátt og ég gerði má líka bara smyrja því á kökuna og bera þannig fram, það kemur akkurat ekkert niður á bragðinu.

Ef þið viljið fylgjast með mér á Instagram farið þá inn hér og ýtið á Follow !

Dásamleg appelsínuformkaka með súkkulaðibitum og hvítsúkkulaðismjörkremi

Hér er uppskrift af dásamlegu kökunni sem ég gaf í Kökublaði Vikunnar í nóvember síðastliðnum en þessi kaka er alveg svaklega góð.… Bakstur Dásamleg appelsínuformkaka með súkkulaðibitum og hvítsúkkulaðismjörkremi European Prenta
Serves: 10-12 Prep Time: Cooking Time:
Nutrition facts: 200 calories 20 grams fat

Hráefni

Formkakan

 • 300 gr hveiti
 • 1 tsk fínt borðsalt
 • ½ tsk matarsódi
 • ½ tsk lyftiduft
 • 350 gr sykur
 • 225 gr mjúkt smjör
 • Raspaður börkur af tveimur appelsínum
 • Raspaður börkur af 2 sítrónum
 • Nýkreystur appelsínusafi úr tveimur appelsínum
 • Nýkreystur sítrónusafi úr tveimur sítrónum
 • 1 tsk vanilludropar
 • 6 stór egg við stofuhita
 • 225 gr grísk jógúrt
 • 1 dl dökkir súkkulaðidropar

Hvítsúkkulaðikrem

 • 250 gr ljóma smjörlíki (nota ljóma því það verður mun sléttara kremið og hvítara á lit)
 • 420 gr flórsykur
 • 125 gr hvítir Candy Buttons hvítsúkkulaðilíki (fæst í Hagkaup m.a.)
 • 1 tsk vanillusykur (vanilludropar gera kremið gulara, þess vegna betra að nota vanillusykur)
 • 3 msk rjómi

Aðferð

Formkakan

 1. Hitið ofninn á 165 °C blástur eða 175 °C ef þið hafið ekki blástursofn
 2. Smyrjið stórt formkökuhringform sem er með gati í miðjunni og smyrjið það með ríflegu af smjöri og látið svo smá hveiti yfir og hristið umframhveiti af, þannig losnar kakan vel úr forminu eftir bakstur
 3. Hærið saman hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti með skeið í meðalstórri skál
 4. Setjið svo sykur í aðra skál og raspið börkinn út í og blandið saman með fingrunum þannig að úr verður eins og blautur sandur
 5. Setjið svo í hrærivél mjúkt smjör og sykurinn með berkinum og hafið t-stykkið á ekki þeytarann og hrærið saman á miklum hraða þar til verður loftkennt í eins og 5 mínútur
 6. Bætið svo út í appelsínu og sítrónusafanum ásamt vanilludropunum og hrærið þar til er vel blandað saman
 7. Lækkið hraðan á meðalhraða og bætið við einu eggi í einu þar til hvert egg er vel blandað saman við
 8. Lækkið nú hraðann á lægsta og bætið við hveitinu saman við í þrennu lagi og svo gríska júgurtinu í tvennu lagi og passið að hræra bara rétt svo saman svo kakan verði ekki seig
 9. Bætið svo súkkulaðidropum út í og hrærið varlega saman með sleikju en ekki í hrærivélinni
 10. Hellið nú í formið og bakið í miðjum ofninum í 55 mínútur en gott er að stinga prjón í kökuna og ef hann kemur hreinn upp úr er kakan til, ef kemur deig á hann er gott að bæta við 3 mínútum í senn þar til prjónninn kemur hreinn upp þegar stungið er í kökuna.
 11. Kælið næst kökuna í 15 mínútur og hvolfið henni þá á rekka og látið kólna alveg áður en kremið er sett á

 

Hvítsúkkulaðikrem

 1. Setjið mjúkt Ljómasmjörlíki í hrærivélarskál og hrærið í smá stund svo mýkist enn meir og bætið þá flórsykrinum smátt saman við ásamt vanillusykrinum og hrærið þar til er orðið lofkennt, mjúkt og kekkjalaust
 2. Bræðið Candy Buttons hnappana í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði og setjið beint út í kremið ásamt rjómanum og hrærið áfram saman þar til er orðið lofkennt og fallega silkimjúkt hvítt krem
 3. Takið svo sprautupoka og klippið lítið gat á hann og setjið kremið í hann. Sprautið kreminu á kökuna í sama munstri og þið sjáið á myndinni af kökunni
 4. Ég setti síðan lítið glas í gatið á miðjunni og setti blautan eldhúspappa á stilkinn á blóminu og setti ofan í glasið með smá vatni í
 5. Hægt er að nota hvaða blóm sem þið viljið
Mynd: Hallur Karlsson

Verði ykkur að góðu

María

Aðrar greinar sem þér gæti líkað

Skrifaðu athugasemd